— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/04
Kettir og matur

Hér á eftir fer tilgangslaus pistill sem mér datt í hug. Varúð.

Nú hef ég aðeins séð um þrjá ketti á ævi minni, en hver þeirra hefur haft sinar sérstöku matarvenjur. Fyrsti kötturinn sem bjó hjá mér, Þyrnirós Malín Molloy Gígja, hafði til að mynda afar undarlegan smekk á æti.

Þegar Þyrnirós (eða "Kisa") var kettlingur að aldri fékk hún heiftarlega magasýkingu, og mátti samkvæmt læknisráði aðeins láta ofan í sig soðin hrísgrjón og soðinn fisk. Auðvitað leit hún ekki við grjónunum, og át einungis soðna ýsuna, þrátt fyrir viðleitni okkar mæðgnanna. Whiskas, Felix...þessu fúlsaði hún við, en fór hinsvegar að leita uppi hinn ndarlegasta "mannamat" svo sem kleinur. Eftir nokkurn tíma lærðum við umhirðendur hennar að geyma kleinur inni í ísskáp, þar sem kisa átti það til að tæta upp poka sem skildir voru eftir í reiðileysi á eldhúsborðinu til að éta innihaldið: gómsætar djúpsteiktar kleinur, yndi ofdekraðra katta. Einnig átti kisa það til að sækja í hvaða góðgæti þa var sem ég neytti á hverjum tíma, til dæmis er til mynd af henni þar sem hún sleikir "jawbreaker" sem ég held á í munninum. Hún var auk þess sólgin í Stjörnu-ostapopp, lifrarpylsu og hár. Já, hár. Kisa var aðvitað kattþrifin, og gat maður verið viss um að lægi maður í sófanum við sjónvarpsgláp, var kisa mætt á öxlina til að þrífa hár manns. Einnig var hún þekkt fyrir að slefa mikið þá hún malaði, sem var ekki ósjaldan.

Nú er ég farin að sakna Kisu minnar. Hún var svæfð fyrir aldur fram sökum mænusköddunar einhverskonar. Ekki eru liðin nema rúm tvö ár síðan, svo ég sakna hennar enn hræðilega. Hún var yndisleg og sérstök, og ég ímynda mér ekki að fá að kynnast öðrum eins ketti og henni.

Hvíl í friði, vinkona. Fyrirgefðu mér grimmdina, ég vissi ekki betur.

   (32 af 43)  
3/12/04 09:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Deyr fé,
deyja frændr.
Deyr sjálfr ið sama.
En orðstír deyr aldrigi (...)

Úr Hávamálum (ritað eftir minni).

3/12/04 09:00

Galdrameistarinn

Við erum með þrjá ketti og hver hefur sinn smekk eins og sagt er. Því sem einn fúlsar við étur annar með bestu lyst.

3/12/04 09:00

Tina St.Sebastian

...en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur.

3/12/04 09:00

Tina St.Sebastian

Eða eins og skólabróðir minn orðaði það í ritgerð [eftir minni]: "Sko, það drepast allir einhverntímann, líka þú, en ef þú ert kúl, þá man fólk það sko alveg lengi"

3/12/04 09:00

Vestfirðingur

Farið hefur fé betra

3/12/04 09:00

Tina St.Sebastian

Við leyfum okkur að móðgast yfir orðum orðum "Vestfirðingur". Samkvæmt okkar skilgreiningum þýðir "fé" lífverur af tegundinni Aries.

3/12/04 09:00

Vestfirðingur

Aries?? Hvur djö...er það? Hljómar eins og þú sért að búa til auglýsingu fyrir þvottaefni. Svona með lallandi húsmæðrum rallandi glaðhlakkalegum um einhverja IKEA íbúð, meðan maður heyrir Midi tóna í takt við kvenlegan hrossahlátur og MSN smellihljóð.

3/12/04 09:00

Tina St.Sebastian

"Aries" er yfirtegund þeirra lífvera sem á íslenzku eru nefndar "sauðkind". Okkur grunar að "Vestfirðingur" rugli saman "Aries" og "Ariel" sem er reyndar efnablanda sérhönnuð til að hreinsa flíkur ýmisskonar.

3/12/04 09:00

Vestfirðingur

Þetta er allt saman voða fróðlegt. Þarf að muna þetta næst þegar ég snobba fyrir Gimlé. Hann er alltaf að snapa sér fæting út á ekki neitt. Heldur að hann sé eitthvað testeteron fjall.

3/12/04 09:00

Frelsishetjan

Þoli ekki menn sem halda að þeir séu testósterónfjall það er hinsvegar annað með mig ég veit að ég er testósterónfjall.

3/12/04 09:01

Mjákvikindi

Þú átt alla mína samúð, við eigum 2 yndislega ketti, 10 ára fress og 1 árs læðu, eins ólík sem frekast getur en samt bestu vinir.

3/12/04 09:01

Hermir

I Kina spiser de hunde.

3/12/04 09:01

Tigra

Hehe.. pabbi átti einu sinni kött sem var kallaður kisi. Sá var stórfurðulegur.
Hann vildi ekki éta annað en hafragraut og súrt slátur og var einnig hrifinn af hákarli.
Kisa fannst líka stórgaman að fara í bað með pabba, því þessi köttur var einstaklega vatnselskur. Ef það var rigning, fór hann út og settist í poll.
Stórmerkilegur köttur.

3/12/04 09:01

Hakuchi

Kettir eru ágætir á bragðið.

3/12/04 09:01

Nornin

Þetta með kleinurnar er stórmerkilegt. Kötturinn minn borðar nefnilega líka kleinur. Reyndar líka brauðstangir og pizzu þegar þannig liggur á honum [brosir út í annað] En fisk vill hann ekki sjá. [Nartar í Hakuchi]

3/12/04 09:01

Heiðglyrnir

Óska eftir að kynnast stúlku sem á góðan kött, kötturinn verður að vera mikið fyrir að kúra og kela, má vera sérvitur, þrjóskur og standa fast á sínu. Algjört skilyrði er að malarinn sé í góðu lagi í kettinum, hann má vera uppátækjasamur og kátur.
.
Hvar finnur maður svona stúlku, maður bara spyr.

3/12/04 09:01

Fjap

Kettirnir mínir sofa inni í náttborðinu mínu. Ef ég bylti mér þá byrjar borðið að mala.

3/12/04 09:01

Fíflagangur

3/12/04 09:01

Fíflagangur

Hmmm þetta virðist hafa verið gáfulegt innlegg hjá mér.
Annars er kötturinn minn ótrúlega hrifinn af hrossaketi.

3/12/04 09:02

Nornin

[Réttir upp hönd]
Ég, Heiðglyrnir, ég! Minn köttur er fullkominn
[Hoppar upp og niður]

3/12/04 09:02

Smábaggi

Nei sko, sviðslýsingar!

[Gerir eitthvað]

3/12/04 09:02

Fíflagangur

3/12/04 09:02

Goggurinn

<Er enn hægt að láta hluti hverfa?>

Hljómaði líkt og ágætasti köttur

3/12/04 09:02

Rasspabbi

Já, leitt með köttinn.

Held ég láti svar mitt vera þessi ágæta forystugrein eftir Herra Fannsker http://www.baggalutur.is/skrif.php?t=1&id=534&start=0

3/12/04 10:00

Tina St.Sebastian

Heiðglyrnir minn, ég sé sem stendur um tvo ketti. Annar þeirra ber manngefna nafnið "Keli" og hinn "Dixie". Keli er sérlega sérvitur, og símalandi.

3/12/04 10:01

Heiðglyrnir

Mikill er máttur smáauglýsinganna. Þrír frábærir og jafnvel fullkomnir kettir. Hmmm Riddarinn hefur aldrei getað gert upp á milli, þegar kettir eru annars vegar. Hvað segið þið um að við finnum okkur bárujárnshöll í 101 og flytjum bara öll saman. Einhver skilyrði bara svona svo til að vera "Með allt á hreinu".

3/12/04 10:01

Frelsishetjan

Ertu búinn að skoða húsið á vesturgötu? minnir að það sé númer eitt. Efrihæð plús ris. (fyrir ofan Fríðu frænku).

3/12/04 10:01

Heiðglyrnir

Nei sko, Frelli fasteignasali, þetta er nú alveg til fyrirmyndar. Var nú samt, svona meira að spá í Þingholtunum eða Skólavörðuholtinu.

3/12/04 10:01

Finngálkn

Ég vann við að kynbæta ketti þangað til fyrir tveimur árum. Það var einn daginn að norsari klóraði næstum sperðilinn af. Ég held mig við hamstrana núna - þægilegt svona snacksize!

3/12/04 12:00

Skabbi skrumari

[malar]

3/12/04 12:00

Nornin

[klórar Skabba undir hökunni og smá á maganum. Flissar]

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006