— GESTAPÓ —
Pottormur
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 3/12/05
Hvað er þjóð

gæti ég fengið svar við þessu

Hvað er þjóð??????????????????????????????????????????

   (4 af 8)  
3/12/05 07:01

Jarmi

Þjóð er hópur af fólki sem finnst það vera heild undir merki lands síns.

3/12/05 07:01

Haraldur Austmann

Það er ekki gott að segja.

3/12/05 07:01

Furðuvera

Þú ert fáviti. Og, ef marka má fjölda spurningamerkja í þessu "riti", mjög veikur á geði líka.

3/12/05 07:01

Pottormur

Þakka þér fyrir furðuvera.
Er þetta ekki alveg rétt?
Þjóð er samfélag þ.e. eitthvað sem hefur sömu menningu, sömu sögu og sama/sömu tungumál. Þjóð hefur líka sömu stjórn, sömu lög og sömu trúarbrögð. Þjóðverjar er fólk sem er frá Þýskalandi og Ítalir frá Ítalíu þetta eru tvö dæmi um heiti á þjóðum svo eru það náttúrulega Íslendingar, Færeyjingar, Japanir, Nígeríumenn og Spánverjar svo eitthvað sé nefnt. Hver þjóð hefur sinn þjóðfána og sitt skjaldarmerki. Sumar þjóðir nefna fánann sinn eithvað eins og Danir nefna fánann sinn Dannebrog. Þjóðfáninn og skjaldarmerkið eru tákn þjóðanna. Þjóðfáni Íslendinga samanstendur af þremur litum þ.e. rauður, (eldur) hvítur(ís) og blár(vatn). Þjóðarréttur sem þjóðir hafa útbúið eftir þeim hráefnum og matarvenjum heima fyrir. Ungverja er t.d. gúllassúpa og þjóðaríþrótt Íslendinga er glíma. Þjóðaríðþrótt er oftar en ekki vinsæl Saga Íslendinga og Egypta er ólík. Egyptar voru stórveldi og drápu mann og annan á valdatíð sinni sem var slatta fyrir Krist en Íslendingar voru aldrei stórveldi en drápu samt mann og annan og rændu fólki og munum og það er það sem þjóð er, samfélag.

3/12/05 07:01

Haraldur Austmann

Ekki vissi ég að Ítalir væru frá Ítalíu. Ert´ ekk´ að grínast?

3/12/05 07:01

hlewagastiR

Varstu að koma úr tíma í fílunni góði minn? Þetta er alltaf jafn vinsælt keis þar.

3/12/05 07:01

hlewagastiR

En bíddu... þú varst í Versló í síðasta félaxriti. Er þér þá líka að batna kynvillan?

3/12/05 07:01

Bölverkur

Þjóð er hópur fólks sem ekki er kynvillt og heldur með sama landsliðinu.

3/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Ég veit ekki betur en að Pottormur sé grunnskólanemi.

Annars er þjóð ekki sama og þjóð. Sjáið bara fyrrum Júgóslavíu. Tökum Bosníu-Herzegovínu sem dæmi. Það land hefur einn fána, ein lög og eitt tungumál, en ekki sömu trú og siði. Það veldur klofningi innan þjóðarinnar. Annað dæmi um slíkt er Írak. Sama þjóð, sömu lög, sami kúgari, sama trúarbragð, en með mismunandi áherzlum sem klýfur þjóðina.

Þessi skilgreining er því klárlega undanskilin trúarbrögðum, enda þrífast hin ýmsu trúarbrögð á Íslandi innan einnar þjóðar. Ég man ekki til þess að Íslendingar hafi mikið verið í því að ræna fólki og munum, þó víkingarnir sem fluttust á Frón hafi stundað það. Saga Egyptalands er einnig stráð fleiru en drápi og fangelsun. Þeir áttu mjög frambærilega vísindamenn á sínum tíma og í bygginarverkfræði áttu Egyptar sinn engan líkann.

3/12/05 07:02

Jarmi

Ég bendi bara á svarið mitt hér efst. Held að það taki best á þessu.

3/12/05 07:02

Hakuchi

Þjóð er tæki til að stjórna fólki með skort á ímyndunarafli.

3/12/05 08:00

Jóakim Aðalönd

Jarmi, en fólki í Bosníu finnst það ekki vera heild undir merki lands síns. Múslimum þar finnst þeir ekki eiga samleið með kristnum, þrátt fyrir að þeir tveir hópar tilheyri sama landi.

Ég held að Hakuchi hafi þetta rétt.

3/12/05 08:00

Kiddi Finni

Hakuchi hefur víst rétt fyrir sig, en þarf ekki einhvern stjórn að vera, til að reka skólana, sjúkrahúsin osf. ? Til að hafa þjóð, þarf að vera nógu mikið af ymsum gildum sem heldur samfélaginu saman. Oft hefur ein trú mótað mannleg gildi og siði á landinu þannig að flestir hugsa á svípaðan hátt, þó að viðkomandi trú hefur ekki eins mikla merkingu fyrir nú lífandi einstaklinga Sviss hefur 4 tungumál og tvö trúarbrögð - en þeir hafa hugmynd um ríki og lýðræði síðan langa löngu. Írakar hafa bara ungt ríki en tvö trúarbrögð (súnnar og shítar) og eina aukaþjóð (kúrdar) sem vill ekki vera með. Engin furða að dæmið gengur ekki upp.

3/12/05 08:00

Jarmi

Jóakim, því eru margar þjóðir í sumum löndum. Ég talaði ekkert um að allir sem koma fram undir merkjum einhvers tiltekins fána þurfi endilega að sjá sig sem þjóð með fólki sem það hatar. En þeir sem finnst ÞEIR vera heild og koma saman undir merki lands. Þeir eru þjóð.

3/12/05 08:01

Húmbaba

Er fótboltalið þjóð?

3/12/05 08:01

Nermal

Það er nú mjög erfitt að skilgreina hugtakið þjóð svo vel sé nú til dags. Þjóðir eru orðnar svo blandaðar. Meira að segja hér á littla íslandi býr fólk af fjölmörgum þjóðernum og með ólík trúarbrögð.

3/12/05 09:01

Sundlaugur Vatne

Ég tek til baka fallegu orðin sem ég hafði um þig um daginn, pottormurinn þinn. Þú er bara enn einn ritdóninn og blekbullarinn sem við værum betur laus við. Þú ruglar bara og bullar. Það eina sem þú segir rétt hér í þessari umræðu er að þjóðaríþrótt Íslendinga er glíma. Við mættum sannarlega rækta hana betur.
Þjóðfáni er vissulega viðurkennt tákn en í flestum tilvikum er einnig til ríkisfáni. Skjaldarmerki eru ekki þjóðartákn, þau eru tákn viðkomani ríkis. Ekki má rugla saman þjóð og ríki. Sumar þjóðir sundraðar milli tveggja eða fleiri ríkja (samanb. Þjóverjar) og sum ríki taka yfir margar þjóðir og/eða þjóðarbrot (samanb. Indland, S-Afríka)

3/12/05 09:02

Jóakim Aðalönd

Jarmi, hvað er merki lands? Samkvæmt þinni skilgreiningu yrði brasilíska landsliðið í knattspyrnu þjóð. Það er nú samt varla svo, eða hvað?

Pottormur:
  • Fæðing hér: 14/12/04 12:29
  • Síðast á ferli: 24/5/11 21:59
  • Innlegg: 19
Eðli:
Rauðhærður með meiru.
Fræðasvið:
Nefboringur