— GESTAPÓ —
Blíða
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/04
Nágrannablús...

Sumt fólk ætti bara ekkert að kaupa sér íbúð í blokk...

Nágrannar eru hið besta mál. Alltaf hægt að banka uppá þegar maður á ekki mjólk eða sykur nú eða kíkja í kaffi og spjall þegar börnin eru komin í rúmið. Þ.e. ef maður á góða nágranna. Ekki þegar maður á nágranna frá helvíti. Sem leiðir hugann að þeirri spurningu, hvernig dettur fólki sem býr í blokk í hug að það geti hunsað allar reglur, skrifaðar sem óskrifaðar, um mannleg samskipti og hegðun og vaða svo um með yfirgangi og frekju þegar þeim hentar?
Eins og það skipti miklu máli hvort mottan fyrir framan hurðina á 2. hæð til vinstri sé of stór (já, ég á nágranna sem gerir athugasemdir við of stórar mottur) nú eða þegar það lak soldið stór olíupollur á bílaplanið (ég hélt að kellingin myndi fara út með skrúbb þegar hún var búin að tuða um þetta við alla sem hún mætti á stigaganginum). Börnin í blokkinni þurfa svo helst að læðast með veggjum, annars er kvartað yfir hávaða og foreldrar fá fyrirlestur um það að börn eigi að sjást en ekki heyrast. Sameiginlega þvottahúsið okkar er svo bara kafli út af fyrir sig.
Ég þoli ekki þetta háhestafólk (semsagt fólk sem setur sig á háan hest!), kannski af því að ég skil ekki hvernig rígfullorðnu fólki dettur í hug að það geti stjórnað öllu og öllum í kringum sig. Stundum dettur mér í hug að maður ætti kannski bara að vorkenna þeim, en svo hugsa ég: fólk sem er komið yfir miðjan aldur og tuðar og tuðar yfir öllu sem það sér og horfir bara á heiminn gegnum sín svartsýnisgleraugu er bara ekki vorkunnarvert.
Nýja stefnan mín er svo að vera bara góð við þau. Kill them with kindness. Brosa að bullinu í þeim og tala við þau eins og þau séu 10 ára og viti bara ekki betur. Það virkar...

   (5 af 7)  
2/12/04 02:01

vill eighver spjalla

það er rétt að gera svoleis

2/12/04 02:01

Steinríkur

Jájá - þetta var ágætis pistill hjá þér... Viltu Ópal?
*Klappar Blíðu föðurlega á kollinn*

2/12/04 02:01

Lómagnúpur

Kynslóðirnar hafa mismunandi hugmyndir um tillitssemi og kurteisi. Allir eiga að vera góðir.

2/12/04 02:01

Nornin

Fínn pistill og ég er alveg hjartanlega sammála. Ef þú getur ekki búið í því samfélagi sem blokkir eru þá áttu að flytja! Ekki vera með stanslaust vesen og tuð, það skemmir fyrir öllum.
Ég bjó einu sinni í blokk. Ég var svo ótrúlega heppin með nágrana að ég held sambandi við þau þó að það sé heilt ár síðan ég flutti burt!

2/12/04 02:01

Limbri

En er sá sem þolir ekki að búa í blokkinni sá sem ætti að flytja... í þessu tilviki þú ? Freka fólkið er kannski mjög ánægt í "sinni" blokk, þar sem það kemst upp með hvað sem það vill.

Mitt svar er, láttu þau heyra það, flyttu í burtu eða sættu þig við þetta. Að ætla að leiða þetta framhjá sér hljómar sem alltof mikil vinna.

p.s. vel skrifað félagsrit og vandað. Takk fyrir það.

-

2/12/04 02:01

hundinginn

Blíða. Viltu gera svo vel og þrýfa útidyrnar. Bölvaður sóðaskapur er þetta!

2/12/04 02:02

Tinni

Maður er alveg hættur að sjá húsmæður í köflóttum eldhúskjólum og með skuplur um höfuðið hengja út þvott á snúrur með klemmur í kjaftinum...

2/12/04 02:02

Fíflagangur

Það er ráð að halda brjálað svallpartí 4 daga vikunnar í svona hálft ár. Eftir það gerir engir athugasemd við neitt.

2/12/04 02:02

kolfinnur Kvaran

Ekki láta gamlar kellingar vaða yfir alla með dónaskap. Þú ert Bagglýtingur, þú átt að geta látið hana heyra það!

2/12/04 04:01

feministi

Það er einföld lausn á þessu Blíða mín. Þú safnar einfaldlega meirihluta á húsfundi til samþykkja formlega að lausaganga á börnum verði leyfð í blokkinni Þinni.

2/12/04 05:01

Blíða

Þakka ykkur fyrir hughreystingu og góð ráð, aldrei að vita nema maður reyni partíhugmyndina hans Fíflagangs, það hljómar allavega skemmtilega!

Blíða:
  • Fæðing hér: 22/12/04 11:03
  • Síðast á ferli: 13/5/05 02:22
  • Innlegg: 0
Eðli:
Blíð og góð...
Fræðasvið:
Hitt og þetta, aðallega hitt... Sérfræðingur í notkun þrípunkta...
Æviágrip:
Fædd á fyrri hluta seinni hluta seinni hluta síðustu aldar. Gerir ráð fyrir að lifa vel fram á fyrri hluta seinni hluta þessarar aldar en mun að sjálfsögðu lifa að eilífu í minningunni...