— GESTAPÓ —
Úrsus Akureyrensis
Nýgræðingur.
Saga - 2/11/02
Skrifblokk

Allar persónur sem fram koma í sögunni, fyrsta persóna eintölu þar með talin, eru algjör uppspuni og eiga sér enga stoð í veruleikanum.

Með heilt Marylandkex í munninum (úr brúnum pakka) slökkti ég á öllum skynfærum og velti fyrir mér hvernig ég ætti að hefja skrifin. Bragðið: sætt, með hnetukeim.

<i>"Vertu ekki svona leim," sagði Jóa litla, þriggja ára, við Engilbert bangsa.</i>

Nei, slökkva á öllum skynfærum. Tuggði meira á kexkökunni, hugsaði ekki um bragðið, hugsaði um eitthvað annað hugsaði um jólasveinahúfur. Áferð: mjúk. Litur: rauður.

<i>"Ó John," sagði Mary með andköfum og beit hann í neðri vörina, fékk góðan brúsk af hvítu skeggi með, skyrpti á gólfið.</i>

Opnaði augun. Myrkur. Kveikti ljósið, stikaði um gólf, sparkaði inniskó í vegginn.

<i>Skothvellurinn bergmálaði í húsasundinu og tunglið svipti af sér hulunni og líkami féll andvana á bleksvart malbikið meðan reykurinn leið upp af funheitu byssuhlaupinu, myndaði 's' eins og til að koma upp um morðingjann, en leystist upp og hvarf.</i>

Blés á kertið. Náði aftur í inniskóinn, smeygði mér í hann. Hellti upp á kaffi. Hlammaði mér aftur í stólinn, renndi mér upp að skrifborðinu. Starði á skjáinn. Andvarpaði. Hóf skriftir.

<i>Einu sinni var hestur. Hann hét Skjóni.</i>

   (2 af 6)  
Úrsus Akureyrensis:
  • Fæðing hér: 14/8/03 12:34
  • Síðast á ferli: 30/12/10 17:32
  • Innlegg: 0
Eðli:
"Ég er friðlausi fuglinn,
sem fæddist með villtri þrá,
sem elskar heiðingjans himin
og hamrafjöllin blá."
Fræðasvið:
Engilsaxneska, tungutækni
Æviágrip:
Úrsus Akureyrensis tók sér upp sitt latneska fræðiheiti þegar hann fluttist suður á land til að stunda nám við Háskóla Íslands. Þar hefur hann nú þegar lokið B.A. prófi í engilsaxnesku, og stefnir nú á meistarapróf í tungutækni.