— GESTAPÓ —
Svefnpurka
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/04
Svefnpurka að missa það!

18/05. 2005 kl.04.05
Svefnpurka hefur átt svolítið erfitt seinustu vikuna. Það mætti kannski sjá á tímanum sem hún færir þetta inn á.

Vandamálið er það að hún hefur átt við svefntruflanir af hæsta stigi að kljást. Það er slæmt mál. Hún er farin að halda að þetta gæti orðið orsök endaloka hennar. Hvernig má koma í veg fyrir endalok svefnpurku? Mun þetta reddast eins og sagt er eða er bara best að þetta verði svona áfram? Tjah, ég bara spyr.

   (1 af 3)  
5/12/04 18:00

Ísdrottningin

Ég ætla að sofa á þessu, læt þig vita seinna hvort mig dreymir lausn á þínum vandamálum...
Góða nótt/morgun

5/12/04 19:00

Vímus

Er meiningin að fara sofandi í gegnum lífið, vakna einstöku sinnum til að væla um mikinn svefn og sofna svo aftur? Eða víltu fara vakandi í gegnum lífið, sofna einstöku sinnum og vakna eftir 4-6 tíma og vaka endurnærð í góðum gír næstu 3 sólarhringa? Þitt er valið

5/12/04 19:00

Hermir

Horfðu á Dr. Phil þátt, þá rotastu eins og skot.

Svefnpurka:
  • Fæðing hér: 18/12/04 02:27
  • Síðast á ferli: 4/3/10 00:24
  • Innlegg: 212
Eðli:
Já Svefnpurka er ágæt, að hennar mati. Hún á fallegt og mjög svo þægilegt bæli sem hún kýs að dvelja í sem mest. Þá mun hún vera uppá sitt besta þegar hún er með svefngalsa enda var hún viðfangsefni rannsóknar Sálfræðifélags austur Sviss á honum og komu þeir fram með hugtakið. Hún vill engum illt og vill helst ekki gera of mikið úr neinu. Hún vill bara vera hér og fylgjast með, hálfsofandi ef til vill.
Fræðasvið:
Leggur fyrir sig að læra allt um hluti sem skipta engu máli. Vissir þú að í Hong Kong er sojamjólk jafn vinsæl og Coca cola er í Bandaríkjunum?
Æviágrip:
Svefnpurka klaktist út 1927. Síðan hefur hún verið sofandi. En vaknaði upp við hroturnar í besta vini sínum, Óla Lokbrá, þann 1. desember 2004. Ákvað þá að gera eitthvað gáfulegt úr restinni af lífi sínu þar sem hún hafði verið sofandi nánast allt sitt líf. Hún gerði það eina gáfulega í stöðunni, skráði sig á Baggalút.