— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/04
Magafrunsur

"Magafrunsur" er orðið sem átta ára frænka mín notar yfir ófædd börn. Mér finnst það viðeigandi. <br /> (Þeir sem hafa lesið bloggið mitt hafa máskeséð þetta áður. Þetta er fyrir hina...) Einnig vil ég biðjast afsökunar á enskuslettum og mögulegum stafsetningarvillum.

Góðar ástæður fyrir því að eignast börn;

1) Þú ert konungur/drottning og ef þú eignast ekki erfingja fellur ríkið í hendur einhvers sem þér líkar ekki við.

2) Barnið þitt gæti verið hinn nýji Frelsari Mannkindarinnar

3) Þriðja heimsstyrjöldin er liðin og þið eruð tvö eftir í HEIMINUM.

Slæmar ástæður fyrir því að eignast börn;

1) Þér leiðist (seriously..."sko ég er ekki með vinnu og bý heima hjá mömmu...I NEED A PROJECT THAT TAKES THE REST OF MY LIFE!)

2) Barn gæti hjálpað þér að halda þér edrú (riiiiight)

3) Barn gæti bjargað sambandinu (Too stupid to comment on)

4) Börn eru yndisleg (HEFURÐU EINHVERNTÍMANN HUGSAÐ UM BARN!? Þá meina ég ekki "pössun" heldur 24-7 í að minnsta kosti tíu-tólf ÁR!)

5) Við viljum tjá ást okkar fyrir heiminum (Oh, please, heimasíða með myndum af ykkur að ríða will do the trick. Og það er mun ódýrara!)

6) Mamma/Pabbi er að deyja og hana/hann langaði í barnabarn (nope, I ain't kidding ya, people do this!)

7) Barnið mitt gæti verið næsti frelsari mannkindarinnar (barnið ÞITT!? What are the odds of that you freaking ass?)

8) Þið eruð tvö ein eftir í heiminum eftir kjarnorkustyrjöld. (Og þig langar að láta saklasan krakkagemling veltast um í radioactive leðju og rotnandi líkhrúgum...*klapp* *klapp* *klapp* *SLAPINTHEFACE*)

9) Þú ert kóngur/drottning og ef þú eignast ekki erfingja fellur ríkið í óvinahendur (Far be it from me to mess with the reproductive habits of *awe* ROYALS...breyttu ríkinu þá í...hmmm...ég veit ekki...LÝÐRÆÐI áður en þú deyrð! Move with the times, dunderhead!)

10) Þetta gerðist bara óvart, og ég get ekki bara *DREPIÐ* barnið mitt (nei, það væri ekki gaman að drepa barn, fóstur eru allt annað mál. Hvort er betra að drepa fóstrið eða ala upp fátækt, heimskt og óhamingjusamt barn? I'm stupid and don't know the answer...that's why I think a foetus is the same as a baby!)

11) Guð bannar mér að nota smokk, og fóstueyðingar eru synd (Yeah, God wants us to overpopulate the earth until we run out of food and have to start chomping on each other...þess vegna eru engir sjúkdómar í heiminum og fólk deyr aldrei)

----------

Ástæður fyrir því að eignast ekki börn:

1) VEGNA ÞESS AÐ 1.2 MILLJARÐAR FÓLKS LIFIR UNDIR FÁTÆKTARMÖRKUM! VEGNA ÞESS AÐ AÐ 210 MILLJÓNIR BARNA Í HEIMINUM ERU MUNAÐARLAUS! Ættleiddu nokkur af þeim í staðinn, eigingjarna fíflið þitt!

2) ÞARFTU AÐRA ÁSTÆÐU?!?!?

-------

By the way, algengustu ástæðurnar sem fólk gefur fyrir því að ættleiða ekki eru;

1) "Það væri ekki í alvörunni MITT barn" (Jamm, gen eru það mikilvægasta í heimi! Asni!)

2) "Það er of flókið, dýrt og erfitt" (Jamm, það er satt, ættleiðingareglur eru allt of strangar að mínu mati, en það er samt lágmark að þú nennir að hafa smá fyrir því og HAFIR EFNI Á AÐ EIGNAST BARN IN THE FIRST PLACE!)

3) "Hvað ef mér líkar ekki við barnið?" (Skilaðu því? Nei, en þetta er líka áhætta sem þú tekur með því að föndra þetta sjálfur heima. Það er alltaf séns á að krakkinn verði óþolandi leiðinlegur, heimskur eða bara allt öðruvísi en þú hélst)

4) "Hvað ef það er eitthvað að barninu?" (Again, hvað ef krakkinn sem þú bjóst til úr eigin litningum er veikur? Ef þú getur ekki dílað við þann möguleika, EKKI EIGNAST BARN! Besides, ef þú ættleiðir geturðu tryggt það nokkurn veginn að barnið sé heilbrigt, að minnsta kosti áður en þú færð það í hendurnar...ég vil samt hvetja fólk -ef það getur- til að ættleiða börn með heilbrigðisvandamál, eða eldri börn, þar sem þau dagar oft uppi á stofnunum.)

   (34 af 43)  
3/12/04 00:01

Hakuchi

En pönk.

3/12/04 00:01

Dr Zoidberg

Kannski ekkert sniðugt að búa til krakka, en það getur verið helvíti gaman að æfa sig.

3/12/04 00:01

Lómagnúpur

Einhvern veginn er þetta félagsrit eins og álfur út úr kú hér á Baggalúti.

3/12/04 00:01

Texi Everto

Þetta snýst auðvitað bara um að sá sínum konunglegu höfrum. Eftir 800 ár munu allir jarðarbúar geta rakið ættir sínar til mín. Jæja, má ekki slóra...

3/12/04 00:01

Heiðglyrnir

Tina mín, í guðanna bænum láttu alveg vera að eignast barn eða börn, og vertu ekkert að ættleiða þau neitt heldur, allir ánægðir, málið dautt.
.
Þessi orðabelgur er styrktur af Barnaverndunarnefnd.

3/12/04 00:01

Júlía

Þó er full ástæða til að hvetja Kaktuz-hjónaleysin til að láta ekki deigan síga. Afskaplega mannvænleg og myndarleg börn, öll með tölu.

3/12/04 00:01

Smábaggi

Óskaplega var þetta eitthvað fallegt félagsrit og íslenskuvænt.

3/12/04 00:01

Skabbi skrumari

Sammála Smábagga, hefur það komið fyrir áður... [hristir hausinn]

3/12/04 00:01

Skabbi skrumari

...en samt fyndið... Salút

3/12/04 00:01

Ísdrottningin

Varðandi lið 10)
Hvenær telst fóstur verða að barni?
Eru allir sáttir við það tímaviðmið?
Jafnvel þó að hægt sé að ákvarða að það teljist fóstur en ekki barn, heldur þú að það geri það eitthvað auðveldara fyrir fólk að lifa við að hafa farið í fóstureyðingu?
Finnst ykkur rétt að taka áhættu og verða ,,óvart ólétt" af því að það er ,,alltaf hægt að fara í fóstureyðingu" til að bjarga málunum?

3/12/04 00:02

Barbapabbi

Jahá! svo gen skipta þig engu... þá legg ég til að þú takir hund í fóstur, helst ekki hreinræktaðan því það væri bruðl.

3/12/04 00:02

Gvendur Skrítni

Ættleiðingar eru auðvitað hið besta mál og bjarga ekki bara ólánsömum börnum heldur líka mörgum ólánsömum pörum sem ekki geta eignast börn. Með sífellt auknari heimsmeðvitund og lífsgæðaþrá finnst mér ekki ólíklegt að ættleiðingar para sem geti eignast börn muni aukast stöðugt á næstu árum.
Þakka þér Tina fyrir framlag þitt til að bæta heim ólánsömu barnanna og stuðla að fegurri heim með þessu skelfilega pirraða félaxriti.

3/12/04 00:02

Steinríkur

Mig langar að eignast börn með þér...

3/12/04 01:00

Hermir

Ég ætlaði nú að bjóðast til að lofa henni að ætleiða mig, en mér sýnist Steinríkur bjóða betur.

3/12/04 01:00

kolfinnur Kvaran

[skelfur og nötrar]

3/12/04 01:00

Jóakim Aðalönd

Það er til fullt af fólki sem ættleiðir hunda og ketti og hvali og hvað eina. Það nefnist vitlausir Bandaríkjamenn.

3/12/04 01:01

Tigra

Sko tígrisdýr eru í útrýmingarhættu.. ég á að fjölga mér eins og ég mögulega get!
..and I'm on it! <fer>

3/12/04 01:01

Þarfagreinir

On what?

Dónaskapur er þetta ...

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006