— GESTAPÓ —
Gröndal
Nýgræðingur.
Dagbók - 4/12/04
Fasistar, anti-semítar og ritskoðun á Gestapó!

Í dag var ég sviptur rétti mínum sem frjáls einstaklingur, að því leyti að tjáningarfrelsi mitt var skert. Nokkur orð um hvernig ég brást við og tókst á við áfallið andlega.

Síðdegis er ég var vafrandi um lendur Baggalútíu, fékk ég þá hugmynd að stofna formlegan Stuðningsklúbb Ingibjargar Sólrúnar í Baggalútíu. Sem mikill stuðningsmaður hennar og Samfylkingarinnar var ég afar spenntur fyrir móttökunum, hversu margir myndi ganga til liðs við mig nú þegar hún og Össur berjast um formannsæti flokks síns.

Það var ekki liðin hálf klukkustund, áður en að einhver anti-semíti kemur og fordæmir og hunsar þessa formlegu stofnun klúbbsins. Eftir þann fyrsta urðu múgæsingarnar miklar og fólk hélt áfram að koma með aðdróttanir, og bað ýmist að láta eyða skrifunum, einungis af þeirri ástæðu að þeim líkaði ekki við þau. Mér til mikillar undrunar, varð einhver spilltur höfðingi að þeirri ósk.

Það var ekki fyrr en á leið í samkomuhús Gyðinga við Sólvallagötuna sem að ég virkilega áttaði mig á hvernig hefði verið brotið á rétti mínum, og þá brast ég í grát og gat vart gengið eðlilega vegna áfallsins. Sem betur fer var ég þá staðsettur við hliðiná skrifstofu kaþólska biskupsins á Íslandi á Landakoti, og var mér veitt andleg hjálp.

Vonandi verður þessi stutti pistill til þess að yfirráðamenn umræðusvæðis Baggalútíu misnoti eigi aðstöðu sína frekar í framtíðinni, og setji ekki aftur upp þá fasistagrímu sem að þeir báru á þessu sorgarkvöldi.

   (8 af 9)  
4/12/04 18:02

Hakuchi

Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að þú hefðir tjáningarfrelsi á Gestapó?

4/12/04 18:02

Sverfill Bergmann

Einmitt, þvílík fásinna...

4/12/04 18:02

Haraldur Austmann

Hvernig er hægt að fordæma og hunsa samtímis?

4/12/04 18:02

Isak Dinesen

Ég vissi ekki að Ingibjörg væri semíti.

4/12/04 18:02

Sverfill Bergmann

Ég veit ekki hvernig ég fór að því.

4/12/04 18:02

Skabbi skrumari

Sá þennan þráð eftir lokun... ekki alveg í anda Baggalútíu... en kannske hefði mátt færa hann á Efst á baugi... (ekki að ég hefði viljað fá hann þangað)...

4/12/04 18:02

Hakuchi

Lokaðu Hákon honum?

4/12/04 18:02

Sverfill Bergmann

Nei, Enter.

4/12/04 19:00

Hexia de Trix

Gott hjá Enter. Aðeins Bagglýtísk pólítík á heima á Gestapó. Þangað til hér verða karakterar sem heita Ingibjörg Sólrún og Össur, þá á þetta heima annarsstaðar. Mogganum til dæmis.

4/12/04 19:00

Vladimir Fuckov

Útibú frá kosningaskrifstofum frambjóðenda íslensku stjórnmálaflokkanna finnast oss eigi eiga heima hjer og skiptir þá engu máli hver flokkurinn eða frambjóðandinn er. Það er nóg af slíku annarsstaðar. Og hvaða fyrirbæri er eiginlega þetta tjáningarfrelsi ?? Hjer er það ritstjórnarfrelsi sem ríkir.

4/12/04 19:00

B. Ewing

[lyftir upp höndum] Lifi ritsjórnarfrelsið!

Annars sá ég aldrei umræddan þráð og hefði líklegast leitt hann algerlega hjá mér. ,,Pólitíkin er nú meiri tíkin'', segi ég og skrifa.

4/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Enter lokaði þræðinum vegna tilmæla okkar Sverfils. Okkur finnst nóg um pólitík í Baggalútíu þó ekki sé verið að blanda raunheimapólitík þar inn. Það má vera að hér hafi verið um svolítið einræðislega tilburði að ræða en ég sé ekki betur en að fólk sé almennt sammála um þessa framkvæmd. Mikill Hákon hefur ekki látið sjá sig nægilega mikið og lengi svo hægt sé að biðja hann um að loka svona þráðum. Þess vegna leituðum við á náðir Enters. Enter hefði líklega aldrei lokað þræðinum nema að hann hefði verið sammála okkur Sverfli. Svo er þetta afskaplega þröngur hópur sem hefur eitthvað með svona þráð að gera og fáir sem kæra sig um svona þræði hér. Hingað koma menn til að fá hvíld frá hversdagsleika kjötheima.

4/12/04 19:00

Amma-Kúreki

Eina ( tíkin ) sem á hér heimagengt er ég
[lyftir upp höndum og líður útaf ]

4/12/04 19:00

Ugla

Voðalega er fólk eitthvað æst...
Það er nú ekki eins og hann hafi verið að hvetja fólk til einhverra óhæfuverka, eða hvað?

4/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Nei, vissulega ekki. En til að Baggalútía og Gestapó verði ekki að rifrildisþræði um kjötheimapólitík þá var ákveðið að kæfa svoleiðis framkvæmdir strax. Og til að fyrirbyggja allan misskilning þá hef ég ekkert á móti téðum frambjóðanda til formanns Samfylkingarinnar. Ég hef bara mikið á móti því að blanda daglegu argaþrasi um stjórnmál inn á Gestapó. Nóg er af þessu annars staðar.

4/12/04 19:00

Ugla

En við rífumst um fáránlegustu hluti, afhverju ekki pólitík?

4/12/04 19:00

Vatnar Blauti Vatne

Já, nóg er fjallað um s*mf*lk*ng*na og aldrei nema ósmekklega. Bezt að sá flokkur hyrfi til feðra sinna. Nær væri að fylkja sér um Bændaflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum.

4/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Vissulega er rifist um pólitík hér. En ekki raunheimapólitík, þar liggja mörkin. Það er nóg af pólitík sem viðkemur Baggalúti og Gestapó í boði en raunheimapólitík er eitthvað sem við höfum sammælst um að láta í friði á þessum vettvangi. Vinsamlegast virðið það. Og hvað orð þín varðar Vatnar Blauti Vatne þá vinsamlegast hafðu þetta fyrir sjálfan þig.

4/12/04 19:00

Litla Laufblaðið

Allveg sammála þér Ívar

4/12/04 19:00

Ugla

Mig minnir nú að Framsóknarflokkinn og foringja hans beri hér mjög oft á góma.
Einnig man ég eftir sérstökum þráðum tileinkuðum Össuri Skarphéðinssyni og framsóknarkvenna uppreisn í Kópavogi, svo eitthvað sé nefnt.
Sitt sýnist þá hverjum og gjarnan er rifist og skammast.
En hafið það alveg eins og þið viljið!

4/12/04 19:00

Enter

Úfs. Var þetta um pólitík? Ég sem hélt að þú værir að auglýsa aðdáendaklúbb einhverrar afdankaðrar klámstjörnu Gröndal minn kær. Svona geta þessar framboðsmyndir blekkt augað.

4/12/04 19:00

Vatnar Blauti Vatne

Ég hafna því, Ívar minn góður, að fá ekki að auglýsa á þessum vettvangi framboð Bændaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Ýsufirði á komandi ári.
Ýmsir þeir sem hér koma við eru kunnugir á Ýsufirði og rétt að þeir viti að þeim sé fyrir beztu að tryggja áframhaldandi setu okkar í hreppsnefndinni.

4/12/04 19:01

Golíat

Hversu viðkæmir geta menn orðið ef pólíkin á Ýsufirði er utan velsæmismarka?

Það er líka hárétt sem Ugla segir hér hafa verið ótal þræðir sem fjallað hafa beint um ketheimska (flokks)pólitík. Það hefur bara þótt hin ágætasta iðja hér að naga og níða okkar ágæta foringja Halldór Ásgrímsson. Þannig að ég harma það að vettvangur til að níða leiðtoga samfylkingarinnar hafi verið þurrkaður út, ekki þannig að þeir séu ekki einfærir um það.

Ég skil reyndar ekki þessi læti út af þessari sýndarkosningu í "Sam"fylkingunni, það er löngu búið að fleygja Össuri fyrir Ingibjörg, eins og segir í vísunni góðkunnu.

4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Eins og ég segi... raunheimapólitík á heima á Efst á baugi... það hlustar enginn á mig [leggst í drykkju]

4/12/04 19:01

Golíat

Þú hefur nokkuð til þíns máls Skabbi, bæði að leggjast í drykkju og að þráðurinn eigi heima í Baugsveldinu. Fasistarnir lokuðu hins vegar þræðinum í stað þess að flytja hann.
En þeir sáu að sér, skál fyrir því!

4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

Hvernig geturðu sagt að Ritstjórn tengist eitthvað Fasistum... þú ert nú meiri aulinn...

4/12/04 19:01

Hakuchi

Sá ekki þráðinn, verði ráð fyrir að það væri eitthvað níð um einhvern frambjóðanda í gangi. Auðvitað má bulla um pólitík hér á baggalút, það hefur alltaf verið gert. Það er alla vegana athyglisverðara en skrif um börnin eða persónulegt blaður.

4/12/04 19:01

Ugla

Afhverju er persónulegt "blaður" ekki áhugavert Hakuchi?
Ertu að segja að æfi okkar, ástir, sorgir og sigrar séu bara ekkert spennandi?

4/12/04 19:01

Lómagnúpur

Ég hunsa ykkur öll. nei obbosí...

4/12/04 19:01

Hakuchi

Ugla: Já. Ég hef miklu meiri áhuga á ímynduðum ástum, skálduðum dramatískum ástum og uppdiktuðum sigrum karakterana sem þið hafið skapað.

4/12/04 19:01

Golíat

Fyrirgefðu Skabbi, en mér hefur alltaf þótt hann Enter vera svona Berlusconi/Mússólíni týpa. Lítill velgreiddur kall sem hrópar hátt og er með fjölmiðladellu...

4/12/04 19:01

Skabbi skrumari

hmmm... þú segir nokkuð Golíat... en ég tek þessu náttúrulega bara persónulega, þar sem ég er Enter (og reyndar Númi líka)... en allt í góðu...

4/12/04 19:01

Smábaggi

Ég er ósammála ykkur öllum. Endurskoðum ritskoðunina.

4/12/04 22:00

Magnús

Mér heyrist Gröndal vera í þessum "ég get ekki hætt að hugsa um Helförina-fíling" allan daginn.

4/12/04 22:00

Magnús

Og málfrelsi á Gestapó? Þetta heitir nú einu sinni GESTAPÓ.

Gröndal:
  • Fæðing hér: 21/11/04 01:02
  • Síðast á ferli: 4/12/10 16:03
  • Innlegg: 1
Eðli:
Ég er fyrrverandi útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.
Fræðasvið:
Þýskufræðingur og gyðingur.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn á Hveravöllum, þar sem að faðir minn var landvörður. Því umgekkst ég mikið af ferðamönnum, þá helst Þjóðverja sem að útskýrir einstaka þýzku kunnáttu mína sem og áhuga minn á sögu Þýskalands.