— GESTAPÓ —
Blíða
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/12/04
Gagnrýni um útvarpsþátt...

Guðlast, segi og skrifa: guðlast!

Í raunheimum er ég áhugamanneskja um góða tónlist en vegna aðstöðuleysis annars vegar og fjárskorts hins vegar get ég ekki keypt alla þá tónlist sem mig langar í né náð í hana af netinu.
Hins vegar reyni ég að kynna mér það sem ég hef áhuga á og forgangsraða diskakaupunum þannig að ég á bara diska sem er bráðnauðsynlegt að eiga. Eins og t.d. Pink Floyd. Pink Floyd er ekki bara hljómsveit, sagan á bakvið hljómsveitina er nánast jafnmikilvæg og tónlistin sjálf og af því leiðir að ef maður fílar Pink Floyd er nánast allt sem viðkemur þeim með ákveðinn gæðastimpil. Ef maður hittir svo annað fólk sem hlustar á Pink Floyd (og veit yfir höfuð eitthvað um tónlist) þá gerir maður ósjálfrátt ráð fyrir því að þar sé á ferð gott fólk sem kann að meta góða tónlist og djúpar pælingar.
Þess vegna bar ég miklar væntingar í brjósti til plötusnúðadúettsins Pink og Floyd sem eru með þátt á Xfm um helgar auk þess að spila á skemmtistöðum borgarinnar.
Ég var sem sagt að keyra á föstudagskvöldið og þar sem ég skipti nánast bara milli Xfm og Rásar 2 þá lenti ég á þætti þeirra félaga Pink og Floyd svo að ég ákvað náttúrulega að tékka á þessu og ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum.
Þetta eru einhverjir flissandi smástrákar sem lesa Séð og heyrt og spila misgáfulega tónlist milli þess sem þeir stama út úr sér staðreyndavillum um flytjendurna. Ef þeir ætla að vera í útvarpinu á þessu hnakkaplani geta þeir bara skipt um nafn, (sjáið þið ekki fyrir ykkur auglýsinguna: „Duran & Duran á Gauknum…” eða „Plötusnúðadúóið ‘N og Sync á Pravda í kvöld…”).
Ef þeir ætla virkilega að standa undir þessu nafni þurfa þeir að gera eitthvað róttækt í sínum málum, t.d. bara það að kynna sér eitthvað meira en Kiss og one-hit-wondera frá 9. og 10. áratugnum myndi strax vera framför.

Ég hlustaði ekki á allan þáttinn og er þ.a.l. bara að dæma út frá því sem ég heyrði. Kannski var það líka rangt af mér að gera kröfur um frammistöðu og tónlistarþekkingu á frjálsri útvarpsstöð á Íslandi, það hefur alla vega farið lítið fyrir því hingað til… Jæja, niðurstaðan er alla vega sú að ég kem ekki til með að hlusta á þá ótilneydd aftur (nema kannski í veikri von um að ég hafi rangt fyrir mér).

   (1 af 7)  
2/12/04 16:01

Smábaggi

Ég hvet þið til að [hóstar] tónlist af netinu. Ekkert að því.

2/12/04 16:01

Blíða

Ég myndi sko fegin hósta tónlist ef ég gæti, ég er bara með minn aðalnetaðgang í vinnunni eins og er og það er nú ekkert vel séð að maður hósti mikið þar, en það stendur nú til bóta, verð vonandi komin með almennilega heimatengingu á vormánuðum

2/12/04 16:01

Sundlaugur Vatne

Það er vissulega til skammar, Blíða mín, hvað ljósvakamiðlarnir eru metnaðarlausir og hvílíku efni er dembt yfir okkur. Að maður tali nú ekki um ómótaðað og grandvaralaust undviðið.

2/12/04 16:01

Blíða

Jú jú Sundlaugur minn, er þá skemmst að minnast frammistöðu Gettu betur liða sem voru spurð um tónlist sem var vinsæl þegar liðsmenn voru sirka að byrja í grunnskóla og enginn vissi rétt svar. Þetta endalausa topp 40 garg (sama um hvaða tónlistarstefnu er að ræða) er að drepa niður alvöru tónlistaráhugafólk, börn nútímans eru mötuð út í eitt og það sem verra er, þau láta mata sig...

2/12/04 16:01

Tina St.Sebastian

Ég mæli þá bara með Popp- og Rokklöndunum hans Óla Palla. Svo eru þeir sumir ágætir á Radíó Reykjavík.

2/12/04 16:01

Nornin

En Radíó Reykjavík er náttúrulega ekki til eins og er... Er það nokkuð?

Pink og Floyd eru því miður dæmigerðir fyrir þá lensku sem tíðkast í útvarpsmennsku á Íslandi. Heilalausir fábjánar að stama upp kúlinu og reyna að koma þessum endalausu playlistum að í einhverjum þáttum [verður reið]
Eini maðurinn í Íslensku útvarpi er Óli Palli... Nei og kannski Guðni Már... og einhverjir fleiri... skömm að þú þurfir að vinna hjá RÚV til að hafa snefil af metnaði...

Enda hlusta ég sjaldan á útvarpið nú orðið... það er einfaldlega ekki pirringsins virði.

2/12/04 16:01

Blíða

Óli Palli, Andrea Jóns, og Dr. Gunni. Þetta er útvarpsfólkið sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra. Dr. Gunni er meira að segja það góður að hann fær að vera með tónlistarþátt á talmálsstöð og geri aðrir betur! Guðni Már og Freyr í Popplandinu eru líka góðir, þótt þeir standi fyrrnefndum aðeins að baki þá eru þeir þúsund sinnum betri en playlistapakkið.

2/12/04 16:01

Mófreður C. Mýrkjartans

Ágætu útvarpshlustendur. Í ræðu og riti hafið þið nú farið víða um lendur áheyrnar ljósvakamiðla og niðurstaða virðist komin í málið. Sammála er ég ykkur. En það vantar samt útvarpsstöð sem spilar bara skemmtilega tónlist. Rás 2 á það til að spila of mikið af froðu og slefi en inn á milli er þar ágætis efni. Ég legg til að meðlimir Gestapó stofni sína eigin útvarpsstöð þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi.

2/12/04 16:01

B. Ewing

Ég verð að taka undir með ykkur, Rás 2 ber höfuð og herðar yfir aðra hvað tónlistarumfjöllun og tólistarval almennt varðar. Það vantar frumvarp á Alþingi sem bannar útvarpsstöðvum að notast við spilunarlista (playlista) að hærra hlutfalli en 15%. Restina á að vera á ábyrgð umsjónarmanns/konu þáttarins. Þannig myndi grisjast út þetta heilalausa sí-Byl(g)juspilunarfólk út af öllum rásum og fólk sem virkilega veit eitthvað um tónlist og hefur hæfileikann til að miðla þekkingu sinni og taka við óskalögum hlustenda án þess að segja "Því miður, það er ekki í tölvunni.." kæmist að í staðinn.

2/12/04 16:01

Nafni

"We call it riding the Gravy train"

2/12/04 16:01

Lómagnúpur

Afsakið, ég hélt að þetta snérist um útvarp, en svo sé ég að allir eru að tala um tónlist. Vitleysa er þetta.

2/12/04 17:00

Hermir

Jah, Prince var tekjuhæsti tónlistarmaður ársins 2004... svo það segir eitthvað um hvað útvörpin eru að smita út frá sér.

Ég hlusta bara á sérvalið efni, kryddað og maukað af fagmönnum.

Blíða:
  • Fæðing hér: 22/12/04 11:03
  • Síðast á ferli: 13/5/05 02:22
  • Innlegg: 0
Eðli:
Blíð og góð...
Fræðasvið:
Hitt og þetta, aðallega hitt... Sérfræðingur í notkun þrípunkta...
Æviágrip:
Fædd á fyrri hluta seinni hluta seinni hluta síðustu aldar. Gerir ráð fyrir að lifa vel fram á fyrri hluta seinni hluta þessarar aldar en mun að sjálfsögðu lifa að eilífu í minningunni...