— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Heiđglyrnir
Fastagestur og  sagnaţulur.
Saga - 3/12/04
Dagsatt en lyginni líkast

Ađ bregđast rétt viđ

ring ring ring ring

Eftir ađ búiđ var ađ slökkva vandlega niđur í vekjaraklukkuni, ţannig ađ mađur hefđi friđ til ađ vakna, varđ manni nú samt litiđ á hana og sá sér til skelfingar ađ klukkan var fimm, “ hvađ í veröldinni” var byrjađ ađ hugsa, en svo kom ţetta allt saman. Mađur var á leiđinni í veiđiferđ

Allt var klárt, í sturtu, í fötin og út í bíl, úbbs gleymdi vöđlunum, inn ađ ná í vöđlunar og út í bíl, úbbs gleymdi litla bróđur, sem var ađalmađur ferđarinnar, međ ţvílíka veiđidellu ađ ekkert annađ komst ađ um ţćr mundir. (og reyndar lćknađast hann aldrei af ţessari dellu er núna skipstjóri og gerir ekkert annađ en ađ veiđa allan daginn).

Rćsi strákinn og spenningurinn hjá honum slíkur ađ hann varđ á undan mér međ alla sína veiđigrćju-útgerđ út í bíl, og ég ţó fullklćddur og á hlaupum. Ţegar út í bíl var komiđ sá ég ađ hann hafđi tekiđ winchesterinn minn međ og látiđ hann í aftursćtiđ, ég leit ţá í hanskahólfiđ og ţar voru tvö magasín fullhlađin og pakki međ skotum, en ţarna er honum rétt lýst ef ađ til hefđi veriđ fallbyssa í kofanum, ţá hefđi hún fariđ međ í ferđina.

Jćja segi ég viđ hann ţegar viđ lögđum á stađ vel fyrir kl. sex hvađ er nćst, jú viđ vorum búnir ađ lofa vini okkar ađ koma međ í túrinn, og Toyotan strax sett í ţađ ađ koma ţví til leiđar á alveg nýju heimsmeti. Viđ lögđum síđan af stađ í veiđitúrinn skömmu síđar, og ekiđ var eins og leiđ liggur um Hvalfjörđ fram hjá Borgarnesi, en ferđinni var heitiđ í Stađarsveit.

En ţar er vatnasvćđi eitt mikiđ sem kennt er viđ Lýsu, (og međ ý magnađ) ţađ skiptist í nokkur vötn, ţetta eru nöfnin sem ađ ég man: Lýsuvatn, Torfavatn og Hóp en ţau eru fleiri, ţađ skemmtilega er ađ ađeins ţarf eitt veiđileyfi í vötnin. Völdum viđ okkur vatniđ sem nćst er sjónum Hópiđ, og ef ađ minniđ er ekki ađ svíkja mig ţá eru svona ca. 200 metrar frá vatni og niđur ađ sjó.

Veiđiútgerđ mín á ţessum tíma samanstóđ af afbragđs kaststöng, opnu kastveiđihjóli, vöđlum (ţessum ódýru ţunnu grćnu) og svona um 8 spúnum allir sérţyngdir ţar sem ég hafđi á ţessum árum gaman af ađ kasta og kasta langt,

ţetta var í enda júlí og napur strekkingur, haustiđ snemma ađ rćkja sína tilkynninga-skyldu um komu vetrar, og ţegar gengiđ var út í vatniđ supu menn ósjálfrátt hveljur, og gćsahúđin var rétt viđ fiđurmörkin.

EN ţarna stóđu menn og, hirtu lítiđ um kulda og vosbúđ og köstuđu fyrir laxi, ţó svćđiđ hafi óneitanlega veriđ fram til ţessa ţekktara fyrir silungsveiđi, var kastađ fyrir laxi og hana nú, lengi vel var vatniđ bariđ til hins ýtrasta, og menn léttir og uppfullir af galsa.

Ekki man ég hvađ klukkan var en allt í einu lifnađi vatniđ viđ, laxarnir stukku á milli okkar og út um allt vatn, veiđimennina setti hljóđa viđ ţessar uppákomur, og ekki er ég ađ fara međ fleipur ţegar ég segi ađ, svo mikiđ og hátt var stokkiđ, ađ hefđi ţví veriđ viđkomandi ađ vera međ háf á réttum stađ á réttum tíma, ţá hefđi laxinn bara hreinlega stokkiđ beint ofan í háfinn, ţannig gekk ţetta um langa hríđ, og ekki var svo mikiđ sem nartađ í okkar króka sem voru ţó međ girnilegra móti, ég var t.d. međ svartann toby, alveg sérlega girnilegan krók.

Ég sá ţađ fljótt ađ ef í nokkurn tíma hafi veriđ góđra ráđa ţörf ţá var ţađ núna, og eins gott ađ lamast ekki úr ráđaleysi, ályktađi sem svo ađ viđ vćrum ţarna hreinlega í miđri laxagöngu og bregđast ţyrfti hratt og örugglega viđ. ţannig ađ ég öslađi í land og út í bíl og náđi í winchesterinn skellti í hann magasíni úr hanskahólfinu, trekti skot upp í hlaupiđ međ gikkpumpunni, og á hlaupum ađ vatninu tćmi ég magasíniđ frá mjöđm í miđja ţvöguna í einni samfeldri stóskotaliđsárás, og viti menn, fljóta ekki bara ţrír laxar á vatninu tveir um átta pund og einn svooonnna um tólf,

Ţar sem ţetta voru mínir fyrstu laxar skemmti mannskapurinn sér konunglega, yfir ađ ég ţurfti ađ naga eina ţrjá veiđiugga af hvern á fćtur öđrum, sem ađ ég held reyndar ađ sé nánast einsdćmi, ţví ađ sjaldan kemur meira en einn lax í einu á stöng.

Ţessi veiđiferđ, sem reyndar ţegar hér er komiđ sögu var ađeins hálfnuđ, var mikil ćvintýraferđ, en ţetta er nú ţegar orđiđ alltof langt, verđ ađ stoppa hér í bili kannski kemur framhald seinna.

Töfra Stundir

   (110 af 120)  
2/11/03 07:02

Skabbi skrumari

Hlakka til ađ heyra framhaldiđ... áttuđ ţiđ engar húkkur?

2/11/03 07:02

Heiđglyrnir

Skabbi minn fyrir utan skál, hef ég bara eitt ađ segja viđ ţig, aldrei fara í stangveiđi á byssu.

2/11/03 07:02

Heiđglyrnir

án

2/11/03 07:02

Skabbi skrumari

Nei, ţađ geri ég aldrei, gott er lika ađ eiga smá dínamít...

2/11/03 08:00

SlipknotFan13

Mjög amerískt, hćgt er ađ nota skotvopn til alls greinilega.

2/11/03 08:00

feministi

Voruđ ţiđ ekki međ net?

2/11/03 08:01

Heiđglyrnir

Heyrđu mig nú feministi, aldrei heyrt um sport, net ţađ er ekki mikiđ sport, en ađ skjóta lax í miđju stökki ţađ er sport, og ađ skjóta ţrjá í röđ ţađ er sport exilanse. en ţetta var bara međ ţví ómerkilegra sem gerđist ţennan dag, sagan er ekki öll.

Heiđglyrnir:
  • Fćđing hér: 19/11/04 19:46
  • Síđast á ferli: 17/12/19 23:34
  • Innlegg: 451
Eđli:
Riddaramennska er lífsstíll.
Frćđasviđ:
Hugmyndaflug-mađur og ímyndunarafl-raunamađur. Náttúrunnar glímutök, svo og glasalyftingar. cult, (minnihluta sérhópa áhugamál) og s ART&ECONOMY
Ćviágrip:
Riddarinn sem er fyrsti og eini riddari Baggalútíu, var sleginn til riddara og gefiđ nýtt nafn af konungi vorum. Ber frá ţeim degi nafnbótina og nafniđ SIR. Heiđglyrnir Hinn Hugdjarfi. Ţar af leiđandi, eftir öllum reglum í hinum ţekkta heimi er hann ađalsmađur (ţó ekki grćnn). Riddarinn hefur ekki fariđ varhluta af flökkueđli riddara, hefur fariđ sínar eigin krossferđir, búiđ meira og minna um allt Ísland og víđa erlendis t.d. Bretlandi, Brasilíu, Eistlandi og fariđ víđa um lönd og strönd.