— GESTAPÓ —
Úrsus Akureyrensis
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/11/02
Led Zeppelin - BBC Sessions

Led Zeppelin upptökur úr hljóðveri BBC

Ég hlusta einkum á klassískt rokk, en einhverra hluta vegna hafði ég aldrei komist inn í stílinn hjá þeim Zeppelínmönnum. En fyrir næstum ári síðan fjárfesti ég í þessarri tvöföldu plötu, og því sá ég alls ekki eftir skal ég segja ykkur. Þvílík snilld, þvílík tilþrif, þvílík innlifun! 'Live' eru Zeppelínmenn í essinu sínu, allar plöturnar þeirra hefðu átt að vera svona. Reyndar er útgáfan af Stairway to Heaven ekkert til að hrópa húrra fyrir, en í staðinn koma lög sem ég hafði sjaldan eða aldrei áður heyrt, glænýjar uppgötvanir.

Hér fylgir lagalistinn og mín stjörnugjöf fyrir hvert lag (í þeirri útgáfu sem er á disknum):

<b>Fyrri diskur</b>
1. You Shook Me *****
2. I Can't Quit You Baby *****
3. Communication Breakdown ***
4. Dazed and Confused *****
5. The Girl I Love She Got Long Black Wavy Hair *****
6. What Is And What Should Never Be ****
7. Communication Breakdown ***
8. Travelling Riverside Blues *****
9. Whole Lotta Love *****
10. Somethin' Else ***
11. Communication Breakdown ****
12. I Can't Quit You Baby *****
13. You Shook Me ****
14. How Many More Times? *****

<b>Síðari diskur</b>
1. Immigrant Song *****
2. Heartbreaker *****
3. Since I've Been Loving You *****
4. Black Dog ****
5. Dazed And Confused *****
6. Stairway to Heaven ***
7. Going To California *****
8. That's The Way *****
9. Whole Lotta Love - Medley (Boogie Chillun /Fixin' to Die /That's Alright Mama /A Mess of Blues) ****
10. Thank You ****

You Shook Me, How Many More Times og Going To Californa standa upp úr og þó ekki væru nema þessi þrjú lög á disknum væri hann vel peninganna virði. En þarna eru 21 annað frábært lag, svo að ég þarf nú varla að segja meira.

Ég þarf varla að sannfæra gamla Zeppelín aðdáendur, en þeir sem ekki þekkja til hljómsveitarinnar ættu að prófa þennan.

Tvímælalaust einn af allra bestu diskunum í safninu mínu, sem er nokkuð stórt.

Húrra!

   (3 af 6)  
Úrsus Akureyrensis:
  • Fæðing hér: 14/8/03 12:34
  • Síðast á ferli: 30/12/10 17:32
  • Innlegg: 0
Eðli:
"Ég er friðlausi fuglinn,
sem fæddist með villtri þrá,
sem elskar heiðingjans himin
og hamrafjöllin blá."
Fræðasvið:
Engilsaxneska, tungutækni
Æviágrip:
Úrsus Akureyrensis tók sér upp sitt latneska fræðiheiti þegar hann fluttist suður á land til að stunda nám við Háskóla Íslands. Þar hefur hann nú þegar lokið B.A. prófi í engilsaxnesku, og stefnir nú á meistarapróf í tungutækni.