— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiđglyrnir
Fastagestur og  sagnaţulur.
Saga - 9/12/06
Smygliđ

Byggt á sönnum atburđum. Upphaflega birt á Skabbalút sumariđ 2007.


.
Saga ţessi gerist á sjöunda áratug tuttugustu aldar og er sögusviđ hennar sá afgirti og afmarkađi afkimi Amerískrar lögsögu á hinum Íslensku suđurnesjunum er í almennu tali var kendur viđ varnarliđiđ. Ţ.e. eđa „upp-á velli” hjá ţeim sem betur ţekktu til og voru heimavanir á „vellinum”, viđ vinnu eđa jafnvel í vinfengi viđ hina Amerísku hermenn.
.
Brian sat á stólnum sem hann sat yfirleitt á viđ vinnu sína í eftirlitsskúrnum viđ hliđiđ á vellinum. Ţetta var annađ áriđ hans á Íslandi og hann kunni bara nokkuđ vel viđ sig hér í fámenninu og ţví fyrirbrigđi sem íslendingar kölluđu kulda. Hann var sjálfur alinn upp í ţeim hluta Norđur-Ameríku Ţar sem frostiđ getur fariđ alveg upp í 40gr.c.
.
Međ honum á vaktinni eins og alltaf var George. Vaktirnar skiptust í ţrjár 8 tíma vaktir á sólarhring og alltaf sama vaktin á sama tíma. Hann og George mćttu kl. 17:00 og og voru til 01:00 um nóttina. Ţannig hafđi ţađ veriđ ţessa sex mánuđi síđan hann var fluttur úr flugskýlinu og í eftirlitsskúrinn.
.
Eftirlits dagbókin var opin fyrir framan hann á borđinu og efst á henni stóđ 24 júlí. Síđan komu nokkur bílnúmer sem höfđu fariđ í gegnum hliđiđ, annađ hafđi ekki veriđ fćrt. Gangandi umferđ var undir ströngu eftirliti en ekki fćrđ sérstaklega í bókina. Ţar sem menn voru ađ fara fram og til baka í tíma og ótíma. Ađalverkefni hliđarvarđanna á ţessum árum var ađ hafa eftirlit međ óćskilegum gestum inn á völlinn og hverskonar smygli út af vellinum.
.
Klukkan á slaginu sjö hnippir George í Brian og bendir á mann sem kemur röltandi innan af velli í makindum sínum. Hann ýtir hjólbörum á undan sér og er breiddur stór stigapoki yfir botn hjólbörurnar sem ţó virđast ađ öđru leiti vera tómar. Ţarna var kominn hann Sigurđur og um andlit hans eins og venjulega lék stríđnislegt glott; sem fór alltaf jafn innilega fyrir brjóstiđ á Brian. Hann vissi af langri reynslu ađ hér voru mađkar í mysunni. Sigurđur var ekki allur ţar sem hann var séđur. Á hverjum degi síđustu sex mánuđi hafđi hann komiđ ţarna ađ hliđinu og óteljandi voru ţau skipti sem Brian og George höfđu leitađ á honum sjálfum, í hjólbörunum, strigapokanum en allt kom fyrir ekki. Aldrei fundu ţeir svo mikiđ sem bjórdollu eđa sígarettustubb á karlinum.
.
Brian leit framan í Sigurđ og spurđi eins og reglugerđin sagđi til um „Eitthvađ tollskylt” „Onei strákar mínir bara hann gamli ég og hjólbörurnar eins og venjulega”…svarađi Sigurđur, glotti ógurlega og tók upp silfurslegna tóbaksdós „svona strákar fáiđ ykkur nú í almennilega nefiđ, ţađ drepur allt og ykkur sjálfa ađ lokum” Brian missti stjórn á sér í enn eitt skiptiđ og sagđi rólegri en ţó titrandi röddu af reiđi. „Ćtlar ţú ađ stíga hér ađeins til hliđar svo ţú verđir ekki fyrir umferđinni međan ađ viđ leitum á ţér. George hristi höfuđiđ en gat ekki annađ en tekiđ ţátt í ađgerđunum. Sigurđur fékk sér hressilega í nefiđ og fór síđan eftir fyrirmćlum hliđarvarđanna.
.
Hver fersentimeter á Sigurđi, hjólbörunum og strigapokanum var rannsakađur. Eins og venjulega var ţar ekkert ađ finna, bara alls ekki neitt grunsamlegt. Brian lá viđ gráti af vonbrigđum, ţetta bara stóđst ekki. Hann vissi ađ eitthvađ var ekki eins og ţađ átti ađ vera. Guđ minn góđur hann var hćttur ađ sofa út af ţessu og ef ađ hann sofnađi dreymdi hann heilu rađirnar af Sigurđi međ hjólbörurnar. Svona leiđ síđasta áriđ hans á Íslandi og aldrei fékk hann grun sinn stađfestan á einn eđa nokkurn annan hátt. Leitađi hann ţó reglulega á Sigurđi og í hjólbörunum ţađ sem eftir var ársins.
.
.
Ţó ađ Sigurđur sé nú sestur í helgan stein og löngu hćttur öllum viđskiptum eru fjölmargir bćndur á Íslandi aftur á móti ennţá ađ hringja í númeriđ hans, til ađ leggja inn ađra eđa ţriđju pöntun á Amerískum gćđa hjólbörum sömu gerđar og ţeir fengu hérna um áriđ í póstkröfu.
.
Alltaf var ţeim pakkađ jafn nostursamslega í stóran stigapoka svo ađ ţćr rispuđust nú ekki á leiđinni.
.
.
.
.
Töfra Stundir

   (13 af 120)  
9/12/06 02:02

krossgata

Ágćt saga ţó ég hafi lesiđ hana áđur. Sígild.
Skál!

9/12/06 03:00

Ţarfagreinir

Jamm - man ađ ég sá ţetta á Skabbalúti, ţó ég hafi kíkt skammarlega lítiđ ţar viđ í sumar. Góđ saga sem á sannarlega heima hér líka. Skál!

9/12/06 03:01

Heiđglyrnir

Júmm ţetta var upphaflega birt á Skabbalút í sumar...Ţakka ykkur aftur fyrir góđ orđ...jammogjáogseisei.

9/12/06 03:01

B. Ewing

Frábćr saga. Ég leit einnig allt of sjaldan viđ á Skabbalúti ţannig ađ gott er ađ sjá rjómann af efni sumarsins. [Hallar sér langt aftur í hćgindastólnum og lítur upp úr Helgarpóstinum]

9/12/06 03:01

Billi bilađi

[Leggur inn pöntun]

Heiđglyrnir:
  • Fćđing hér: 19/11/04 19:46
  • Síđast á ferli: 17/12/19 23:34
  • Innlegg: 451
Eđli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Frćđasviđ:
Hugmyndaflug-mađur og ímyndunarafl-raunamađur. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Ćviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefiđ nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá ţeim degi nafnbótina og nafniđ SIR. Heiđglyrnir Hinn Hugdjarfi. Ţar af leiđandi, eftir öllum reglum í hinum ţekkta heimi er hann ađalsmađur (ţó ekki grćnn). Riddarinn hefur ekki fariđ varhluta af flökkueđli riddara, hefur fariđ sínar eigin krossferđir, búiđ meira og minna um allt Ísland og víđa erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og fariđ víđa um lönd og strönd.