— GESTAPÓ —
Stelpið
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/06
Flugsins freyjur

Þær eru ófáar litlu stelpurnar sem ætla að verða flugfreyjur þegar þær verða stórar. Næstum því jafn margar og þær sem langar til að verða búðarkonur. Þegar stúlkurnar stækka svo losna þær yfirleitt við búðarkonudrauminn (nema þær sem fara í Verzló og vilja verða professional búðarkonur) en hvað með flugfreyjudrauminn?

Ótal ungmenni flykkjast ár hvert í inntökupróf til þess að verða flugfreyjur og –þjónar og komast mun færri að en vilja. Hvað er svona eftirsóknarvert við starfið?
Þetta er mjög krefjandi þjónustustarf við erfiðar aðstæður og mikil þrengsli. Að paufast með matarbakka, kaffi og te á milli þessara hallærislegu Saga Boutique vagna (sem enginn verslar í nema amma mín). Innilokuð í lengri tíma með grenjandi börnum, flugveikum og –hræddum farþegum, kröfuhörðum kúnnum og rassklípandi flugdólgum. Engin leið til að skreppa aðeins út fyrir og fá sér ferskt loft... eða jafnvel fara heim í fússi ef svo ber undir. Og hver samdi reglurnar um að flugfreyjugreyin þyrftu alltaf að vera svona uppstrílaðar? Þær eru meira málaðar en menntaskólastúlka á leiðinni á árshátíð og oft á hærri hælum líka. Ég myndi að mynda kosti gera þá kröfu að fá að vera á íþróttaskóm og þægilegum fötum í vinnu sem felur í sér svona áreynslu. Ætli þessi múndering öll sé leifar af því þegar flugferðir voru svo dýrar að það var eins gott að fólki væri þjónað af afar huggulegum og brosandi konum?

Ég get vel skilið að starfið hafi verið afar heillandi þegar utanlandsferðir voru mun sjaldgæfari og það þótti virkilega merkilegt og frábært að komast út fyrir landsteinana. Ekki verra að geta kippt með lúxusvörum og sælgæti frá útlöndum, einhverju sem fékkst ekki á útnáranum Íslandi.
Í dag fæst Makkintossið í Bónus og hægt er að panta flest það sem hugurinn girnist í gegnum netið. Þar að auki eru utanlandsferðir orðnar það tíðar (og í mörgum tilfellum ódýrar) að ef þú ert ekki að fara út sjálfur geturðu beðið vini og vandamenn um að kippa með því sem þig bráðvantar úr útlandinu stóra.

Er flugfreyjustarfið svona stórkostlegt tækifæri til að skoða heiminn? Eða felst útlandadvölin í því að gista á hótelum og ná e.t.v. að skoða aðalverslunargötuna örlítið áður en haldið er í næsta flug? Eru fríðindin svona frábær eða launin? Ég þekki engar flugfreyjur persónulega svo ég get ekki dæmt um það en í viðtali við flugfreyju nokkra las ég að brottfallið úr stéttinni væri afar lítið. Eitthvað hlýtur það að vera sem heillar, mig langar bara til að vita hvað það er.

Ég veit bara að þegar ég fer í flug vorkenni ég alltaf flugfreyjunum og er á sama tíma þakklát fyrir þessa erfiðu og nauðsynlegu vinnu sem þær vinna. Ég skil ekki hvað er svona eftirsóknarvert við að vera innilokuð gengilbeina í háloftunum, glansinn er horfinn af ævintýrinu sem útlandaferðir voru eitt sinn í augum Íslendinga. En sem betur fer eru ekki allir sammála mér.

ES. í þessum pistli nennti ég engan veginn að vera PR og tala alltaf um flugfreyjur og –þjóna. Þið getið bara skeytt því inn sjálf við lesturinn ef það er ykkur mikið hjartans mál.

EES. Hérna má finna fleiri dásamlegar myndir frá gullöld flugfreyjanna.

   (1 af 8)  
3/12/06 04:02

Jóakim Aðalönd

Án þess að vita það, held ég að flugfreyjur og flugfreyjar séu á fínu kaupi og þau fá flugfar nánast ókeypis þegar þau eru í fríi. Svo er líka alltaf verið að fara í gegnum fríhafnir og öllu sem því fylgir. Ég held að það sé fátt annað sem heillar við starfið.

3/12/06 01:00

krossgata

Ég get ekki hjálpað við að sjá hvað er heillandi við þetta starf. Mig langaði aldrei að verða flugfreyja og ekki heldur búðarkona. Mig langaði að verða rithöfundur og dýralæknir, en varð hvorugt. Ég gæti vel hugsað mér að vera flugfreyja í dag, svona nokkrar ferðir á ári, ef það dygði fyrir frírri flugferð til einhverra staða sem hugurinn girnist.

3/12/06 01:00

Þarfagreinir

Mér finnst að flugþjónar eigi að nefnast flugfreyrar. Ég mótmæli því harðlega að svo er ekki!

3/12/06 01:00

Kondensatorinn

Athyglisvert. Svona starf myndi ég ekki vilja. Heillandi myndir og skemmtileg síða sem þú vísar á.

3/12/06 01:00

Hvæsi

Hvað hétu flugfreyjuþættirnir ?

Þetta lið er ríðandi einsog rófulausir hundar, gistir á hótelum og dettur í það á fullum launum og þarf ekki að sitja í bévítans barnastólunum sem eru í þessum fjandans flugvelum.

Hvæsi fílar flugfreyjur og væri alveg til í að prufa að vera ein, nú eða með einni.
<Glottir einsog fífl>

3/12/06 01:00

Dula

Í þá gömlu góðu daga Já. Ég sat við hliðina á flugfreyju einusinni sem var að koma frá kongó, þar voru þessir menn sem höfðu aldrei á ævinni lært vestræna siði að ganga út úr flugvélinni með klósetthurðina á bakinu (klósetthurðina úr flugvélinni sjálfri) og þeir reyktu gras , voru með geiturnar með sér og hræktu á gólfið, ef einhverjar vinnuaðstæður eru ekki mönnum sæmandi þá eru það vinnuaðstæður flugfreyja í pílagrímsferðunum . 40 til 45 gráðu hiti og þær klæddar í slæður og hefðbundinn kvennabúning. ÚFF

3/12/06 01:01

Jarmi

Margir karlar vilja sofa hjá flugfreyjum. Margar konur vilja vera eftirsóttar. Ergo, margar konur vilja vera flugfreyjur.

3/12/06 01:01

Stelpið

Jóakim: Frekar myndi ég nú vilja vera í skemmtilegri vinnu sem er enn betur borguð og hafa þá efni á að borga sjálf mín flug og kaupa mitt fríhafnardrasl...

krossgata: Ég held að dýralæknir sé síðan þriðja vinsælasta djobbið sem ungar stúlkur nefna. Annars langaði mig líka alltaf til þess að verða rithöfundur.

Þarfagreinir: Heyr heyr!

Kondensatorinn: Já, þessar myndir eru algjör klassík.

Hvæsi: Ég veit ekki hvað þessir þættir heita en ég sá ansi fyndinn skets með Stelpunum um flugfreyjur...

Dularfulli maðurinn: Já, þetta er frekar rosalegt, ég þekki annars konu sem er flugmaður (flugkona?) sem hefur mikið verið að fljúga í svona pílagrímaferðum, ansi sérstök upplifun.

[Dressar Hvæsa upp í flugfreyjubúning og sendir hann til Jarma]

3/12/06 01:02

Jarmi

Hvurn djöfulinn á ég að gera við þessa klessu?

[Dressar Stelpið upp í flugfreyjubúning og athugar hvort Hvæsi reyni ekki að sænga hjá henni]

3/12/06 01:02

Stelpið

[Býður viðstöddum uppá áfengi í litlum flöskum]

3/12/06 01:02

Stelpið

[Býður Hvæsa uppá sjóðheitt kaffi á viðkvæman stað]

3/12/06 01:02

Hakuchi

Stórkostlegar myndir. Takk fyrir þetta.

Það er lítill glamúr eftir í flugi. Eflaust er ekki langt í að flugfreyjur/freyar klæðist í jogginggöllum og strigaskór.

Þetta er þróun er samfara af-formalíseringu þjóðfélagsins. Jakkafötum fækkar, hattar eru horfnir. Allt endar þetta með að allir munu klæðast slitnum joggíngalla.

3/12/06 02:00

Jóakim Aðalönd

Jamm, sama og með strætóbílstjórana. Þetta eru bara orðnir skopparar í dag.

Kvenkyns flugmaður er ekki flugkona frekar en karlkyns flugmaður er flugkarl!

3/12/06 02:00

Rasspabbi

Ég þekki nú einn ungan mann sem er flugþjónn. Reyndar er hann nýhættur eða kominn í pásu skulum við segja. Hann tjáði mér, á milli ekkasoganna og milli þess sem hann snýtti sér, að miðaldra Íslendingar væru einhverjir leiðinlegustu farþegar sem til væru í gervallri veröldinni. Nú hefur hann vitaskuld samanburð við aðrar þjóðir og þetta var niðustaðan.

Fólki finnst það orðið svo flott og fínt, að fyrst það keypti flugmiða að þá skuli því sko þjónað eftir þeirra hentisemi.

T.d. þá fara freyjurnar um með vagninn góða, fram og aftur, og bjóða varning. Oftast er fólk spurt hvort það sé eitthvað fleirra og svarið er þá misjafnt.

Það brást ekki að jafnan gat þetta miðaldra pakka ekki drullast til að panta allt í einu, heldur kallaði aftur eftir þjónstu. Þá var það spurt hvort það væri eitthvað fleirra og því neitað. Nema þá kallar það enn á ný eftir þjónustu.
Vitaskuld eiga freyjurnar að vinna sína vinnu en svei mér, hvernig væri að ákveða sig og sína tillitsemi?

Þá hef ég einnig unnið á flugvelli, n.t.t. Keflavíkurflugvelli, og svei mér þá ef ég er ekki sammála þessum flugþjóni með að Íslendingar séu frekir skarfar sem heimta að fá að fara fremst í röðina, því þeir eru jú Íslendingar og eru að koma heim til sín.

Pakk.

3/12/06 02:01

Stelpið

Hakuchi: Takk fyrir.

Jóakim: Flugkarl og flugkerling eru nú skemmtileg orð, það væri flott að koma þeim í almenna notkun...

Rasspabbi: Já, það er almennt hörmung að starfa í þjónustustarfi á Íslandi, dónaskapurinn sem maður verður fyrir er hreint ótrúlegur.

3/12/06 02:01

Carrie

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá tvær franskar flugfreyjur fyrr í vikunni. Þær voru elegant í búningum sínum og skildu mig eftir í ilmvatnsskýi þegar þær strunsuðu eins og sannar Parísardömur framhjá mér.
Fyrir utan þessa litlu glansmynd get ég ekki ímyndað mér afhverju fólk velst í þetta starf. En sem betur fer erum við ólík.

3/12/06 02:01

Jóakim Aðalönd

Jæja, það þyrfti þá að vera ,,flugkall" og ,,flugkelling".

3/12/06 02:01

Stelpið

Allt fyrir þig, Jóakim.

3/12/06 03:00

Jóakim Aðalönd

Takk fyrir.

[Getur ekki stillt sig um að roðna smá]

3/12/06 03:00

Vímus

Ég sé lítinn glans yfir þessu djobbi. Flugfreyjur eru ósköp venjulegir þjónar sem vinna við ömurlega aðstöðu. varð þetta ekki eftirsótt fyrir mörgum áratugum þegar Íslendingum gafst ekki svo mikill kostur að ferðast. Sama var að segja um sjómennskuna. Maður var enginn smákall þegar maður hafði komið á þessa líka staðina Grimsby, Hull, Cuxhaven og Bremerhaven. Menn gengu um í 10 stiga gaddi með uppbrettar ermar til að sýna tattooin og þeir sem sáu slefuðu af öfund.
Og ekki var það nein luxusvinna á þessum járnurum.

3/12/06 03:00

krumpa

Mér leiðast flugfreyjur.
Launin eru reyndar - veit ég því ég þekki svona kvikindi persónulega - gríðarlega há - og launamiðar fólks með háskólapróf blikna í samanburðinum.
Þær flugfreyjur sem ég hef þekkt í gegnum tíðina eru svo uppstríluð puntudýr að eðlisfari og finnst ekkert að því að hlutgera konur - svo að væntanlega finnst þeim gaman að láta góna á sig...
En hvað starfið varðar þá er þetta einföld rútínuvinna og krefst varla mikillar hæfni - nema jafnvægisskyns.
Í síðustu skipti sem ég hef flogið þá hef ég reyndar orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með flugfreyjurnar. Þær eru ekkert svo brosandi, ekkert svo hjálpsamar og þjónustan alls ekkert svo góð og alls alls ekkert hröð.
Bara mitt álit...

3/12/06 03:00

krumpa

ps. Þekki reyndar nokkrar sem hafa haldið í þann ævilanga draum að verða flugfreyjur allt fram að þrítugu eða svo. Og lífið hreinlega snýst um að ná þessu marki. Það finnst mér fremur skondið eiginlega. Allt í lagi að dreyma um þetta fram að tíu ára aldri. Eftir það ætti mann að dreyma um að breyta heiminum eða lækna krabbamein...

3/12/06 05:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Góður pistill & skemmtilegar athugasemdir.

3/12/06 06:02

Hexia de Trix

Ég er ein af þeim sem langaði aldrei að vera flugfreyja. Ástæðan var einfaldlega sú að móðir mín blessunin starfaði sem slík í 4-5 ár í frumbernsku minni.

Víst var spennandi að eiga heimsvana mömmu - á þeirra tíma mælikvarða. Sömuleiðis var ósköp spennandi að fá skrítin og sjaldgæf leikföng frá útlandinu. Að ógleymdum ferðunum í flugstjórnarklefann. Hins vegar hefði ég nú viljað hafa mömmuna ögn meira heima hjá okkur pabba. Pabbi reyndar stóð sig massavel í uppeldis-húsmóður-aðalfyrirvinnuhlutverkinu. Held hann hafi bara einusinni klikkað á að taka mig úr nærbolnum áður en hann setti mig í bað. [Glottir eins og fífl]

4/12/07 13:01

Skreppur seiðkarl

Hérna má nú koma með kynjamisréttisdæmi: Ég sótti um að verða flugfreyja en mér var neitað vegna þess að ég væri með typpi. Og svo var hlegið að mér. Hverskonar andskotans ofyrirleitni er þetta?!

Stelpið:
  • Fæðing hér: 22/11/04 20:14
  • Síðast á ferli: 29/5/15 20:12
  • Innlegg: 1020
Eðli:
Ég er eins og ég er, telpukríli sem getur brugðið sér í allra kykvenda líki.
Fræðasvið:
Kvenlegur yndisþokki og dönnuð fíflalæti.
Æviágrip:
Fæddist fyrir ekki svo löngu síðan og hefur eftir það fátt gert nema vera þæg og góð.