— GESTAPÓ —
Myglar
Ritstjórnarfulltrúi
Myglar:
  • Fæðing hér: 27/6/03 10:01
  • Síðast á ferli: 27/5/14 22:36
  • Innlegg: 0
Eðli:
Myglar er framsóknarmaður og því bæði réttsýnn og vís.
Fræðasvið:
Upp á síðkastið hefur Myglar aðallega fengist við rannsóknir á nýsköpun í landbúnaði.
Æviágrip:
Myglar er fæddur á Skarfaströnd einhverntíma á fjórða áratugnum, að eigin sögn. Ætt hans bjó á mjög afskektu málsvæði og er hann sá einni í sinni fjölskyldu sem heitir nafni sem hægt er að bera fram á sæmilega þægilegan hátt.

Að loknu landsprófi hélt Myglar til Noregs til náms. Hann útskrifaðist með bachelorsgráðu í búnaðarverkfræði frá lýðháskólanum í Bergen og síðan með magistersgráðu í samanburðareðlisfræði frá bændaskólanum í Jötunheimi.

Myglari var vísað úr ungliðahreyfingu framsóknarflokksins eftir að hann krafðist þess að fá ellilífeyrisþegaafslátt af félagsgjöldunum. Hann hefur þó haldið áfram að styðja flokkinn með ráðum og dáð og er hann m.a. stofnandi aðdáendaklúbbs Dagnýjar Jónsdóttur, auk þess sem hann hefur gert tilraunir með notkun miðjumoðs til fóðrunar húsdýra.

Ásamt lærðum greinum liggur einnig eftir Myglar slatti af leikritum, ein eða tvær skáldsögur, ljóðasöfn og höggmynd af frænku hans.