— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/07
Hjálp! Jólin eru alveg að koma!

Af hverju hverfa alltaf fyrstu þrjár vikur desembers?

Þetta var upphaflega innlegg á "Á hverju varstu að átta þig?" - þræðinum. Að áskoran Lokku Lokbrár birti ég þetta hér sem félagsrit, með smá viðbótum.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ég var að átta mig á því að það eru rétt rúmir 47 klukkutímar þar til jólin verða hringd inn.

Af þessum 47 tímum þarf ég líklega að sofa í u.þ.b. 16 klukkutíma, og við getum reiknað með 4 tímum í ýmislegt annað eins og að borða, fara á klósettið og fara í sturtuböð. Þá eru eftir 27 klukkutímar. Svo þarf að gera ráð fyrir nornasullinu sem felur gráu hárin - það eru tveir tímar.

25 klukkutímar sem ég hef til að:
Kaupa jólagjöf handa Íbba (sem ég veit ekki enn hvernig á að vera!)
Kaupa jólagjöf handa tengdaforeldrum mínum og líka tengdaforeldrum Íbba
Kaupa jólagjöf handa Draumþrúði ömmu (sem ég er ekki alveg búin að ákveða)
Kaupa jólagjöf handa afa og stjúpömmu (sem eiga allt og vilja ekkert en verða samt sár ef þau fá ekki pakka - og ég á eftir að ákveða hvað á að fara í pakkann!)
Kaupa konfektkassa handa frænda
Athuga með tvo hugsanlega jólagjafaþiggjendur, hvort það eigi hugsanlega ekki að kaupa handa þeim gjöf?
Svo þarf víst að pakka herlegheitunum inn, ásamt þeim gjöfum sem þegar eru komnar í hús.

Þar fyrir utan á ég eftir að þvo hálft tonn af þvotti (og finna sama þvotti pláss í yfirfullum skápum), skreyta jólatré, kaupa eitthvað meira í matinn, búa til matinn (jah, eða Íbbi sér kannski um það), þrífa íbúðina hátt og lágt, nema barnaherbergið - þar þarf að taka til fyrst og SVO er hægt að þrífa...
Skipta á öllum rúmunum
Skreyta meira með dótinu sem er í jólaskrautskössunum
Finna pláss fyrir jólaskrauts-kassana því geymslan er full
Endurskipuleggja eldhússkápana svo hægt sé að koma nýja matarstellinu fyrir
Hjálpa dætrunum með jólabaðið
Útdeila pökkum og einstaka jólakortum sem fóru ekki í póst
Senda rafræna útgáfu af jólakortunum til þeirra sem eru ekki staddir á þessari guðsvoluðu eyju um jólin
Fara í tvö (!!!) boð á aðfangadag - og vera komin heim kl. 16.15 í síðasta lagi.

...og ég er örugglega að gleyma einhverju...

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Viðbót :
Nú eru rétt tæpar 46 klukkustundir þar til jólin verða hringd inn. Ég þarf enn þessa 16 tíma til að sofa...
Góðu fréttirnar eru þær að ég er komin með agnarlitla hugmynd að jólagjöf Ívars og líka Draumþrúðar ömmu. Ég þarf bara að redda þeim... einhvernveginn...
Svo er ég líka næstum búin að fá úrlausn varðandi gjöfina til afa og stjúpömmu... en ég gleymdi að ég á eftir að baka meira - og Íbbi á eftir að sjóða rauðkálið!

Hver vill koma að skúra hjá mér?

   (3 af 32)  
2/11/07 22:02

Upprifinn

Hvaða, hvaða!
Ég sit nú bara og bíð í rólegheitunum, horfi á sjónvarpið og dúlla mér á gestapó.[gefur frá sér vellíðunarstunu]

2/11/07 22:02

Villimey Kalebsdóttir

Ekki ætla ég að skúra. Því ég nenni ekki einu sinni að skúra heima hjá mér. En, ég skal gera eitthvað annað. Hér eru hugmyndir af því sem ég get gert..

1. Borðað matinn þinn..
2. Borðað konfektkassann sem er ætlaður frænda þínum.
3. Pakkað inn. Mér finnst það mjög gaman. En ég mundi að öllum líkindum eigna mér pakkana eftir á.
4. Borðað matinn...
5. Svo er ég alltaf tilbúin að koma og kúra hjá þér Hexía mín..

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Uppi, geturðu þá kannski komið og hjálpað mér?

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Já Villimey... þú mátt alveg koma og kúra einhverntímann seinna. Ég hef því miður frekar lítinn tíma núna eins og gefur að skilja...

2/11/07 22:02

Villimey Kalebsdóttir

Og gleymum því ekki... Ég minnti þig á að jólin væru að koma í lok nóvember!!!!

2/11/07 22:02

Villimey Kalebsdóttir

<skellihlær> jeijj!! Ég er strax byrjuð að hlakka til.

2/11/07 22:02

Regína

Takk fyrir að minna mig á að baka!

2/11/07 22:02

Vladimir Fuckov

Villimey - hvað eigið þjer við ? Koma jólin í lok nóvember ? [Leitar í miklu fáti að tímavjelinni]

2/11/07 22:02

krossgata

Ég er búin að skúra og þurrka af. Á eftir að þrífa eldhússkápana - að utan. Búin að kaupa í matinn. Búin að skreyta, nema jólatréð. Búin að kaupa allar jólagjafir, nema handa mínum ektamaka (þorláksmessuaðgerð). Ég sé það núna að það að hugsa þetta út frá sjónarhorninu "ég er búin að" veitir mér þá tilfinningu að ég sé að gleyma hálfum öðrum helling, en get ekki munað hvað er eftir.
[Dæsir mæðulega og allt það]

Annars hefur fullkomnunarárátta mín varðandi jólin smáminnkað með árunum. Þetta reddast.

2/11/07 22:02

Þarfagreinir

Ég á nóg af tíma flesta daga þar sem ég geri ekkert af viti. Ég get alveg lánað þér eitthvað af honum.

2/11/07 22:02

Villimey Kalebsdóttir

<Hlær ennþá meira> Neeei. Okei, ég minnti Hexiu á það í lok nóvember að jólin væru á næsta leiti.

En, endilega halltu áfram að leita að blessaðri tímavélinni. Ég þarf að nota hana.

2/11/07 22:02

Garbo

Ég á líka eftir að skúra. Já, og skipta á rúmunum og fara með nokkra ruslapoka út í gám. [Dæsir]

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Hm... já... það þarf líka að fara með fullt af pappa og tómum flöskum niður í geymslu. Sem er full, muniði. [Dæsir]

2/11/07 22:02

Galdrameistarinn

Mér er slétt sama um jólin þeim hefur verið frestað á þessu heimili um óákveðin tíma.

2/11/07 22:02

Ívar Sívertsen

Ætli ég geri ekki eins og fyrir nokkrum árum þegar ég pakkaði eyrnalokkum inn í vídeóhulstur, skjalatösku, 3 pappakassa og allt saman var vitanlega í jólapappír... Úps... nú les Hexia þetta... þá þarf ég að gera eitthvað annað...

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Villimey, sjáðu til, það var fínt að þú minntir mig á í nóvember að jólin væru að fara að koma. Gallinn er að svo kom desember, og eins og venjulega gufa fyrstu þrjár vikurnar af desember alveg upp. Bókstaflega. Ég veit ekki hvað varð af þeim!

2/11/07 22:02

Annrún

Úff Hexia ég öfunda þig ekki! Ég er komin heim á Hótel Mömmu þar sem er fínt að vera og það er hugsað um allt fyrir mann. Mæli með því að fara bara þangað um jólin.

2/11/07 22:02

Dula

Elskan mín sko, gefðu karlmönnunum bjórkippu og konunum beilís, börnunum ladda dvd diskinn , slökktu ljósin, kveiktu á nokkrum seríum og þá er allt reddí, þú þarft kannski að taka pínu til áður en Ívar fer að elda jólamatinn , annars ertu bara góð.

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Já ég hef nú verið miklu meira í rugli með jóla-undirbúninginn áður, og veit að jólin koma samt. Sjá t.d. hrakfallajólin okkar Íbba: http://baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=85&n=1872

2/11/07 22:02

Kiddi Finni

Gjafir fyrir fólk sem á allt: eins og sokka, kerti, eða konfekt.
Er það alveg úr tisku að gefa bækur í jólagjöf?

2/11/07 22:02

Grágrímur

Sko jólin koma alveg þó að það sé ekki búið að skúra... eða þó það hafi gleymst að kaupa grænar baunir eða hvort jólatréið sé skakkt eða ekki, aðalmálið er að vera hjá þeim sem manni þykir vænt um njóta nærveru þeirra.

Það finnst mér allavega.

2/11/07 22:02

Vladimir Fuckov

Ráð Dulu um að slökkva ljósin er kannski ekki svo vitlaust því þá sjest miklu síður ef jólatiltekt/jólahreingerningu er ekki alveg 100% lokið [Glottir eins og fífl].

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Kiddi: Það virkar ekki að gefa fólki bækur í jólagjöf, ef allir sem ég þekki eru búnir að fá bitastæðustu bækurnar af bæjarbókasafninu sínu. [Glottir]

2/11/07 22:02

Regína

Mér sýndist Dula vera að stinga upp á að kveikja í nokkrum servíettum ...
.. það myndi auðvitað redda ýmsu.

2/11/07 22:02

Vladimir Fuckov

Að kveikja í servíettum er afbragðs hugmynd [Ljómar upp]

Bjart er yfir blokkinni, blika ljós á slökkvibíl

[Kemst í jólaskap]

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

[Raular með]

2/11/07 22:02

Offari

Afhverju var mér ekki sagt þetta fyrr? Bjóst einhver við að jólin gætu lagst oná kreppuna? Hverjir bera ábyrgð? Gangi þér annars vel Hexía.

2/11/07 22:02

Ívar Sívertsen

[Kveikir í jólatrénu]

2/11/07 22:02

Villimey Kalebsdóttir

AAAA Ívar!!! <Reynir að slökkva í jólatrénu>

2/11/07 22:02

Tigra

Ég er búin að kaupa alla pakka og pakka öllu inn nema örfáum... á eftir að skottast með örfá jólakort og leggja lokahöndina á herbergið mitt. Ég er sumsé bara góð.
Við Andþór ákváðum því núna örfáum klukkutímum fyrir jól að setja upp annað fiskabúr og umturna herberginu mínu til að koma því fyrir hehe.

En veistu... jólin koma alveg þó að gólfið sé skítugt. Það skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að þú, Íbbi, Díva og Prímadonna séuð saman í faðmi fjölskyldunnar.

Knús og gleðileg jól!

2/11/07 22:02

Hexia de Trix

Já ég veit að það skiptir ekki máli hvort hér verður skúrað... enda er það varla á aðgerðalistanum mínum.

En mér þætti betra að vera búin að redda öllum jólagjöfunum, og eiga nóg af gúmmelaði í ísskápnum.

2/11/07 23:00

Lokka Lokbrá

Heil og sæl Hexia de Trix.
Jólin eru komin hjá mér, þegar ég er búin að:
Í fyrsta lagi, hafa nægjanleg ljós til að lýsa upp svartasta skammdegið fyrir jólaálfa, jólasveina og okkur hin.
Í öðru lagi , hafa nægan mat og góðar gjafir fyrir mína nánustu, auk þess hef ég viðbótargjafir fyrir óvænta og velkomna gesti.
Í þriðja lagi fer ég alltaf út með allt rusl áður en hátíðin gengur í garð.
Í fjórða lagi hef ég til nammi í eldhúskrukku og í stofuskál fyrir gesti, sjáanlega eða hulda.
Í fimmta lagi skúra ég öll gólf í íbúðinni, uppi og niðri. Stigann upp og stigann niður í kjallara.

Rétt fyrir hátíðina eða á jólanótt fer ég með álfaákall við opna hurð.

Auk þess mun ég örugglega halda mínum jólasiðum á vinnustað og skúra allt þar, kveikja jólaljós, setja nammi í skál og fara út með rusl áður en ég fer heim klukkan fjögur á aðfangadag.

Gleðileg jól.

2/11/07 23:00

Lokka Lokbrá

Auk þess verða allir að fá nýja flík, smáir samt sem háir.

2/11/07 23:00

Ívar Sívertsen

[sefur]

2/11/07 23:01

Sæmi Fróði

Áttu ekki töfrasprota (þá er ég ekki að tala um Ívar)?

2/11/07 23:01

Glúmur

Hafðu það bara gott Hexia. Þetta getur verið ósköp ágætur tími.
[Veifar hattinum]
Hó, hó, hóó!

2/11/07 23:01

Upprifinn

Já Hexia ekkert mál ég ætla samt fyrst að skella mér í skötu og svoleiðis, þá þarf að renna af mér og svo get ég kannski lagt af stað.
ætli ég verði ekki kominn um kl. 6 annað kvöld.

2/11/07 23:01

Kargur

Hví er fólk að stressa sig yfir jólunum? Þetta hefur alltaf reddast og mun þess vegna reddast enn einu sinni.

2/11/07 23:01

Regína

Kannski er nóg að skúra og sleppa öllu hinu?

2/11/07 23:01

krumpa

Af hverju tekurðu ekki bara upp rússnesk jól og gefur gjafir 31. des? Sendir bara tengdó og frændum tilkynningu um það - þá geturðu líka endurpakkað gjöfum sem þú færð og vantar ekki eða langar ekki í og gefið þær aftur.... annars þarf ég að halda áfram að þrífa sko - er sannfærð um að það verða engin jól ef það er ryk ofan á eldhússkápunum! GLEÐILEG JÓL öll!

2/11/07 23:01

Kargur

[fölnar] Ryk ofan á eldhússkápum? Mín kenning er sú að sjái maður ekki rykið sé það ekki til. [heldur áfram að lifa í eigin draumaheimi]

2/11/07 23:01

Villimey Kalebsdóttir

Mér leiddist í vinnunni í dag og ég bjó til u.þ.b. 15 músastiga.. Ef þig vantar jólaskraut Hexia mín, þá máttu eiga þá. [flissar]

2/11/07 23:02

Einstein

Þar sem ég er Gyðingur, held ég ekki upp á jól. Hanukkah-undirbúningur virðist vera mun streituminni en jólaundirbúningur. Ég og konan erum búin að gera allt klárt fyrir löngu (enda er hátíðin þegar gengin í garð hjá okkur). Börnin eru auðvitað spennt, enda fá þau 8 gjafir. Gerist bara Gyðingar Hexia mín og þá verður þetta allt miklu rólegra (auk þess sem hátíðahöld standa yfir í 8 daga fremur en 3).

3/11/07 00:00

Hexia de Trix

Þetta gengur allt ágætlega hjá mér - nú á bara eftir að pakka inn nokkrum gjöfum, skipta á rúmum og finna pláss fyrir þrjá stóra pappakassa sem eru fyrir mér. Geymslan er full, eruð þið með einhver ráð?

3/11/07 00:00

Huxi

Hvað... Jól... Núna...
[Panikkast endanlega]

3/11/07 00:01

albin

Hvað með kontrabassa handa Ibba?

Hvað með að láta divurnar föndra gjafir handa hinum vandræðapésunum? Slíkt fæst ekki í nokkurri búð, og er þ.a.l. ómetanlegt.

Hvað með að láta (lesist leyfa) divunum að skreyta fyrir þig? Þetta er jú mest hátíð fyrir börnin, og þau hafa gaman af því að skreyta.

Hvað með að LÁTA Ibba sjá um að skipta á rúmmum, endurskipuleggja eldhússkápa, senda rafrænu kortin og deila út pökkum. Gætir örugglega fengið hann til að skúra líka.

Þá ættir þú hæglega að geta farið í jólabaðið, sofið og sullað norna(s)eyði í hárið.

3/11/07 00:01

albin

Svo er örugglega eitthvað af þessu búið núna...

3/11/07 00:01

Wayne Gretzky

Hugsaðu bara hvað Skabbi er óheppinn, hann þarf að finna gjöf fyrir elg...hvað ætli elgir vilji?

3/11/07 01:00

Ívar Sívertsen

Hexið fann frábæra gjöf handa mér!

3/11/07 01:01

Vladimir Fuckov

Vjer vorum allt í einu að átta oss á að það er tóm vitleysa að jólin sjeu alveg að koma. Það eru rúmlega 364 sólarhringar í næstu jól þannig að nægur tími er til stefnu [Ljómar upp].

3/11/07 02:01

Hexia de Trix

Já Vlad... það er alveg rétt! Svo ég ætla bara að slappa af þangað til! [Ljómar líka upp]

Annars hafðist þetta nú svona þokkalega...
Og albin: Íbbi mátti ekkert vera að því að sjá um þessi húsverk, hann var svo upptekin við að sjóða rauðkál, sjáðu til. Eins og allir vita geta karlpóar bara gert eitt í einu. [Glottir eins og fífl]
Svo gat ég ekki farið að gefa honum kontrabassa í jólagjöf, ég sem er nánast búin að lofa honum að fá kontrabassa í hortugsafmælisgjöf. Ég fer ekki að leyfa honum að eiga TVO kontrabassa, svo góðhjörtuð er ég nú ekki! [Glottir eins og gribba]

3/11/07 02:01

Villimey Kalebsdóttir

<Skellihlær>

Hexia de Trix:
  • Fæðing hér: 9/11/04 23:04
  • Síðast á ferli: 22/2/23 12:33
  • Innlegg: 5327
Eðli:
Prakkaranorn
Fræðasvið:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvíræðni, bókasafns- og upplýsingafræði.
Æviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér þegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náði happapeningnum þegar Frelli lagði gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvað hún ætlaði að gera við hann.