— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 3/12/04
Bráðamóttakan.

Ég vona að enginn á Bráðamóttökunni komist að mínu rétta nafni, en djísös kræst!

Í fyrrakvöld ældi ég blóði. Það þótti mér ekki gaman, svo ég hringdi á sjúkrabíl, sem flutti mig í snarhasi á Bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Þar tóku áttaþúsund læknar á móti mér, spurðu mig áttaþúsund sinnum hvort ég væri á lyfjum, fjögurþúsund sinnum hver nánasti aðstandandi minn væri (sem alltaf gott að gera þegar fólk kastar upp blóði og heldur að það sé að deyja),og sexþúsund sinnum hvernig hægðir mínar hefðu verið síðasta sólarhirng.

Ég upgötvaði eftirfarandi á meðan á tólf klukkustunda dvöl minni þarna stóð;

a)Læknar og hjúkrunarfólk tala ekki saman (skýring að ofan)

b) Læknar og hjúkrunarfólk kann ekki á klukku (ég átti að fara í magaspeglun klukkan 9, það gerðist loks klukkan 13)

c) Læknar vita ekkert um Ítalska matargerð. (Læknirinn sýndi mér magaspeglunarrörið og sagði svo "Þetta er svona eins og að kyngja spaghettíi." Fyrir þá sem ekki vita er magaspeglunarrörið u.þ.b. jafn svert og baugfingur, og ekki nálægt því jafn sleipt. Betra væri að líkja því við óskorið penne)

d) Hjúkrunarfólki finnst allt í lagi að halda fólki vakandi, sveltu, og sárþjáðu þar til það fær læknishjálp, en eftir það segir það sjúklingnum að "fara heim og leggja sig".

e) Læknar gefa leiðbeiningar eftir því hersu mikil birtaer í herberginu;

Læknir #1 sagði mér að "passa mig á kaffi og sterku áfengi"
Læknir #2 sagði mér að "sleppa sterkum mat og sterku áfengi"
Læknir #3 sagði mér að "sleppa kaffi og helst að neyta fljótandi fæðis í 24 tíma"
Læknir #4 sagði mér að "hætta að reykja"
Læknir #3 kom aftur inn, og þegar ég spurði hann, sagði hann að ég mætti alveg "borða það sem ég vildi þegar kæmi heim"
Læknir #1 kom svo inn til að mæla blóðþrýstinginn áður en ég fór, og sagði mér að "fara heim, leggja mig, og fá mér svo gott kaffi til að vakna", þar sem ég yrði "örugglega slöpp eftir kæruleysissprautuna"

Svo fór ég heim og svaf í sólarhring.

Ég þarf að muna að biðja Vímus um að redda mér kæruleysislyfjum..og hálsdeyfiúða...oh, the adventures I'd have...

Stjörnuna fær Borgó semsagt fyrir kæruleysissprautuna og úðann, og rúmin, sem eru óhugnanlega þægileg.

   (33 af 43)  
3/12/04 02:00

Mosa frænka

Æ. Ekki góð byrjun á mars hjá þér, sé ég. Láttu þér batna.

3/12/04 02:00

Lómagnúpur

Valíum og Dormicum. Mögnuð blanda. Í fyrra lífi gleypti ég reglulega svona barka og fékk þessa fínu sprautu í bónus. Það versta var að þurfa að drekka einhvern ógeðsdrykk til að draga úr froðumyndun. Ó, þú ljúfi óminnishegri!

3/12/04 02:00

Gvendur Skrítni

Leiðinlegt að heyra, ég vona að þér líði betur. Ég geri ráð fyrir að þú sérst með blæðandi magasár, þú skalt þá skipuleggja hvernig þú ætlar að vera ofur góð við sjálfa þig og magann á næstu vikum. (Ætli aloe vera jógurt sé gott fyrir magasár?) En ég held nú að of margir læknar séu allavega skömminni skárri en of fáir, það getur verið hörmung að þurfa á læknishjálp að sumri til og hjúkrunarfólk talar um læknINN og maður fær á tilfinninguna að hann sé bara eitthvað urban legend,
"læknirinn var á gangi E áðan, hann ætti að koma bráðum",
"ó, hefur hann ekki komið enn, ég skal kalla hann upp",
"Já ert þú að bíða eftir lækni? Nei hin hjúkkan er farin heim, vaktin búin, læknirinn er á gangi E",
"Ég finn ekki lækninn, en það kemur annar læknir á vakt eftir hálftíma"
-
"Já neinei, vertu ekkert að hafa fyrir því að ná í lækni, sárið er GRÓIÐ!"

3/12/04 02:01

Hakuchi

Ég óska þér góðs bata.

3/12/04 02:01

feministi

Góð kona sagði eitt sinn að reiði væri eins og ósýnilegur teinn sem stungið er inn um mitt ennið og kemur út um rassinn. Hentu þessum teini og þér mun batna.

3/12/04 02:01

Ívar Sívertsen

Láttu þér batna og vertu virk hér á meðan.

3/12/04 02:01

Heiðglyrnir

Tina mín, í alvöru talað, farðu nú vel með þig. Það er vel að allir kunni góð ráð við öllu, en jafnvel betra er, að þú ert fluglæs internet notandi sem, getur náð í nýjustu upplýsingar um vel flest sjálf. Góðan bata.

3/12/04 02:01

Vímus

Hvernig væri að líta við á heilsugæslu Vímusar á Baggalútiu og fá bót sinna meina.

3/12/04 02:01

krumpa

Nei nei nei - vara við allri internetfræðslu um sjúkdóma og ráð gegn þeim!! Ég alla vega forðast slíkt eins og heitan eldinn. Ignorance is a bliss og þegar ég stundaði slíka vefi fékk ég eitt sinn eistnalyppubólgur - sem er nokkuð vel af sér vikið fyrir KONU ! Auk þess eru einkenni flestra banvænna sjúkdóma þreyta, hósti og almennt slen - og hver er ekki með slík einkenni yfir vetrartímann? Látum læknana um þetta, þeir vita yfirleitt minnst lítið en geta í það minnsta gert mann brjálaðan með hroka og yfirgangi og reiðin gerir mann sterkan. Láttu þér batna!

3/12/04 02:02

Lómagnúpur

Bati er aðeins veifiskati.

3/12/04 02:02

Steinríkur

"passa sig á kaffi og sterku áfengi" ?! Hvernig er þá hægt að lifa...?

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006