— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/12/04
Þriðjudagur

Skítt með mánudaga, þriðjudagar eru lítið skárri...

Þessi þriðjudagur ætlar að reynast óhemjuleiðinlegur, eins og svo margir þriðjudagar eru, nema hvað, venjulega renn ég ekki á rassinn á þriðjudögum. A.m.k. ekki um hábjartan dag, edrú, á leið í strætó. Flestir þriðjudagar fela heldur ekki í sér heimsókn á hina afburða-ömurlegu pyntingastofu sem í daglegu tali nefnist "Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins," þó auðvitað komi það stundum fyrir.
Þessi þriðjudagur lætur sér þó ekki nægja að demba þessu yfir mig, heldur passar hann að ég sé vansvefta, soltin og sígarettulaus, blankari en spariskórnir hans afa, og eftir að hafa gengið vendilega úr skugga um að ég sé auk þess með batteríislausan síma...sendir hann mig niður á féló til að fylla út blaðadrasl. Þar lendi ég á félagsRÁÐGJAFA (ó já, hástafirnir eru nauðsynlegir) sem er -eins og aðrir félagsRÁÐGJAFAR -með svör við öllu. Hennar ráðgjöf fólst í því að senda mig til læknis,þar sem "ég leit ekkert alltof vel út" og læknirinn aftur á móti ætlaði að kippa því í lag með því að skrifa upp á lyf frir mig, sem ég nota bene á ekki fyrir. Takk, takk.
Eftir nokkrar mínútur röltir hér inn manneskja sem er þeim sérstaka hæfileika gædd a taka öllu sem ég segi sem "gríni" hvur fjandinn sem það nú er! Málið er bara að hún er gersamlega óþolandi...ja...umhverfisslys. Átta tonn af meiki, nokkrir lítrar af ilmvatni (eins og þessu sem amma þín notar), föt ætluð á tíu ára börn (þó hún sé að verða fertug), og þessi skræka rödd. Nú er skrækar raddir allt í lagi út af fyrir sig, en þegar þeim er beitt til þess eins að ÝLA yfir einhverju sem ég segi sem er "bara svoooo fyndið" og sníkja af mér sígarettur og kaffi...þá gríp ég til minna sterkustu stríðstóla; kaldhæðni og -ef það dugar ekki- hreinskilni! En sá galli er á gjöf Njarðar að hún býr yfir einu vörninni sem til er gegn þessu annars frábæra gereyðingarvopni; YFIRÞYRMANDI HEIMSKU!
Dæmi;
Ég:
"Þú ert ljót, heimsk belja með greindarvísitölu á við tóman kveikjara. Ó, og svo er viðbjóðsleg lyt af þessu slori sem þú kallar ilmvatn."
Hún:
"Æ, Tina, þú ert svo æðisleg, þú segir alltaf það sem þér finnst. Hííííííííííhíííííhíííhíhííííííííííííí!"
Ég:
"Já, og núna finnst mér að þú eigir að drulla þér út og hætta að þykjast vera edrú, þegar þú getur varla staðið á löppunum og augun í þér líta út eins og þú hafir notað bloody-mary-mix fyrir augndropa!"
Hún:
"Þessvegna fíla ég þig,þú ert alltaf svo hreinskilin. Híííííííííhíííííhííííhííhííííííí!"

Yfirleitt deyr hún, en stundum læt ég mér nægja að sparka duglega í hausinn á henni og sprauta klór inn í eyrun, í von um aðlosastífluna sem myndast hefur milli eyrna og heila. Það hefur ekki dugað enn.

Semsé, ömurlegur þriðjudagur, mér er illt í hendinni og mig langar í bjór og lúxussamloku. En neiiiii....

   (41 af 43)  
1/12/04 18:01

litlanorn

almáttugur. ég skal splæsa á þig kaffi ef þú mætir á kaffihúsið mitt.

1/12/04 18:01

krumpa

Samhryggist innilega! Er samt hrædd um að allir eigi svona vini...Hvað félagsráðgjafana varðar þá fá þeir allir skírteinin sín úr kornflekspökkum.

1/12/04 18:01

Finngálkn

Hei! - Er til annað svona eintak af sveitaómaga eins og mér á Baggalút? - Djöfull þekki ég þessar helvítis píslir sem þú talar um og eiga að heita dagar... Ef þú ert í vafa um áframhaldandi vesæld - þá fer þetta bara versnandi. Eins og Súkkat sungu og nutu liðsinnis Meistara Megasar "það er vont bara fyrst, svo versnar það stöðugt, loks verður það djöfullegra en orð fá lýst!" - sem eru sko orð að sönnu. En mér vitanlega birtir nú alltaf til inná milli.

1/12/04 18:01

Ívar Sívertsen

Ef maður á vini eins og þennan þá þarf maður ekki óvini... NO OFFENCE! Taktu því rólega út vikuna, sæktu um nokkur störf og reyndu eftir besta megni að hafa það gott!

1/12/04 18:01

Finngálkn

Annars kanntu að skrifa íslensku. Líst vel á svona raunsæis reiðilestur.

1/12/04 18:01

Heiðglyrnir

Úff Tina mín , ekki er neitt skrýtið eftir þessa lesningu, að þú sért ekki með hressasta móti á þessum blessaða þriðudegi. Ó að maður kynni nú einhver töfraráð þér til hjálpar, Ef að þú veist um eitthvað sem við getum gert og erum svo illa hugsandi að við föttum það ekki láttu þá vita, ef ekki þá getur þú verið alveg viss um að við sendum þér öll hlýja strauma, jafnast ekki á við tóbak eða kaffi en vonandi telst þó einhvers virði.

1/12/04 18:01

Ísis

Elsku Tína mín, þessir píslardagar þínir eru senn á enda, enda sé ég að þú ert orðin gildur félagi í Kommúnistaflokknum. Við munum reyna eftir fremsta megni að bæta líðan þína og finna handa þér starf hið snarasta. Hvað félagsRÁÐGJAFANA varðar; losaðu þig við þá!
Ekki er heldur þörf á að taka inn gleðipillur, sýngdu heldur Maistjörnuna.

En eitt langar mig að vita, hvaða kona er þetta sem þú lýstir þarna svona snilldarlega? -ég er ekki að biðja um nöfn, einungis félagsleg tengsl milli ykkar.

1/12/04 18:01

Tina St.Sebastian

Hún er frænka frænku minnar, fyrrverandi nágranni minn og kunningi mömmu...hér myndi ég setja ullukarl ef ég stundaði slíkt...

1/12/04 18:01

Kuggz

Ef þú trainar fleiri skilla, kemstu kannski í almennilegt guild... annars ef þú ætlar að chaina í féló, borgar sig að hafa tanka gegn ráðgjöfunum.

1/12/04 18:01

Tina St.Sebastian

ef ég bara vissi hvað þú ert að tala um...

1/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Hver er þýðandi og þulur í kvöld?

1/12/04 19:00

Heiðglyrnir

Já Hann Kuggz hefur all sérstakt tungutak, en ef að við reynum að snara þessu, þá yrði það á þessa leið:

Ef þú menntar þig til frekari starfa, hefur þú möguleika á að komast í góða starfstétt, en ef að þú ætlar að hafa meira við Félagsmálstofun að sælda þá skaltu vera vel brynvarin gegn ráðgjöfunum.

Fín nýja myndin Tina.

1/12/04 19:01

Tina St.Sebastian

Takk...fannst hann Hugh ekki alveg nógu líkur

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006