— GESTAPÓ —
Stelpið
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/11/03
Af hrakföllum

Ef þú heldur að þú hafir átt slæman dag - lestu þá þetta!


Það var sólskin og virkilega fallegur og bjartur dagur og ég var á leið í skólann. Búin að borða staðgóðan og hollan hádegismat og var bara almennt í mjög góðu skapi. Ég fór út til að bíða eftir strætó en uppgötvaði þá að ég átti enga strætómiða og ákvað því að rölta út í hraðbanka hérna rétt hjá og taka út aur, enda nægur tími til stefnu. Þegar ég er nýbúin að taka peninginn út úr bankanum sé ég helv. strætóinn koma, 5 mínútum Á UNDAN áætlun! Ég hleyp af stað og er sæmilega bjartsýn að ég nái honum en þegar ég er að hlaupa yfir götuna þá dett ég allrækilega og illa á miðja götuna fyrir framan fullt af bílum. Ég skrönglast samt einhvern veginn á lappir og held áfram að hlaupa á eftir strætó.... en rétt missi af honum.
Þá ber svo við að tveir bílanna á götunni byrja að flauta mikið og hátt og ég sný mér við til að athuga hvað málið sé. Þá hafði skólataskan mín verið opin (eftir hraðbankaferðina) og meirihlutinn af dótinu mínu hafði dottið á götuna og lá þarna í skítugu og blautu slabbinu. Meðal þess sem þarna lá var síminn minn, glænýi iPodinn minn, veskið mitt og bækur. Ég týndi þetta upp með blautum og skjálfandi fingrum fyrir framan alla bílana sem sumir hverjir voru farnir að flauta mikið og hátt og skildu ekkert í þessari umferðartöf.
Svo stóð ég þarna í strætóskýlinu í smástund með blóðrisa hné og hálfsnöktandi að reyna að þurrka símann og iPodinn með peysuerminni minni. Því næst þurfti ég að fara labbandi í skólann og mætti náttúrulega allt of seint og missti af prófi.
Góða skapið mitt var ansi fljótt að hverfa við þessar hörmungar...

Og ofan á alltsaman þá labbaði ég eins og spýtukall í 3 daga því ég gat ekkert beygt hnén, þau voru svo bólgin. Og ég er enn með marbletti. En hvorki síma né iPod varð meint af volkinu.

Takk fyrir.

   (6 af 8)  
2/11/03 09:00

Stelpið

Og nú er ég ekki lengur með ritstíflu.
Vúúhúú.

2/11/03 09:00

Þarfagreinir

Guðir mínir góðir ... þetta er hroðalegt. Grey stelpið.

2/11/03 09:00

Nafni

Aumingjans telpu tetur.

2/11/03 09:00

Vamban

Má Vamban kyssa á báttið?

2/11/03 09:00

Stelpið

Tíhíhí

2/11/03 09:00

plebbin

...og plebbin hélt að hans dagur væri slæmur.

jahérna hjér

2/11/03 09:01

hundinginn

Nú verður minn dagur bara góður. Takk Stelpið mitt.

2/11/03 09:01

Finngálkn

Já meira að segja afstyrmi eins og ég fann mikið til með þér (já og finn) en þetta er nú samt alveg atriði í grínmynd!

2/11/03 09:01

Hakuchi

Svei mér þá, þetta var ljóta vesenið.

2/11/03 09:01

Heiðglyrnir

Ó já þessir slæmu dagar, maður veltir fyrir sér, eru þeir settir þarna svo að við kunnum betur að meta hina, maður bara spyr. Hugsa hlýlega til þín stelpið mitt, og farðu nú vel með hnéin.

2/11/03 09:01

Vladimir Fuckov

Líklega er samt illskárra að fá röð slæmra atburða á einn dag en að fá þau dreifð. Eitt sinn gerðust tvö algjörlega ótengd slæm óhöpp sama daginn hjá oss, bæði með þeim verri er vér höfum lent í (árekstur o.fl. í þeim dúr) auk ýmissa minni leiðindaatburða. Umræddur dagur var ógleymanlega slæmur en eftir á að hyggja vorum vér fegnir að fá þennan 'skammt' allan í einu.

2/11/03 09:01

Nykur

Nú jæja líttu á björtu hliðarnar, þú fótbrotnaðir allavega ekki.

2/11/03 09:01

Júlía

Skelfing er að heyra af óförum þínum! Þú ert vonandi orðin jafngóð aftur.

2/11/03 09:01

Stelpið

Ef ég á að líta ennþá frekar á góðu hliðarnar þá er náttúrulega eins gott að ég náði ekki strætó, annars hefði allt dótið mitt bara legið þarna eftir á götunni.
Ég er í fína lagi í dag og kærar þakkir fyrir allan hlýhuginn {Ljómar upp}

2/11/03 09:01

Órækja

Svona hugarfar er mér að skapi, sjá það jákvæða í öllu. Nú þarftu að finna eitthvað jákvætt úr fallinu (kannski var prófið hvort eð er ómögulegt?) og þá verður þetta að príðis degi.

Stelpið:
  • Fæðing hér: 22/11/04 20:14
  • Síðast á ferli: 29/5/15 20:12
  • Innlegg: 1020
Eðli:
Ég er eins og ég er, telpukríli sem getur brugðið sér í allra kykvenda líki.
Fræðasvið:
Kvenlegur yndisþokki og dönnuð fíflalæti.
Æviágrip:
Fæddist fyrir ekki svo löngu síðan og hefur eftir það fátt gert nema vera þæg og góð.