— GESTAPÓ —
Afturhaldskommatittur
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/05
Pólitík

Kæru félagar,

Mikið er gaman að vera kominn aftur á Baggalút. Hér er jafn gaman að vera og áður.

Hins vegar eru allir gömlu flokkarnir horfnir. Kommúnistaflokkurinn minn, Hreintrúarflokkurinn, og Jafnaðarmannaflokkurinn.

Enginn af þessum flokkum hefur verið stofnaður aftur. Ég hef verið tvístígandi yfir því hvort ég ætti að stofna minn aftur, sérstaklega þar sem hinir hafa ekki verið endurvaktir.

Voru þetta kannski börn síns tíma? Er enginn fótur fyrir flokkadrætti lengur?

Hvað finnst ykkur?

   (3 af 9)  
31/10/05 03:01

Þarfagreinir

Tja, ég er alla veganna orðin friðargæsluliði að nýju, þannig að ég myndi tæpast geta verið með.

31/10/05 03:01

Siggi

ÉG er til í Hreintrúarflokkinn svo jafnvel getur Kristján komið með sérframboð

31/10/05 03:01

Skabbi skrumari

Fyrir þá sem vilja fræðast um Hreintrúarflokkinn þá samdi ég einmitt sálma fyrir hann (sjá félagsritið framhjáhaldið)...

31/10/05 03:01

Nermal

Flokkadráttur? Er það dráttur með flokksbundinni manneskju?

31/10/05 03:02

Offari

Ég held að Barflokkurinn hafi sameiðað allar þessa skoðannir.

31/10/05 03:02

Ívar Sívertsen

Muniði eftir BARA flokknum frá Akureyri?

31/10/05 03:02

Afturhaldskommatittur

Ég gleymdi Barflokknum. En Ívar - ég sé að þú hefur stofnað þennan líka fína flokk. Hafðu þakkir fyrir það.

31/10/05 04:01

Ísafold

Útilokað. Upplýsingar þínar eru rangar. Hér inni eru bara kó-arar. Ég er enginn kó-ari.

31/10/05 04:01

Ormlaug

Það eru engir flokkar - það voru aldrei neinir flokkar.

31/10/05 04:01

Ísdrottningin

hmm fótur fyrir flokkadrætti....
Burt með fótinn félagi svo ekki standi á drættinum.

31/10/05 04:01

Vatnar Blauti Vatne

Gleymið ekki Bændaflokknum. Við tökum vel á móti nýjum liðsmönnum sem vilja eiga þátt í því að efla byggð og atvinnu í sveitum landsins. Í sveitinni liggur grundvöllur menningar okkar

31/10/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Ég myndi vilja stofna Íhaldsflokkinn.

Afturhaldskommatittur:
  • Fæðing hér: 20/12/04 15:33
  • Síðast á ferli: 21/12/08 03:17
  • Innlegg: 155
Eðli:
Alveg hreint gríðarlegur afturhaldskommatittur sem er í afturhaldskommatittsflokki. Hér er ég, herra utanríkisráðherra! Ég styð ekki þitt blóðuga stríð! Ég þvæ hendur mínar af því. Svei þér og þínum skósveinum! Lifi byltingin!
Fræðasvið:
Marxismi, stéttagreining, áróðursspeki, friðarrannsóknir, byltingafræði, endurskoðunarsagnfræði.
Æviágrip:
Ég hef verið tittur alla ævi. Til að byrja með var ég einungis lítill krakkatittur, en svo óx ég úr grasi. Þó hélt ég áfram að vera tittur. Afturhaldseðli mitt bauð ekki upp á annað - ég var kommi og er enn. Því get ég ekki breytt. Því stend ég nú í dag, forkastanlegur Afturhaldskommatittur. Og ég er stoltur af því.