— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiđglyrnir
Fastagestur og  sagnaţulur.
Saga - 6/12/06
10 evrurnar


.
.
.
Juan… Juan! kallađi mamma, hvar ertu strákur, Juan… Juan!. Hérna mamma! kallađi Juan á móti, hérna mamma!... Og hvar er „hérna” eiginlega í heiminum kallađi mamma í gamansömun tón, en heyrđi samt sem áđur hvađan köllin komu og gékk á hljóđiđ. Juan var úti á veröndinni međ bílana sína í ćsispennandi kappakstri. Juan er ţegar ţessi saga byrjar níu ára spćnskur ósköp venjulegur strákur, ljós á hörund vegna lítilar útiveru, dökkhćđur međ stór brún viđkvćm og spyrjandu augu.
.
Juan var duglegur í skólanum og skarađi ţar fram úr flestum jafnöldrum sínum. Hann var einkabarn og kom frá heimili sem töluđ voru jöfnum höndum ţrjú tungumál spćnska, enska og ţýska. Fađir hans var breskur bankastarfsmađur sem kynnst hafđi móđir hans á Mallorca sem var hennar fćđingarstađur, Hún átti ţýskan föđur og spćnska móđir. Juan talađi öll ţessi tungumál jöfnum höndum og mallorkeen viđ ömmu sína; en ţađ er mállýska mikiđ töluđ á eyjunni og minnir um margt á catalonísku.
.
Juan sagđi mamma, mig vantar svo ađ ţú farir út í búđ fyrir mig, okkur vantar mjólk brauđ og álegg. Já mamma ég er alveg ađ koma svarađi Juan. Juan minn okkur vantar ţetta núna „ekki á morgunn(manjana)” sem var af hennar hálfu örlítiđ skot á sínar eigin spćnsku rćtur, ţar sem „á morgunn(manjana) vill oft vera viđkvćđiđ ef á ađ gera e-đ.
Já, já mamma mín segir Juan og kemur hlaupandi. Mamma lćtur Juan hafa 10 evru seđil og segir honum eins og alltaf ađ passa peningana vel.
.
Juan hleypur af stađ út í búđ sem er ekki langt frá ţar sem hann á heima og finnur sér körfu. Hmmm. Mjólk já hún er ţarna, brauđ, hvar var ţađ nú aftur, jú ţarna og svo gott álegg. Hann hafđi safnađ ţessu öllu samviskulega saman í körfuna og fór síđan međ hana ađ afgreiđsluborđinu.
.
Ţar var vingjarnleg eldri kona sem kannađist viđ Juan ţví ađ hann hafđi komiđ í búđina áđur. Hún tók vörurnar og renndi strikamerkjunum fram hjá skannanum og ţađ kom píp í hvert skipti sem skanninn ţekkti strikamerkiđ. Ţađ gera 8.45 sagđi afgreiđlukonan. Jámm er međ ţađ hérna í vasanum mínum, sagđi Juan og fer ađ leita í vösunum sínum. Sér til mikillar skelfingar finnur hann ekki 10 evru seđilinn sem mamma hafđi látiđ hann fá. Hann fékk kökk í hálsinn, ţetta getur ekki veriđ, hann leitar betur, fer yfir alla vasana skipulagslega. Allt kemur fyrir ekki, 10 evru seđilin er bara hreint ekki ţar ađ finna. Hann finnur hvernig tárin byrja ađ leka niđur og hann kemur ekki upp orđi viđ afgreiđlukonuna.
.
Hann hleypur út úr búđinni og beinustu leiđ heim til mömmu. Hann stendur titrandi í ganginum heima og stynur upp međ grátstafinn í kverkunum ađ hann hafi týnt peningnum. Juan hafđi áđur týnt peningum; og mamma sem venjulega var svo skilngsrík og góđ, var núna venju fremur upptekin af vandamálum fullorđana fólksins,
.
James hafđi hringt úr bankanum og sagt ađ hann yrđi ađ vinna eftirvinnu. Ţetta var ekki í fyrsta skipti, heldur hafđi veriđ ađ aukast mjög undanfariđ. Hana grunađi ađ hann vćri farinn ađ halda viđ ađra konu. Hún var leiđ og reiđ út í allt og alla og lét ţađ bitna á litla stráknum sínum.
.
Juan sagđi hún hátt og reiđilega. Nú skalt ţú fara út og ekki koma heim fyrr en 10 evru seđilinn er fundinn. Ţú skalt lćra ađ peningar eru verđmćti sem ekki er hćgt ađ týna í tíma og ótíma. Ţetta sagđi hún á ţýsku og mjög reiđilega. Juan hljóp hrćddur og grátandi út.
.
Um leiđ og Juan hjóp út áttađi mamma sig á hvađ hún hafđi sagt og gert. Hún settist hágrátandi í nćsta stól og vissi varla í ţennan heim né annan í góđa stund. Ţá tók hún sig saman í andlitinu og fór út ađ leita ađ litla fallega stráknum sínum.
.
Ţetta gerđist svona um hádegisleitiđ og mamma kom uppgefin heim ţrem tímum seinna, eftir ađ hafa leitađ um allt nágrenniđ . Hún hafđi hringt í James og sagt honum hvađ komiđ hafđi fyrir og hann lofađi ađ koma heim eins fljótt og hann gćti. James var kominn heim rétt á undan henni og fór strax sjálfur út ađ leita. Um kvöldmatarleitiđ hringdu ţau í lögregluna. Ţar tóku viđ spurningar og skýrslugerđ og eins og ţví miđur vill oft verđa ţegar ţungt og mikiđ skrifrćđi er annars vegar ţá verđur lítiđ úr frćmkvćmdum lengi vel.
.
Víkur nú sögunni ađ Juan sem hjóp grátandi út og hélt áfram ađ hlaupa ţangađ til hann gat ekki meira. Ţá fór hann ađ hugsa og ţađ eina sem komst ađ í litla höfđinu hans var ađ finna 10 evru seđilinn. Hann gékk um međ óvariđ höfuđiđ í brennandi sólinni og leitađi út um allt ađ 10 evrunum. Á einhverjum tímapunkti „komin međ mikinn hita vegna sólstings og út af uppnáminu sem ađ hann var í” gerđist eitthvađ óafturkallanlegt í litla fallega höfđinu hans.
.
Hann fannst rétt um nóttubil, ráfandi um hálfmeđvitundarlaus og međ óráđi.
.
Núna er Juan orđin 27 ára. Hann vaknar á stofnuninni sinni viđţolslaus á hverjum morgni. Bíđur óţolinmóđur eftir fylgdarmanni, sem ađ fer međ hann í gönguferđir, svo ađ hann geti haldiđ áfram leitinni ađ 10 evrunum……….
.
Hann verđur ađ finna ţćr svo ađ hann megi fara heim.
.
.
.
.
.
.
Töfra Stundir.

   (14 af 120)  
6/12/06 05:01

krossgata

Úbs. Hrikalegur endir. Allar góđar vćttir hafa veriđ fjarri Juan greyinu ţegar hann fór ađ leita. Kaldur, í ţessu tilfelli heitur raunveruleikinn ţađ eina sem á vegi hans varđ.

En vćri ekki best ađ leggja 10 evru seđil í götu Juans og leyfa honum ađ fara heim?

6/12/06 05:01

Anna Panna

Ţetta er fín saga, stutt en uppfull af smáatriđum sem skipta máli. Skál!

6/12/06 05:01

Heiđglyrnir

Krossgata mín, já gott vćri ef ađ lífiđ vćri svo einfalt. Ţví er nú bara ţví miđur ekki svo fariđ.
.
Juan finnur oft og iđulega 10 evruru-seđla, ţví bćđi hafđi starfsfólk stofnunarinnar gert tilraunir međ ađ fara ţá yndislegu og einföldu leiđ, svo og höfđu ferđamenn gaman af ađ planta 10 evru-seđlum í runnum o.s,fv. ţegar ţéir sáu hann leita.
.
Ţegar Juan finnur 10 evru-seđil, heldur hann á honum í smá stund, brosir međ lokuđ augun, sleppir honum síđan og heldur áfram ađ leita.
.
Leit Juan snýst sennilega meira um ađ finna aftur sjálfan sig. Finna stađin/stundina ţar sem hann fór út af veginum.
.
Juan á sennilega eftir ađ leita ađ hverju ţví sem hann er í raun og vera ađ leita, ţađ hann á eftir ólifađ.
.
Harđneskjulegt, já ég veit en svona er lífiđ.
.
Ţakka fyrir ykkar frábćraru innlegg.

6/12/06 06:01

Ţarfagreinir

Ađgát skal höfđ í nćrveru barnssálar - er ţađ ekki bođskapurinn, svona í grófum dráttum?

Flott saga annars.

6/12/06 07:02

Steinríkur

[skemmir allt]
Djöfull er Juan seinţroska.
Evran er nú ekki nema 8 ára gjaldmiđill - svo hann hefur veriđ orđinn 19 ára ţegar hann fór út í búđ...

6/12/06 07:02

Heiđglyrnir

Höfundur réđi ţví miđur ekki viđ allt ţetta undirtektaleysi og mótlćti og hefur ţví veriđ settur á stofnun. Hann biđur ađ heilsa öllum. Gleđilegt Sumar og Töfra Stundir

Heiđglyrnir:
  • Fćđing hér: 19/11/04 19:46
  • Síđast á ferli: 17/12/19 23:34
  • Innlegg: 451
Eđli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Frćđasviđ:
Hugmyndaflug-mađur og ímyndunarafl-raunamađur. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Ćviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefiđ nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá ţeim degi nafnbótina og nafniđ SIR. Heiđglyrnir Hinn Hugdjarfi. Ţar af leiđandi, eftir öllum reglum í hinum ţekkta heimi er hann ađalsmađur (ţó ekki grćnn). Riddarinn hefur ekki fariđ varhluta af flökkueđli riddara, hefur fariđ sínar eigin krossferđir, búiđ meira og minna um allt Ísland og víđa erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og fariđ víđa um lönd og strönd.