— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiđglyrnir
Fastagestur og  sagnaţulur.
Sálmur - 1/12/06
[ / Lygar ]

Hugleiđingar um lygina og hvernig má koma sér upp ţokkalegri siđblindu eđa samviskuleysi međ tíđri notkun hennar. Hér er lyginni líkt viđ ţríhyrnt eggjárn í hjarta, sem snýst örlítiđ og veldur sársauka/samviskubiti í hvert skipti sem fariđ er međ rangt mál. Ţangađ til ţađ hefur snúist allan hringinn og ekki er nein fyrirstađa eftir.

.
.

Illa lygar lykta mćttu
Langa vegu ţekkjast
Fćrri ćttu ćtla-á hćttu
Ćru-morđ og blekkjast

.
.


.
.

Lygin: Ţungt og ţunnleitt er
ţríhyrnt blađ í hjarta
Snýr ţví, skćđa skreytnin hver
Skrúđmćld tungan svarta
Lygum vafin vefinn sker
vökul eggin bjarta
Samviskan ţau sárin ber
Sál í stál ađ narta
Blađ ef heilan hringinn fer
Hćttir’ún ađ kvarta
.
.
.
.
Töfra Stundir

   (27 af 120)  
1/12/06 15:00

Tina St.Sebastian

Bravó!

1/12/06 15:00

krossgata

Glimrandi! Alltaf gaman ađ heildstćđri líkingu og orđaleik. Takk. [Ljómar upp]

1/12/06 15:01

Regína

Afskaplega vel gert, á allan hátt.

1/12/06 15:01

B. Ewing

Rosaleg stunga [Ljómar upp]

1/12/06 15:01

Nornin

Mjög flott myndlíking. Held ađ ţađ sé bara talsverđ viska í ţessu hjá ţér.

1/12/06 15:01

Ţarfagreinir

Ţađ er bara lyginni líkast hvađ ţetta er fín og viturleg vísa.

1/12/06 15:01

Hvćsi

Lygilega gott alveg.

1/12/06 15:01

Heiđglyrnir

Eruđ ţiđ nokkuđ ađ plata mig hmmm...?

1/12/06 15:01

Offari

Glćsilegt. En umhvađ fjallar ljóđiđ hver er ađ ljúga ađ ţér? Hver hćttir ađ hvarta? Ţrátt fyrir samlíkinguna finn ég enga tvírćđni í ţessu sem ávalt hefur veriđ í ţínum ljóđum, ég biđst velvirđingar á ţví ađ vera svona tregur.

1/12/06 15:02

Kondensatorinn

Flottur.

1/12/06 15:02

Heiđglyrnir

Nei nei Offari minn ţú ert ekkert tregur, gefa sér örlítiđ meiri tíma kanski. Eins og kemur fram hér ađ ofan er ţetta hugleiđing um lygina svona almennt og afleiđingar ţess ađ nota hana. Ţađ er samviskan sem er hér sár og kvartar, ţangađ til ađ blađiđ hefur fariđ allan hringinn. Ţá hćttir hún ađ kvarta.

1/12/06 16:00

Salka

Alltaf góđur! Heiđglyrnir.
Bara hreint út sagt snillingur međ orđin og notkun ţeirra.

1/12/06 17:00

dordingull

Í ríki sannleikans spinn ég minn lygavef og veiđi vel. [Stekkur hćđ sína]
SKÁL! fyrir Töfra Stundum Heiđglyrnis, sem eru lyginni líkastar.
[Ljómar upp]

1/12/06 17:01

Sćmi Fróđi

Heiđglyrnir tekur ekki feilpúst frekar en fyrri daginn. Frábćrt.

1/12/06 17:01

Vladimir Fuckov

Skál ! [Sýpur á lygilega fagurbláum drykk]

1/12/06 18:00

Heiđglyrnir

Ţađ er engin lygi ađ ţiđ eruđ međ lygilega góđan smekk og hetjur í hvívetna.

1/12/06 18:00

Jóakim Ađalönd

Ljómandi!

3/12/06 03:02

Krosstré

Í sannleika sagt lýginni líkast

Heiđglyrnir:
  • Fćđing hér: 19/11/04 19:46
  • Síđast á ferli: 17/12/19 23:34
  • Innlegg: 451
Eđli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Frćđasviđ:
Hugmyndaflug-mađur og ímyndunarafl-raunamađur. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Ćviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefiđ nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá ţeim degi nafnbótina og nafniđ SIR. Heiđglyrnir Hinn Hugdjarfi. Ţar af leiđandi, eftir öllum reglum í hinum ţekkta heimi er hann ađalsmađur (ţó ekki grćnn). Riddarinn hefur ekki fariđ varhluta af flökkueđli riddara, hefur fariđ sínar eigin krossferđir, búiđ meira og minna um allt Ísland og víđa erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og fariđ víđa um lönd og strönd.