— GESTAPÓ —
Gvendur Skrítni
Fastagestur.
Dagbók - 3/11/03
Ég sendi Enter póst í dag

Kæra dagbók.

Jæja, þá er það frá, ég sendi Enter póst áðan, vonandi trufla ég hann ekki um of í jólamatsfrensíinu.
Það verður forvitnilegt að vita hvaða afleiðingar þetta mun hafa. Verst að hafa ekki getað fundið betri mynd. Sumir munu líklega leggja saman tvo og tvo, eða einn og einn og svo tvo í viðbót að ógleymdum einum ógleymanlegum. Sumir eru auðvitað búnir að því nú þegar, þeir þurfa ekki að hræðast sannleikann.
Spurning hvort maður fái skömm í hattinn eða hrós fyrir vasklega framgöngu. Eitt er víst að einhver leyndarmál munu stíga fram í dagsljósið, hvort sem fólki líkar betur eða verr, kannski ekki þau al myrkustu en það má þó vel vera. Það er allavega ekki aftur snúið úr þessu.
Þetta ku vera hollt og mannbyggjandi að leyfa sálartetrinu að spreyta sig svona berskjölduðu. Illa leikin sál þykir jú þroskuð er það ekki - nú eða bitur, það er kannski ekkert vit í þessu.
Líklega munu sumir þrá gamla mátann aftur svo þeir gætu lifað áfram í blekkingunni en þeim verð ég að tilkynna með tregu hjarta að eftir þetta verður ekkert samt. Nú brenni ég brýr og hegg á öryggisvaðinn, megi mér vegna vel - ellegar hljóta verra af.
Hver er ég?

   (11 af 11)  
3/11/03 04:01

Haraldur Austmann

Þú ert Gvendur. Skrítni jafnvel.

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

O já, svo mikið er víst. [Ljómar upp]

3/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

„einn og einn og svo tvo í viðbót að ógleymdum einum ógleymanlegum“ ?

[Starir þegjandi og þungt hugsi út í loftið fullur grunsemda]

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Ef allt verður opinberað þá get ég einungis vonað að mér hlotnist fyrirgefning synda minna, því í einlægni hef ég aldrei viljað nokkrum manni illt.

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

Má skilja sem svo að þú sért sá gestur sem hefur haldið sig til hlés?

3/11/03 04:01

Golíat

Skil hvorki upp né niður og því síður til hliðar.

3/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

[Telur sig núna vita nákvæmlega hvað er að gerast, brosir lítillega og sýpur á fagurbláum drykk]

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Til að forðast allan misskilning er ég eigi hlégestur, né tel ég mig hafa hitt þann ágæta en jafnframt fótfráa mann.

3/11/03 04:01

Hexia de Trix

Ég held ég sé búin að leysa dæmið. Vil þó ekki spilla neinu fyrir hinum sem enn velkjast í vafa, og enn síður gera mig að fífli hafi ég rangt fyrir mér. Svo ég bíð bara róleg.

3/11/03 04:01

Limbri

Já en hvort vegur meira, fíflamerkingin ef þetta er rangt hjá þér eða aðdáun Gestapóa fyrir að hafa getað rétt upp á þessu ?

-

3/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

Þetta er líka spurning um að skemma eigi ráðabruggið með því að ljóstra upp um það...

3/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

Og grunaði ekki Gvend, komin ný mynd af gestinum...

3/11/03 04:01

Limbri

Ef menn hafa hvorki IP-rakningarbúnað né áræðanlegar heimildir varðandi svona laumuleik tel ég ekkert því til fyrirstöðu að leggja fram getgátur varðandi slíkt félagsrit, þar sem menn eru nánast manaðir í ágiskanir.

-

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

Ertu nokkuð sonur hans Páls?

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

Eða kannski BAUV?

3/11/03 04:01

Hexia de Trix

Ívar getur vottað það að ég gat mér rétt til: Ný mynd. Af skrifaranum sjálfum úr kjötheimum, ekki satt?

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Mikið rétt

3/11/03 04:01

Nafni

Má á máli þessu skilja að þú munir halda þig við eitt alteregó héðan í frá?

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Jah, kannski ekki alfarið, en að mestu skulum við vona. Og takk fyrir síðast Nafni!

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

en hvaða alteregó hefur þú þá verið að nota?

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, einhverjir hér þekkja mig kannski úr síðasta hittingi - í það minnsta man ég eftir þér Ívar. [glottir laumulega]
Og þar var ýmsu ljóstrað upp um hvað ég hef verið að bauka hér á Gestapó

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

hmm...

3/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

[Glottir og fær sér kóbaltblandaðan drykk]

3/11/03 04:01

Mosa frænka

[Glottir, en dömulega. Fær sér viskístaup]

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

Ekki segja mér að þú sért...meintur skylmingakappi?

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Neinei, sverðfimi er ekki mín íþrótt, þó svo að ég skilji skírskotunina - líklega er einhver svipur með okkur, enda er nörda áran sterk hjá okkur báðum.

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

ahhaaaa... leyfist mér að nefna ákveðna gerð af efnafræði? er ég þá á réttri braut?

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Ja, sjálfur tengist ég nú meira tölvunarfræði en eitthvert egóanna var afar iðinn við efnasull af ákveðinni sort.

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

nújá...

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

já... þú segir nokkuð... úr ketheimum ertu utan af landi, hefur starfað við akstur og hefur aðeins farið út fyrir landssteinana ekki satt?

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

Ja reyndar er ég alinn upp á landsins gæðum og hef farið til útlanda, en ég hef ekki starfað við akstur - þarna grunar mig að þú haldir að ég sé vinur minn.

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

Ég hef þrengt hringinn verulega... en minni mitt brestur hvað hitting varðar í því tilliti að einhver annar hafi verið að tala mikið um sjálfan sig... hmm... alla vega ekki svo að ég heyrði... en hvað veit ég.

3/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

úff... þetta er erfitt... En ég læt öðrum eftir að finna út úr þessu

3/11/03 04:01

Gvendur Skrítni

[hristist púkahlátri]

3/11/03 04:01

Nornin

Afhverju man ég ekkert eftir þessum umræðum á hittingi?!?!
Man óljóst eftir að Vladimir var að tala eitthvað um erkilaumupúka en í hvaða samhengi er ég ekki viss... *rýkur út um eyrun á henni*

3/11/03 04:01

Tigra

Ég man eftir einum sem var útnefndur laumupúki af Vladimir... ert þú hann?

3/11/03 04:01

Vladimir Fuckov

Það er óneitanlega stórskemmtilegt fyrir erkilaumupúka eins og oss að fylgjast með þessu úr því að vér föttuðum fljótlega hvað er að gerast [Hlær].

Haldi þetta áfram verður líklega ástæða til að gera Gvend skrítna að erkilaumupúka líka - þeim fjórða hér á Gestapó.

Þess má geta að síðasti hittingur dugar eigi til að geta vitað hvað hér er að gerast.

3/11/03 04:01

Nornin

Ég skil... en eitthvað var rætt um laumupúka þar samt.

3/11/03 04:02

Limbri

Ég skil ekki alveg fróunina á bak við svo laumulegt atferli að nánast enginn hafi möguleika á að vita um hvað málið snýst. En svosem gæti verið að ætlunin sé að halda okkur hinum heitum í einhvern tíma og ljóstra svo upp um allt heila klabbið. Maður bíður og sér. (En ekki halda að ég sé að fara að leggja neina vinnu á mig við að fá botn í þetta. Ég er ekki þekktur fyrir að lyfta svo mikið sem litlaputta. Ég fæ menn í vinnu.)

-

3/11/03 04:02

Rasspabbi

Vlad, ég held að það þurfi að hafa gætur á þessum Gvendi. Undir einfeldingslegu yfirborðinu gæti leynst flugumaður sem mun hugsanlega reyna að ráða alla ríkisstjórnina af dögum...

3/11/03 05:00

Ívar Sívertsen

Heyrðu... já... nú veit ég hver þú ert! En ég ætla ekki að segja það!

3/11/03 05:00

Hakuchi

Ég þekki lymskulegt glottið. Seisei Ívar, hvernig gast þú gleymt svona mikilmenni.

3/11/03 05:00

Vímus

Þarfnast þetta frekari greininga?

3/11/03 05:01

Gvendur Skrítni

Já ég er semsagt Coca Cola

3/11/03 05:02

Hakuchi

Ach so, þegar ég sá þennan pistil var komin mynd af þér, sem ég þekkti. Ég geri ráð fyrir því að ágiskanirnar hafi verið í gangi þegar Gvendur var spurningamerki.

Þá er skiljanlegt að Ívar kveikti strax á perunni og bið ég því kappann afsökunar á að hafa ávítað hann fyrir minnisleysi.

3/11/03 05:02

Hakuchi

Ach so, þegar ég sá þennan pistil var komin mynd af þér, sem ég þekkti. Ég geri ráð fyrir því að ágiskanirnar hafi verið í gangi þegar Gvendur var spurningamerki.

Þá er skiljanlegt að Ívar kveikti ekki strax á perunni og bið ég því kappann afsökunar á að hafa ávítað hann fyrir minnisleysi.

1/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Missti af þessu öllu saman, fáum við þá ekki að sjá Kókið og önnur þekkt alteregó framar...

2/12/04 08:01

Gvendur Skrítni

Þau væflast hingað inn endrum og eins

5/12/05 19:00

Tigra

Ég var búin að gleyma þessu.

9/12/05 05:01

Vladimir Fuckov

Hjer er skemmtilegur laumupúkaþráður [Ljómar upp]. Og við hæfi að skála hjer þar eð margumræddur gestur hefur gjröbreyst í nýliðnu sumarfríi. Skál !

9/12/05 18:01

Gvendur Skrítni

Skál! Breystnandi mönnum er breiskt að lifa var það ekki?

10/12/05 03:01

Tigra

Eitthvað svoleiðis.
Skál!

31/10/05 13:01

Gvendur Skrítni

Skál

31/10/05 13:01

Offari

Skál.

1/11/05 06:01

Anna Panna

Skál! Er þetta þráðurinn sem allir eiga að vera að leita að?!

1/11/05 04:00

Tigra

Híhí. Svo er ekki, en ég veit að þú ert búin að finna hann svo að það skiptir ekki máli.

1/11/05 08:02

Tigra

Ég vil benda laumupúkum á að biðja um laumupúkaþráð á árshátíðinni.

2/11/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Jibbý!

2/11/05 11:00

Tina St.Sebastian

Jibbíkóla!

2/11/05 14:00

Jóakim Aðalönd

Jollykóla?

2/12/06 13:00

krossgata

[Væflast hingað]

3/12/06 02:01

Gvendur Skrítni

[Væflast þangað]
Feitletrar

3/12/06 02:01

krossgata

[Klórar sér í höfðinu]

3/12/06 06:02

krossgata

Enginn að laumast í kvöld? Nema ég.

3/12/06 07:01

Carrie

Og ég líka.

3/12/06 09:00

krossgata

Það var í gær

3/12/06 09:00

Gvendur Skrítni

Sjusssh! Það er enginn svefnfriður fyrir ykkur hérna, andskotans laumupúkapískur alltafhreint [Glottir eins og fífl]

3/12/06 09:00

krossgata

[Pískrar]

3/12/06 10:00

Carrie

[Hvíslar]

3/12/06 10:00

krossgata

[Tiplar á tánum]

3/12/06 12:02

Carrie

[Syngur hástöfum ættjarðarljóð]

3/12/06 14:02

krossgata

Er Gvendur vaknaður? [Tekur undir]
Hvar faldirðu nýja, fyrsta laumupúkaþráðinn þinn Carrie?

3/12/06 14:02

Carrie

Það er mitt að vita og ykkar að komast að [Brosir afar laumupúkalega og skálar]

Það er vísbending á flippinu.

3/12/06 15:02

krossgata

Ég var búin að sjá hana, þess vegna spurði ég. [Blikkar Það eru slík opin horn í mörgum ritum. Svo er spurning hvort þau séu í ritinu sjálfu eða orðabelgjum.

3/12/06 16:01

Carrie

EF þú opnar stóra skjalið þá sérðu að eitt félagsritið skilur eftir sig opinn hornklofa, sem hefur mikil áhrif á félagsritin sem eftir koma. [Skál]

3/12/06 16:01

krossgata

Ég skil þig. [Dæsir mæðulega] Ég verð þá að leyfa vafranum að klára að opna.
[Dæsir aftur mæðulega]

3/12/06 20:01

krossgata

Já.... fundið.
[Brosir dularfullu brosi]

3/12/06 21:00

Billi bilaði

[Fer í fýlu yfir að skilja ekkert í þessu ofurlaumi öllu]

3/12/06 21:01

Carrie

[Minnir Billa á þegar hann eyddi öllum stundum á ákveðnum laumupúkaþræði í bundnu máli með öllum laumupúkunum, meðan hún sjálf kvaldist alein frammi í almenning.]

3/12/06 23:01

krossgata

Forsetinn var að tilkynna formlega að 9. mars yrði alþjóðlegur laumupúkadagur.
[Ljómar upp]

4/12/06 00:00

Carrie

Húrra húrra
[Veifar veifu]

4/12/06 00:00

krossgata

[Vinkar vinku]

4/12/06 18:01

Lopi

Núnú. Þabbara verið að laumast?

4/12/06 18:01

krossgata

Ha. Hver! Hvar! Fór einhver fram hjá?

5/12/06 12:00

Billi bilaði

[Minnist þess engan veginn og horfir kæruleysislega upp í loftið]

5/12/06 12:01

Herbjörn Hafralóns

Er þetta enn einn laumupúkaþráðurinn?

5/12/06 13:00

Billi bilaði

Jamm. [Ljómar upp]

5/12/06 20:01

krossgata

Það er nú ekki hægt að tala um þræði, þetta eru heilu teppin.

6/12/06 01:01

Útvarpsstjóri

Skrýtið teppi jafnvel?

9/12/06 05:00

krossgata

Stórskrýtið. [Missir ekki niður lykkju]

3/12/07 09:00

krossgata

[Bætir við]

4/12/07 01:00

Andþór

Viu viu!

4/12/07 06:02

Jóakim Aðalönd

Jibbý!

31/10/07 01:01

Wayne Gretzky

Vúúúúú

1/11/07 12:01

Geimveran

Jibb!

2/11/07 21:02

Geimveran

Til hamingju með rafmælið!

2/11/09 21:02

Texi Everto

Til hamingju með rafmælið!

Gvendur Skrítni:
  • Fæðing hér: 21/12/04 11:24
  • Síðast á ferli: 22/12/09 11:38
  • Innlegg: 248
Eðli:
Hér er ekki að finna stutta umsögn um Gvend Skrítna - áhugasömum er vinsamlegast bent á að afla sér vitneskju annars staðar eins og t.d. í hálfkæringslegu æviágripi Gvendar eða þá í málsgrein fræðasviða Dr. Skrítins. Fólki er einnig frjálst að gera sér í hugarlund hverskonar vitneskju um Gvend Skrítna.
Fræðasvið:
Arfavitlaus hegðun auk innilegrar áráttu til að endurspegla umhverfi sitt - með öfugum formerkjum.
Æviágrip:
Komið þið öll hjartanlega sæl og blessuð,Ég heiti Guðmundur og er af flestum talinn nokkuð gloppótur. Vinir mínir kalla mig Gvend Skrítna, aðrir kalla mig ýmist "Skrítna Gaurinn" eða "Æ, hann þarna - með gleraugun - og dökkt hár". Hvað sem því líður, gaman að hitta ykkur öll, vonast til að falla í hópinnGvendur Skrítni