— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Vondur draumur

Baggalútur er farinn að hafa of mikil áhrif á mig...

Í gærmorgun vaknaði ég í svitabaði eftir þá verstu martröð sem ég hef fengið í langan tíma (Ég held reyndar að ég hafi ekki fengið martröð síðan égvar sex-sjö ára, nóttina efti að ég sá heimildamynd um brunann í Kaupinhavn...en það er önnur saga)
Draumurinn hófst ósköp eðlilega...
Ég var í teiti með vinum mínum, með bjórglas í hönd og bros á vörum, þegar dyrabjallan hringir. Ég er send til dyra af einhverjum ástæðum, og þega ég opna, blasir við mér hópur gestapóa (þ.e.a.s. alteregó þeirra). Þeir eru glaðir, fagna mér, en ryðjast svo inn og tæma barinn. Ég læt þetta viðgangast, en forða mér um leið og kóbalt-drukkinn Vladimir (röflandi um eitthvað sem ég heyrði ekki), er snúinn niður og barinn af Finngálkninu og Gimlé.
Ég ákveð að draga einhverja skemmtilega gestapóa með mér á Kaffi Blút (sem var reyndar ótrúlega smekklega innréttaður, fyrir utan grændoppót veggfóðrið fyrir ofan barinn), og eftir örskotsstund vorum við komin þangað. Ég, Nornin, Steinríkur, bauv, Frelli, Hexia og Þarfi settumst við eitt borðið, fengum okkur blút og franskar kartöflur, en friðurinn var rofinn eftir stutta stund, þegar ritstjórnarmeðlimir komu askvaðandi inn, drukku blútinn okkar, og mynduðu kongalínu. Tigra og Hundinginn reyndu að hafa hemil á þeim, er forsprakkinn (getið þrisvar hver það var) neitaði, og hótaði að loka staðnum ef við hegðuðum okur ekki almennilega og tækjum þátt í konga, limbó og tvister með þeim.
Við létum til leiðast, en stuttu seinna var ritstjórnin orðin heldur drukkin, svo þeir voru bornir út í horn til að drepast, og gleðskapurinn hélt áfram.
Þetta hljómar kannske ekki illa, enda var það seinni hlutinn sem olli svitabaðinu;
Mig dreymir sumsé að ég vakna upp af draumnum, í rúminu mínu, sem einnig inniheldur ónefndan ritstjórnarmeðlim, og þykir mér hann heldur fáklæddur. Ég vek manninn og spyr hann hvurn sjálfan andskotann hann þykist vera að gera í mínu rúmi. Hann virðist ruglaður og spyr mig hvort ég muni ekkert eftir gærkvöldinu, sem ég greinilega geri ekki, því það næsta sem ég veit er að hann rýkur burt í fússi og kallar til mín að ég skuli sko ekki voga mér að láta sjá mig á Gestapó framar.
Ég tek þessu sem hverju öðru bulli, fer beint í tölvuna og kíki inn á hringhenduþráðinn. Þá birtist maðurinn þar, skipar mér burtu, og lokar svo á aðganginn minn. Ég fer í örvæntingu minni til vinkonu minnar og bið um að fá að nota hennar tölvu, þar sem einn ritstjórnarmeðlimurinn hafi blokkað ip-töluna mína, og ég verði hreinlega að fá að kíkja inn á Lygilega vinsæla leiki. Kemst ég svo að því, erég reyni að opna síðuna, að óbermið hafi ekki látið sér nægja að blokka mína tölvu, heldur hafi hann komið fyrir GPS-staðsetningartæki -hárnákvæmu- á mér (eða í mér, þar sem það fannst hvergi útvortis þrátt fyrir ítarlega leit), sem kemur í veg fyrir að ég komist inn á svæðið. Ég hleyp á milli tölva í tilraun til að komast inn, en allt kemur fyrir ekki; Baggalútur og Gestapó eru mér lokuð.
Ég vaknaði svo við það að ég fórst í flugslysi þar sem ég var á leiðinni til Færeyja, því ég hugsaði með mér að rakningarbúnaðurinn næði ekki svo langt. Rennsveitt og skjálfandi staulaðist ég fram að tölvunni, opnaði Baggalút og andvarpaði af feginleik þegar ég uppgötvaði að ég gat skráð mig inn.

Ég veit ekki hvað ég geri ef Gestapó verður lokað í sumar...

   (35 af 43)  
2/12/04 17:02

Hilmar Harðjaxl

Vá...

2/12/04 17:02

Mófreður C. Mýrkjartans

já, nú held ég að þú verðir að fara að endurskoða líf þitt.

2/12/04 17:02

Smábaggi

Þetta kallast "pófarir" og gera yfirleitt vart við sig hjá fastagestum um mánuði eftir skrásetningu. Þú verður að lifa við þetta eins og við hin.

2/12/04 17:02

Smábaggi

"Mánuð" vil ég meina, ekki "mánuði". Helvítis málfræðivillur.

2/12/04 18:00

Hexia de Trix

*Knúsar Tinu fyrir að hafa dreymt sig*

2/12/04 18:00

Þarfagreinir

Eitt orð, Tina: Afvötnun.

Ég hélt að ég væri forfallinn ...

2/12/04 18:00

Amma-Kúreki

Þú hefur stolist í pilluglösin hanns Vímusar
stelpuskjóðan þín

2/12/04 18:00

Sundlaugur Vatne

Vesalings stúlkan, þetta hefur verið hræðileg lífsreynsla, frk St. Sebastian.

2/12/04 18:00

Steinríkur

Að missa aðgang að gestapó - Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt...

2/12/04 18:01

Montessori

Nei, nei, nei, ekki missa trú á þér, því ölvun og áfengi í draumi boðar úrkomu. Þessi draumur væri fagnaðarerindi á tælenskum hrísgrjónaökrum og þú gerð að regngyðju.

2/12/04 18:01

feministi

Dreymir þig þá ekki um feminista?

2/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Tina mín velkomin í hópinn.

2/12/04 18:01

Finngálkn

Þig er farið að dreyma mig í formi martraðar - ohh... je baby... give it to me hard!!!

2/12/04 18:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hvernig ætti nokkurn að geta dreymt þig í öðru "formi", Gálkni minn?

Jahá, þetta er alltsaman ansi kostulegt. Í barnæsku dvaldist ég oft heilu & hálfu dagana í berjamó, þegar þannig stóð á. Ég var sumsé háfgerður berjamó-fíkill sem krakki, enda ekki margt við að vera annað. Þegar ég svo lokaði augunum á kvöldin fór mig umsvifalaust að dreyma stórar breiður af krækiberja- & bláberjalyngi, enda búinn að hafa það fyrir augunum mestallan daginn.
Með aldrinum hefur þetta svo yfirfærst á alla mögulega hluti sem ég er að fást við í miklum törnum, & hefur það m.a.s. hent mig eitt skipti að dreyma Baggalútssvæðið.
Ekki gekk það þó svo langt að mig dreymdi holdgerð hliðarsjálf gestaspóanna, heldur runnu síðurnar, einkum kveðskaparþræðirnir, fyrir hugskotssjónum mér í sífellu.
Þannig var nú það...

2/12/04 18:01

Finngálkn

Daginn sem mig dreymir Gestapóa verður dagurinn sem þeir munu deyja sökum blíeytrunar

2/12/04 18:01

voff

Skrýtið, mig dreymdi haglabyssur og uppvakninga í nótt. ... Eða ég held það hafi verið uppvakningar. Þó ekki viss.

2/12/04 18:01

Hexia de Trix

Einu sinni dreymdi mig í html-i. Það var hræðilegt, því í draumnum var ég að rembast við að breyta html-kóðanum í almennilegan draum. Aldrei aftur html!

2/12/04 19:00

Hermir

Já en ég er ekki í ritstjórn?!?

Þúrt klikk.

2/12/04 19:01

s1ndr1

Stakkels, ég vona að mig dreymi nú aldrei svona ílla.

2/12/04 20:00

kolfinnur Kvaran

Hugsaðu frekar um alla gleðidraumana sem þig dreymir um mig...

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006