— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/04
Skot

Skot eru fullkomlega heilbrigð dægradvöl, og hvetja til notkunar ímyndunaraflsins, en því miður endast þau aldrei.

Nú hef ég lengi haft þann sið að verða "skotin" í einhverjum, þó ekki nema til þess að hafa einhvað að gera. Á meðan skotið varir er hægt að spinna upp langar og ítarlegar sögur um tælingar, fyrstu kossa, samtöl, og auðvitað kynlíf. Nú ber svo við að mér tekst bara ekki að verða skotin í neinum. Þeir sem ég var skotin í eru "búnir", og þeir sem ég hef kynferðislegan áhuga á eru einfaldlega ekki nógu áhugaverðir til að ég nenni að hafa fyrir því. Þá sjaldan að ég kynnist nýju fólki eru það yfirleitt kærastar/kærustur vina eða kunningja, og eins og allir vita er alveg ómögulegt að vera skotinn í slíkum fyrirbærum.
Óhægt er að verða skotin í einhverjum hér á Baggalút, þar sem allir ganga undir dulnefnum, og gætu hæglega reynst náskyldir mér, nú eða lofaðir einhverjum kunnugum.
Þrátt fyrir það hef ég nú valið einn einsakling úr hópi Bagglýtinga, og tilkynni hann hér sem nýtt skot. Til að vernda saklausa er nafnið ekki birt.

   (39 af 43)  
1/12/04 21:01

Nornin

Sammála ofangreindu *flissar* Það er meinholt að vera skotin í einhverjum. Manni líður svo passlega vel/illa og allt lífið verður svo mikið áhugaverðara!! Nú er ég t.d. búin að vera á Gestapó í rétt rúma 2 mánuði og hef náð því að verða "skotin" í amk 4 Bagglýtingum!!
Merkilegur andskoti hvað hið ritaða orð getur haft mikil áhrif á mann *roðnar niðrí sokkaleista*
Ég er einmitt skotin í einum eins og stendur... gef heldur ekki upp nafnið... því þá hættir þetta að vera gaman!!

1/12/04 21:01

Limbri

Nú þegar Vamban birtist ekki mikið hér upp á síðkastið tel ég nokkuð víst að þessum skotum séu beint að mér.

Ég þakka heiðurinn en verð að hryggja ykkur að ég er frátekinn. Því miður stúlkur.

-

1/12/04 21:01

Ívar Sívertsen

Ég er víst bundinn við önd þannig að ég er út úr myndinni...

1/12/04 21:01

Tina St.Sebastian

En ef ég stend á öndinni? Nei, það er hvorugur ykkar, þó þið séuð báðir voða yndislegir

1/12/04 21:01

Þarfagreinir

Hmm ... er þetta semsé einhver annar en Vladimir Fuckov?

1/12/04 21:01

litlanorn

ó hvað ég er sammála þessu. fátt er jafnleiðinlegt og skotleysið.
ég veðja á z.natan!

1/12/04 21:01

Skabbi skrumari

Ég ætla ekki að gerast svo hégómagjarn að halda að það sé ég... en jú skot hafa gerst og gerast enn á Gestapó sem og annars staðar...

1/12/04 21:01

Heiðglyrnir

Hér er engin saklaus Tina mín, þannig að ekki þarf að vernda neinn, opnaðu þig stelpa, lát heyra.

1/12/04 21:01

Ívar Sívertsen

BANG

1/12/04 21:01

Tina St.Sebastian

Þetta með Vladimir er bara vegnaþess að ég er veik fyrir Otto Flick. Sá sem hér um ræðir er óttalegur sakleysingi.

1/12/04 21:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hégómagirni minni eru engin takmörk sett.
[Málar skotskífu á ennið á sér].
Get þó ekki verið viss...
[gengur um gólf & hugleiðir aðferðir tilað ryðja
hugsanlegum kvenhylliskeppinautum úr vegi]
...

1/12/04 21:01

Þarfagreinir

Sakleysingi?

Þá er þetta bauv!

1/12/04 21:01

Tina St.Sebastian

Bauv? BAUV?! Viðurkenni það að bauv er sakleysingi, en það væri svipað og að tæla hamstur! (og nei, það er ekki Hóras heldur) Er þetta ekki efni í nýjan leik? "Hverjum erTina skotin í?

1/12/04 21:01

Skabbi skrumari

"Óttalegur sakleysingi"... nú þorir maður ekki að giska af ótta við að móðga einhvern... hef þó tvo grunaða...

1/12/04 21:01

feministi

Er viðkomandi smáfróður?

1/12/04 21:01

B. Ewing

Ég hef lítið til saka unnið hér [labbar í hringi og flautar sakleysislega]

1/12/04 21:01

Heiðglyrnir

Jæja elskurnar nóg komið af pukri, sýnist stelpan vera búin að koma upp um sig , það er bara einn hér sem hefur ekki verið vísað frá, og hann er með skotskífu á enninu. En gaman væri að heyra hverja Skabbi hefur grunaða.
Í sveitaskólanum mínum í gamla daga uhuh stofnaði Riddarinn sannleiksfélagið eina inngöngu skilyrðið var að viðurkenna hverjum maður var skotin í, ótrúlegt en satt, viku seinna voru allir komnir í félagið. Og Riddarinn gat farið að íhuga hverja honum leist best á af þeim sem hann völdu. Mergjað.

1/12/04 21:01

Tina St.Sebastian

Ekki Znatan heldur *glottir*

1/12/04 21:01

Órækja

Þetta er klárlega efni í nýjan leik "í hverjum er X skotinn í". Breytum svo nafni svæðisins í gelgj.is og förum að ganga í fötum aftur.

1/12/04 21:01

Nornin

NEI!!! það getur enginn fengið mig til að ganga í fötum!!!

1/12/04 21:01

Þarfagreinir

Ég ætla bara að búa til þennan leik hér með.

1/12/04 21:01

Finngálkn

Ha, ha rykföllnu skarfar. Nú er Baggalútur ekki aðeins útibú huga heldur líka einkamála... svona getur sköpunarverkið komið aftaná mann...

1/12/04 21:01

Hexia de Trix

Ég legg til að allir Bagglýtingar verði skotnir í a.m.k. 3 öðrum Bagglýtingum, óháð því hvort fólk er "frátekið" í raunheimum eða ekki. Smávegis daður er bara til góðs... *Fer að leita að bókinni "Súperflört"*

1/12/04 21:01

Þarfagreinir

Ein niðri, tvær til að fara. Læt vita hvernig restin gengur.

1/12/04 21:02

Nafni

Þetta er alveg nýr vinkill. Annars var belglegg feministu alveg meiriháttar "smáfróður" ég mun seint gleyma þessum.

1/12/04 21:02

Steinríkur

*roðnar*

Hafði Repo Man svona mikil áhrif á þig?

1/12/04 22:00

kolfinnur Kvaran

Alltaf er maður skilinn útundan í svona málum.. maður fær aldrei að vita *dæsir og lítur mæðulega út um gluggann*

1/12/04 23:01

Tina St.Sebastian

HVERJU ER ÉG BÚIN AÐ KOMA AF STAÐ!?

1/12/07 12:01

Álfelgur

[Stofnar einstaklega laumulegann laumupúkaþráð]

HAHA HAHA HAHA HA HA!!

Hér finnur mig enginn!

1/12/07 14:01

Álfelgur

Leyni leyni leyni...

2/12/07 23:02

Andþór

[Bang]

4/12/07 09:01

Tigra

Ég var að grafa upp leynilegar upplýsingar um Álfelg!
Mwhahahaha!

4/12/07 10:02

Tigra

Fleiri leynilegar upplýsingar en þær sem koma fram hér á þræðinum meira að segja!
[Glottir]

4/12/07 10:02

Álfelgur

Kúkur og piss!

4/12/07 11:00

Andþór

Svona svona.

4/12/07 14:02

Álfelgur

Djöfull var ég góð með mig hérna... jæja eyði eyði eyði... lallalallarei!

9/12/07 22:00

Wayne Gretzky

Kúkur og piss!

31/10/07 19:02

Tigra

Ræ ræ ræ...

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006