— GESTAPÓ —
Amon
Nýgræðingur.
Dagbók - 3/12/04
Þið hélduð..

..ef til vill að ég væri týndur og tröllum gefinn..en svo er ekki, Amon er mættur aftur af fullri hörku og hana nú. Vona samt að ég sé ekki algerlega gleymdur hér.

   (6 af 10)  
3/12/04 03:02

Þarfagreinir

Nei nei ... ég man eftir þér, og það af góðu. Velkominn aftur félagi.

3/12/04 03:02

Skabbi skrumari

Ég man eftir þér... hafði einhvern tíman orð á því að ef einhver af ykkur þremenningum myndi koma aftur, þá væri það þú... velkominn

3/12/04 04:00

Dillinger

Ohh þú kominn aftur.

3/12/04 04:01

Gvendur Skrítni

Er þér sama þó ég kalli þig Amon Alis?

3/12/04 04:01

Dr Zoidberg

Rámar í þig en man ekki eftir hinum úr þremenningarhópnum.

3/12/04 04:01

Smábaggi

Gastu ekki fengið annað nafn en þú notar á h**a? Það er lágmark að fólk sem asnast þangað inn reyni að fela það. (Úps.)

3/12/04 04:01

Amon

Smábaggi, ef að h**a er ,,huga" þá hef ég aldrei verið þar. Sem þýðir að það sé eitthvert ómenni þar sem hefur tekið nafn mitt traustataki. Og Gvendur, svo ég svari þér. Þá er mér ekki sama, kallaðu mig Amon eða slepptu því yfir höfuð að ávarpa mig.

3/12/04 04:02

Jóakim Aðalönd

Ég ætla að sleppa því yfir höfuð.

3/12/04 06:01

Smábaggi

Ég skil. Það ómenni hefur sennilega eitthvað verið að fikta með tímavélarnar frá mér.

Amon:
  • Fæðing hér: 17/11/04 12:20
  • Síðast á ferli: 30/11/10 11:24
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ég fæddist, ég lifi, ég mun deyja.
Fræðasvið:
Eftir B.a. próf í skotfimi hóf ég bóklegt nám við stjórnmál.
Æviágrip:
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri árum. Ruddi mér leið inn í lönd á borð við Pólland og Frakkland. Hrökklaðist heim á leið undan Sovétríkjunum. Hef nú fundið mér samastað á Lútnum þar sem ég mun eyða ævikvöldinu í friði.