— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/04
Nýtt útlit

Eftir viðamiklar rannsóknir og gúglun fann ég loks mynd sem kemur skapferli mínu og þokka sæmilega til skila. Vil ég koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem gerðu þetta mögulegt; Sam Kieth, Larry Page, Sergey Brin ogauðvitað Enter. Ég lofa að nota þig í framtíðinni.

   (40 af 43)  
1/12/04 19:01

krumpa

Mun betra! Virðist líka hæfa karaketernum...

1/12/04 19:01

Heiðglyrnir

Það er komin ný fegurðardís á Baggalút...flott mynd.

1/12/04 19:01

Sundlaugur Vatne

Þar sýndi hún sitt rétta andlit!

1/12/04 19:01

Nornin

Skemmtilega mikið þú Tina.

1/12/04 19:01

Þarfagreinir

Sammála öllu ofangreindu.

1/12/04 19:01

Kuggz

31337

1/12/04 19:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jamm!

Myndin gaml´ á bak & brott.
Birtir ´ún þessa, nýju, fínu.
Nú er útlit ansi gott
á ´enni Sankti Tínu.

Já, & svo er nafnið líka viðkunnanlegt, góður strúktúr í því. Velbekom.

1/12/04 19:01

Ísis

Flott mynd og velkomin á Lútinn Tina (zerogirl) ;)

1/12/04 19:01

Mosa frænka

Góð mynd og töluvert minna ruglandi. Til hamingju og velkomin.

1/12/04 19:01

Finngálkn

Fuckin Skank!

1/12/04 19:01

Tina St.Sebastian

takk öll...og finngálkn fær aukastig fyrir að minna mig á rætur mínar.

1/12/04 19:01

Limbri

Já ertu svo dama eftir allt saman, ég er svo aldeilis hlessa.

-

1/12/04 20:00

Skabbi skrumari

Hvað varð um hann Tina minnn? Segi svona og til hamingju með myndina...

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006