— GESTAPÓ —
Lind
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/12/04
Ný á gestasvæðinu

Jæja, þá er ég búin að vera gestur hér í rúman mánuð og verð að segja að mér líkar vel. Hérna hef ég hitt alls kyns áhugavert fólk sem sumt virðist þó tilheyra frekar lokuðum hópi. Kannski skiljanlegt, þar sem sumir hafa verið gestir á vefnum frá upphafi!

Flestir sem ég hef talað við hafa tekið mér vel, þannig að ég sé ekki annað fyrir mér en að ég eigi eftir að halda áfram að venja komur mínar hingað í framtíðinni.

   (2 af 2)  
1/12/04 14:01

Nykur

Velkomin ! Vonum að þér séuð eigi göldrótt eða röndótt.

1/12/04 14:01

Skabbi skrumari

Maður hefur sko tekið eftir þér, þú ert mikil alfræðiorðabók... velkomin kæra Lind...

1/12/04 14:01

Tigra

Hvað er að röndóttu?

1/12/04 14:01

Mosa frænka

Velkomin, Lind. Mér er sama þó þú sért röndótt, en ég vona samt að þú sért ekki -stripete-.

1/12/04 14:01

Heiðglyrnir

Lind, velkomin inn að leika.

1/12/04 14:01

Órækja

Teinótt þykir betra.

Velkomin, vonandi sleppurðu einhverntíman aftur.

1/12/04 14:02

plebbin

Þú ert ljót

ég er bara að segja það sem aðrir eru að huxa

1/12/04 14:02

Ég sjálfur

Þetta var nú ekki fallega sagt. Skamm plebbi. Velkomin

1/12/04 15:00

Limbri

Hvaða árans ókurteisi er þetta plebbi. Ef ég væri ekki eins innréttaður eins og ég er, þá myndi ég láta þig aldeilis heyra það... þú myndir líklega þurfa sálfræðihjálp, en sem betur fer fyrir þig, þá er ég ekki þannig persóna.

Ræfill getur þú verið.

-

1/12/04 15:00

Ívar Sívertsen

Skál!

1/12/04 15:00

Galdrameistarinn

Í botn! [LJómar upp]

1/12/04 15:01

Finngálkn

Þeir reyna bara að setja í þig á næsta Baggalútshitting þessir bastarðar! - Hlauptu meðan þú getur enn eitthvað misst.

1/12/04 15:01

Tinni

Ávallt, hjartanlega velkomin, Lind! Víðsýnar konur eru sjaldséðar hér um slóðir.

1/12/04 16:00

plebbin

Limbri þú ert nú meiri konan,
kona sem huxar með typpinu

6/12/04 04:01

Amma-Kúreki

Þú kæra vina mín verður ekki metin af verðleikum fyrr en næturfólkið ( Vímus og ég ) höfum farið yfir okkar

Lind:
  • Fæðing hér: 10/12/04 20:08
  • Síðast á ferli: 23/1/06 11:06
  • Innlegg: 0
Eðli:
Mikil félagsvera, finnst gaman að kynnast nýju og áhugaverðu fólki. Siðsöm og prúð, en veik fyrir ýmsum þeim freistingum sem lífið býður upp á. Nokkuð ákveðin, en þó umburðarlynd gagnvart skoðunum annarra.