— GESTAPÓ —
Hexia de Trix
Heiđursgestur.
Pistlingur - 2/12/05
Móđurmáliđ og móđurţrjóskan

Hún Díva litla er alveg ađ verđa sex ára. Í haust mun hún stíga sín fyrstu skref á grunnskólagöngu sinni.

Ţađ er ţví til mikils ađ vinna ađ reyna enn einu sinni ađ vinna bug á helv.... ţágufallssýkinni sem barniđ smitađist af í árdaga leikskóladvalar sinnar. Blessađ barniđ hefur alltaf sagt „mér langar“ og „mér dreymdi“ og svo framvegis. Foreldrarnir sem og ađrir fjölskyldumeđlimir hafa veriđ duglegir undanfarin ár ađ reyna ađ leiđrétta ţetta. Ítrekađ er gripiđ fram í fyrir telpunni međ innslaginu „ţađ á ađ segja MIG langar!“ en telpan er svo niđursokkin í frásögnina ađ hún lćtur sjaldnast slá sig út af laginu.

Eftir áralanga baráttu hef ég, sem von er, nánast hćtt ađ heyra ţessa ambögu hjá Dívu litlu. Ég hef ţó reynt ađ leiđrétta hana ef hausinn minn međtekur villuna, en eins og áđur sagđi hefur ţađ stundum fariđ framhjá mér.

Um daginn bar ţađ viđ ađ Díva var ađ segja mér eitthvađ ósköp merkilegt sem hún hafđi upplifađ í afmćli hjá vinkonu sinni og lýsti ţví yfir ađ hana langađi ađ hafa slíkt hiđ sama í sínu afmćli. Ţar sem ég stumra ţreytt yfir húsverkunum međ hálfa međvitund bregđur mér allt í einu viđ ţegar barniđ hrópar hástöfum: „Mamma ég sagđi MIG!“

Ţá hafđi hún, blessađ barniđ, ekki ađeins náđ ţeim áfanga ađ hreinsast af ţágufallssýkinni, heldur tók hún sjálf eftir ţví hversu dugleg hún var. Eins gott, ţví annars hefđi ţessi merkisatburđur fariđ algjörlega framhjá mér.

Ţađ er ţví greinilegt ađ ţrjóskan hefur alltaf betur... ađ lokum.

   (13 af 32)  
2/12/05 02:01

Hundslappadrífa í neđra

Stolt af ţér Hexía! Og stúlkukorninu líka.

2/12/05 02:01

Barbapabbi

Já blessađ barnamáliđ, ţetta minnir mig á smástelpu sem ég sá tautandi yfir flćktum sippuböndum um daginn:.
.
gegt kúl, ýkt svo ógsla flott
alveg bilađ flippiđ
ekki máliđ, meina nott!
meika ekki sippiđ.
.
flengja ţetta úr henni bara

2/12/05 02:01

Dexxa

Frábćrt, ţađ er best ađ stopp ţetta sem fyrst.. ég ţjáist sjálf af ţágufallssýkinni en er ađ reyna eins og ég get ađ lagfćra ţađ...

2/12/05 02:01

B. Ewing

Já ţessi barátta er semsagt ekki alveg töpuđ eins og hörmungarspámenn- og konur hafa haldiđ fram undanfariđ. [Ljómar upp]

2/12/05 02:01

Mosa frćnka

Endilega til hamingju!

2/12/05 02:02

Bangsímon

Jei! Gott ađ barniđ sé ađ lćra góđar málvenjur.

En afhverju eru viđ aftur á móti ţágufallssýki? Eru nýjar málvenjur af hinu illa? Ţađ er nú ekki eins og viđ séum ađ taka inn orđ frá erlendum tungumálum í ţessu tilfelli. Mér finnst ađ viđ eigum bara ađ vera međ opinn huga fyrir nýjum venjum og gleyma ekki ađ margt í íslenskri tungu var innleitt međ ţví ađ segja eitthvađ vitlaust nógu oft.

All Hail Discordia! Embrace the Madness!

2/12/05 02:02

Jóakim Ađalönd

Hafa fallbeygingar ekki alltaf veriđ eins í íslenzku? Er ástćđa til ađ breyta ţví?

Annars er ţađ rétt ađ öll tungumál hneigjast til einföldunar. Sjáum bara dönskuna međ sín tvö kyn: samkyn og hvorugkyn. Ţvílík kynvilla! Sjáum spćnskuna sem fallbeygir ekki nafnorđ og svo mćtti lengi telja. Ćtli ţađ endi ekki međ ţví ađ allir tali bara ensku?

Ég óska ykkur til hamingju međ áfangann, Hexía og Díva. Ég biđ ađ heilsa Dívari.

Ađaljóki

2/12/05 02:02

Offari

Ó mć god Ţarf ég nú ađ fara kenna dóttir minni ađ tala rétt mál. Vandamáliđ er ađ ég er svo sjúkur sjálfur ađ ég fatta ekki hvort hún talar rétt eđa rangt.

2/12/05 02:02

Nermal

Ţágufallssýki er hvimleitt vandamál. Ég tek mjög vel eftir ţessum villum hjá öđrum og reyni ég í hvívetna ađ vanda mál mitt. Stafsettningin mín er ađ vísu allt annar handleggur...

2/12/05 02:02

Grýta

Góđ saga Hexia!
Einmitt börnin lćra ţađ sem fyrir ţeim er haft.
Litla Dívan hefur lćrt ađ segja mig og var stolt ţegar henni tókst ađ tileinka sér orđiđ.
Flott hjá henni og ykkur!

2/12/05 03:00

blóđugt

Flott hjá ykkur!

Ég las einhverja vođa merkilega grein um máltöku barna einhvern tíma fyrir löngu, ţar stóđ ađ foreldrar styrktu ađ mestu sannsögli frekar rétt mál. Síđan ég las ţetta hef ég einbeitt mér markvisst ađ ţví ađ styrkja rétt mál sem og sannsögli. Ţađ er gott ađ vinna svona sigra!

Áfram ţiđ!

2/12/05 03:01

Tigra

Duglegur andarungi!
Nú sé ég stolta andamömmu!
[Ljómar upp]

2/12/05 03:01

Hexia de Trix

Brabra!

2/12/05 03:01

Ugla

Sonur minn tveggja ára segir viđ mig ţegar vel liggur á honum "Mamma, ég elska ţér...ţú ert bestur."
Ég fć ţađ aldrei af mér ađ leiđrétta hann.

2/12/05 03:01

Vladimir Fuckov

Er ţađ ekki bara misheppnuđ tilraun hjá honum til ađ ţjera yđur ?

Vjer fögnum síđan árangri Hexiu í baráttunni gegn ţágufallssýki.

2/12/05 04:01

Ísdrottningin

Gott mál [ljómar upp]

2/12/05 11:01

Stubbur Stóri

Jamm gott mál (ljómar upp)

2/12/05 11:01

Stubbur Stóri

[Er einhver hér]

2/12/05 11:01

Stubbur Stóri

HELLO

2/12/05 11:01

Stubbur Stóri

???????

2/12/05 13:00

Ívar Sívertsen

Ţegiđu bara Stubbur Stóri!

1/11/07 22:01

Wayne Gretzky

Huh

Hexia de Trix:
  • Fćđing hér: 9/11/04 23:04
  • Síđast á ferli: 13/11/19 09:31
  • Innlegg: 5325
Eđli:
Prakkaranorn
Frćđasviđ:
Galdrar, töfrar, hrekkir, tvírćđni, bókasafns- og upplýsingafrćđi.
Ćviágrip:
Missti stjórn á sjálfri sér ţegar hún var stödd í Undirheimum fyrir nokkru og náđi happapeningnum ţegar Frelli lagđi gildru. Er nú stoltur eigandi happapeningsins, en man ekki lengur hvađ hún ćtlađi ađ gera viđ hann.