— GESTAPÓ —
Trommudruslan
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 5/12/04
Níu Tommu Naglar - Með tönnum

tannhvöss afurð

Eftir fimm ára bið síðan síðast breiðskífa kom út hefir lekið á netið nýjast afurð þessa snillings sem heitir Trent Reznor. Tókst mér eftir krókaleiðum miklum að hafa hendur á þessari plötu. Eftir mikla hlustun síðustu viku er ég sannfærður um að þessi plata mun skipa sér í flokk bestu platna ársins með Francis daufdumbu og ótrúlegu vélinni hennar Fionu Apple sem þó hefur ekki enn komið út.
Trent fiktar hér við ýmsa stíla sem hann hefur látið vera síðan á fyrstu plötu sinni, Fallegu Hatursvélinni. Svo er að finna hérna lag sem er ekki síðra en lagið sem Johnny heitinn Cash tók hérna um árið.
Með tönnum kemur í búðir í Maí og mæli ég eindregið með henni.

ps. hægt er að heyra lag af plötunni sem heitir Höndin sem fæðir á útvarpsstöðum um land allt þessa dagana.

   (1 af 3)  
5/12/04 02:01

B. Ewing

[bætir 9" nöglum á verkfærainnkaupalistann]
Það er ljómandi gott að Naglarnir hafi ákveðið að bíta grá sér aftur. Nú þarf einungis að hefja allsherjar dreifingu á þessarri plötu í grunnskóla landsins og þá munu börnin loksins fá að heyra eitthvað annað en "booty" og "thong" í tónlist [fær klígju vegna ósæmilegrar nálnotkunar en fórnar sér fyrir málstaðinn] það verður að bjarga börnunum frá R&B tónviðbjóðnum.

5/12/04 02:01

Ísdrottningin

,,Svo er að finna hérna lag sem er ekki síðra en lagið sem Johnny heitinn Cash tók hérna um árið."
Hann tók nú gott betur en eitt lag þó þið þekkið bara Folsom Prison Blues eða var það San Quentin? Hvað með A Boy Named Sue t.d.? Það er fínn húmor í því.
Nú svo er Daddy Sang Bass alltaf sígilt svo og Don't Take Your Guns To Town, I Walk The Line, The One On The Left Is On The Right, City Of New Orleans, One Piece At A Time og Ring of fire o.s.fr...

5/12/04 02:01

Hóras

Ég kann að meta tónlist 9 Tommu Naglana en þeir eru afleitir á sviði

5/12/04 02:01

Hakuchi

Mig grunar að Trommudruslan sé að vísa í lag Trent Reznors sem Johnny Cash tók hér um árið. Lagið heitir Hurt. Magnað lag og Johnny gerði það algerlega að sínu með flutningi sínum.

5/12/04 02:02

Von Strandir

Johnny Cash var einn af fáum listamönnum sem var fullkomlega fær um að flytja coverlög betur en frumflytjandi.

5/12/04 04:01

Trommudruslan

jú víst hefði ég átt að taka fram að lagið "hurt" eftir Trentarann var það sem átt var við. Auðvitað hefur Johnny kallinn Cash tekið mörg önnur fín lög gegnum tíðina. Magnaður andskoti.
Blessuð sé minning hanns

Trommudruslan:
  • Fæðing hér: 1/12/04 02:21
  • Síðast á ferli: 26/1/07 01:39
  • Innlegg: 5
Eðli:
Hvernig er það voru engin svín í Todd?
Fræðasvið:
Tónlist, Kvikmyndir, Bækur og mökunarsiðir Svía.
Æviágrip:
Life in progress... waiting for updates.