— GESTAPÓ —
Amon
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/03
Augun í myrkrinu

Ég var að keyra minn þýzka eðalvagn í fljúgandi hálku eftir ónefndum vegi í Reykjavíkurborg seint í nótt. Ég taldi mig vera einan á ferð og stýrði þýzka trillitækinu eftir bestu list, þar til ég sá mér til mikillar undrunar, tvö glóandi augu, stara á mig á veginum. Ég hugsaði með mér, á ég að kúpla og bremsa, eða ætti ég að láta vaða sem ekkert væri. Ég valdi síðari kostinn. Ég nálgaðist augun hægt, en svo fannst mér, þó svo að mælir þýzka dýrsins sýndi hátt á hundraðið. Skyndilega hurfu þessi starandi augu. Ég hugsaði með mér, ætli ég hafi farið framhjá. Það var því ekki fyrr en ég heyrði hljóðið að ég áttaði mig á því, ég var orðinn morðingi. Hljóðið var einkennandi. Tvö þung bönk, sem breyttist síðar í þögn hinna dauðu og ekkert hljóð barst mér til vitundar nema ACDC-sönghópurinn hljómaði í útvarpinu. Ég leit í baksýnisspegilinn og freistaði þess að sjá dráp mína, en hún var hvergi að finna. Ég stöðvaði þýzka drekann á nærlyggjandi bensínstöð og leit undir bílinn. Þar var ekkert að finna í fyrstu og það var ekki fyrr en ég tók upp vasaljós að ég sá það, svört hártægja sem lafði föst við afturdemparann.
Eigi veit ég hvað varð af restinni af þessu dýri sem starði á mig þarna á veginum, e.t.v. drap ég það ekki...en eitt er víst, ég hef ekki séð þessi starandi augu síðar.

   (9 af 10)  
2/11/03 03:01

Sverfill Bergmann

Skepna...

2/11/03 03:01

Ívar Sívertsen

Ekkisens ódámur!

2/11/03 03:01

Nornin

Ef keyrt hefði verið á svarta köttinn minn í nótt værir þú grunaður!! Vondi maður ... það á alltaf að reyna að keyra ekki á saklaus dýr... frekar að klessa helvítis bílinn!!!

2/11/03 03:01

Amon

Ekki hata mig þó ég sé án sálar. Eina skiptið sem ég myndi fórna bíl mínum og keyra útaf, er ef að um væri að ræða mannslíf fyrir framan mig. Eða a.m.k. í flestum tilvikum, auðvitað eru til undantekningar á því líka.

2/11/03 03:01

Davey

Hann kemur til þín í nótt og kemur þér fyrir kattarnef...

*gerir The Grudge hljóðið*

2/11/03 03:01

Dillinger

Ég lenti einu sinni í þessu en ég nauðhemlaði og veran slapp, það eina sem gerðist var að ég blótaði honum.

2/11/03 03:01

Dillinger

Og já MORÐINGI!!!

2/11/03 03:01

krumpa

Æi - Hvað í fjáranum ertu að gera keyrandi í hálku innanbæjar á hundrað ??? Ef þú keyrir yfir köttinn minn eða barnið mitt þá kem ég og sker undan þér, steiki það og gef þér með sultu og rjóma...

Annars er afsakanlegt í sumum tilvikum að keyra á dýr - þannig sko... Lenti í því sjálf fyrir nokkrum árum á Þingvöllum að keyra á lóu - hún var allt í einu á miðjum veginum og það var annað hvort að keyra út af (og drepa mig, það var bratt hinum megin) eða keyra yfir hana. En áfallið var mikið - var alveg í sjokki á eftir - þetta er ekki eitthvað sem maður gerir að gamni sínu. Og aukinheldur var ekki hálka eða vetur og ég var ekki á neinum ofsahraða...

Vesalings lóan.

2/11/03 03:01

Finngálkn

Svona er að eiga einhvern helvítis BMW!

2/11/03 03:01

Dillinger

Eða Banz, Audi eða Wolgsvagen

2/11/03 03:01

Dillinger

Já og Opel en hver vill eiga opel

2/11/03 03:01

Amon

Ég held nú að nöfnin séu Benz og Volkswagen minn kæri Dillinger. En sammála er ég þér með Opel, það er bara bíll fyrir löggur og konur.

2/11/03 03:02

Coca Cola

þú meinar bíll fyrir kegglingar

2/11/03 04:00

Skabbi skrumari

ég get ekki orðað það sem ég ætlaði að segja, þú drepur ekki eitthvað sem þú getur komist hjá því að drepa... punktur...

2/11/03 04:00

Amon

Vil taka það fram að ég er ekki viss um að ég hafi drepið eitt né neitt, þið stimplið mig öll hér sem morðingja.

2/11/03 04:00

Skabbi skrumari

Morðingi... hehe

2/11/03 04:01

Ólafur

Ég keyrði líka einu sinni á flugu. Hún kramdist á framrúðunni...

Í alvöru! Hvað er eiginlega í gangi hérna. Það er eins og maður sé lendur á aðalfundi dýraréttindabullhóps Baggalúts.

Amon:
  • Fæðing hér: 17/11/04 12:20
  • Síðast á ferli: 30/11/10 11:24
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ég fæddist, ég lifi, ég mun deyja.
Fræðasvið:
Eftir B.a. próf í skotfimi hóf ég bóklegt nám við stjórnmál.
Æviágrip:
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri árum. Ruddi mér leið inn í lönd á borð við Pólland og Frakkland. Hrökklaðist heim á leið undan Sovétríkjunum. Hef nú fundið mér samastað á Lútnum þar sem ég mun eyða ævikvöldinu í friði.