— GESTAPÓ —
Melkorkur
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/12/04
Klukkan er alltof Margt

Þegar Klukkan er ákveðið margt, hættir tíminn a skipta máli

Ég fór að velta því fyrir mér áðan, að klukkan sé alltof margt. Ég meina, hérna sit ég, fullkomlega eðlilegur, og á von á gestum á morgun (í dag, á eftir, hvernig sem maður vill líta á það) en er ekki enn farinn að sofa. Mín pæing er að þetta sé bölvuð þvæla, og ég hafi ekert betra við tímann minn að gera heldur en annaðhvort svefn eða Baggalút. Og þar sem helst er lítið til um aðra Baggalútsmenn á þræðinum til að svara mínum innleggum á margvíslegum leikjum, þá hafði ég lítið anað að gera heldur en að einfaldlega taka mig til í rassgatinu og semja eitt lítið félagsrit í dagbókina mína. Og hér kemur það.

Vikan mín var frekar furðuleg. Heimskur vinur minn sem vill ekki vera vinur minn lengur sem er kannski ekkert svo heimskur heldur bara asni, skuldaði mér heilan tölvuleik sem hann braut, og var frekar tregur til að borga mér til baka. Hann var með fáránlegar kröfur um einhvern disk sem ég hafði verið með í láni í talsverðan tíma (er þetta virkilega það sem baggalúts dagbókin á að vera notuð í?) og heimtaði að honum yrði skilað tafarlaust ef ég vildi einhverntímann fá leikinn minn. Þannig að ég einfaldlega kom honum í hnappeldu sem hann gat engann veginn losnað úr. Hann var eitthvað að kvarta um að hafa ekki tíma, þannig að ég sendi hann einfaldlega í hraðbanka og lét hann taka út pening sem ég myndi svo fara með, og kaupa leikinn, og koma með til baka til hans ásamt kvittuninni.
Nú, ég skrapp þá út í næstu búð sem seldi slíkann leik og ég var að sækjast eftir, fann hann, keypti hann og fór til baka með afganginn. Það hefur verið svona það mest spennandi sem ég gerði í vikunni. Svo núna, þegar ný vika er að hefjast, þá áætla ég að durgur þessi muni ásækja mig með ásökunum um að hafa rispað diskinn hans til óbóta, þegar það var í raun og veru ekkert ég sem gerði það, og það veit durgur þessi mætavel. Það var bróðir durgsins atarna sem rispaði diskinn. Þannig að ég bý mig undir háðsglósur og leiðindi frá durgi þessum, sem munu gera fátt annað en byggja upp hatur okkar á milli, sem mun líklegast enda í löðrungakeppni úti á túni einhverstaðar í öræfum Íslands.

Ég kveð að sinni. Draumalandið kallar.

   (13 af 21)  
2/12/04 07:01

Nafni

Aumingja þú...

Melkorkur:
  • Fæðing hér: 21/11/04 23:24
  • Síðast á ferli: 29/11/06 20:01
  • Innlegg: 1
Eðli:
Melkorkur er mest megnis blár þessa dagana, en sást nýlega til hans í för rauðs broskalls. Melkorkur er bundinn.
Fræðasvið:
Hann er með BA-próf í geirum, stúdent í dönsku og þjóðhagfræði, sem og margvíslegar listir hans á skriffærum.
Æviágrip:
Hann átti erfiða daga þegar hann var að alast upp. Hann var neyddur með í ránsferðir víðsvegar um Evrópu með feðrum sínum og móður, þeysandi um í knerrum og langskipum. Hann lærði ungur að aldri að fara með geir, og fáir hafa komist jafn langt í þeirri list að fara með geir og hann.
Melkorkur er ásatrúar.