— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Van Hoiberg
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/04
Erfiðleikar

Vonandi að þið fyrirgefið þessi skrif.

Er það bara ég:

að fyllast aðdáunar yfir því hvað aðrir Gestapó meðlimir eru frjóir í skrifum?

að eiga í erfiðleikum með að koma hugsunum mínum á blað?

að telja sjálfan mig verri en aðrir sem geta skrifað ljóð?

að hafa grátið þegar ég frétti að það ætti að gera framhald af Flintstones myndinni?

....eða eru fleirri staddir í sömu sporum og ég?

   (1 af 1)  
9/12/04 15:01

Ugla

Ég skil þig vel.
Ég grét reyndar ekki yfir fréttunum um Flinstones framhaldsmynd en græt í staðin yfir sjónvarps fréttunum, auglýsingunum og nánast öllum öðrum dagskrárliðum sjónvarpsins...

9/12/04 15:01

feministi

Það ert ekki bara þú. Nema þetta með grátinn, almennt bítum við hin á jaxlinn og bölvum í hljóði.

9/12/04 15:01

B. Ewing

Þetta þekkja mun fleiri hér. en ein skrif eru alltaf ein skrif. Kom sjáfum mér á óvart er ég komst að því að ég hafði lokið við 9 pistlinga hér.

9/12/04 15:01

Van Hoiberg

Þakka hlý orð. En hvernig er ekki hægt að gráta þegar maður fær svona slæmar fréttir.

9/12/04 15:01

Krókur

Ekkert að fyrirgefa, ég kannast við þetta allt, nema hvað að ég vissi ekki af þessu með Flintstones myndina.

9/12/04 15:01

B. Ewing

Öllu verra fannst mér að Britney nokkur Spears væri sannfærð um að hún gæti "leikið" í annarri mynd. Hræðilegar fréttir að mínu mati.

9/12/04 15:01

Van Hoiberg

Já þetta er satt hjá þér kæri herra B.Ewing. Ég er hættur þessu væli.

9/12/04 15:01

Sæmi Fróði

Bugastu ei, það versta er afstaðið.

9/12/04 15:01

Prins Arutha

Ég skil þig vel. Ég er nákvæmlega þarna núna.

9/12/04 15:01

Don De Vito

Rólegur Prins, þú ert búnn að vera hér í mánuð og búinn að skrifa helmingi meira en ég og gott betur.

9/12/04 15:01

Sundlaugur Vatne

Hættu þessu holtaþokuvæli og aumingjahætti, góði. Hugsaðu eins og maður (karl eða kona) en ekki eins og mús milli þilja. Taktu þér tak.

Van Hoiberg:
  • Fæðing hér: 8/11/04 21:58
  • Síðast á ferli: 9/5/06 13:26
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ekkert allt of ræðinn einstaklingur með hrikalega þrá fyrir áfengi og neftóbaki. Á það til að titla sig titlum sem engin skilur.
Fræðasvið:
Sérgrein Textílhönnun og fróðleikur um Eyríki sem sökkva daglega og rísa aftur næsta dag. Þykir sérlega fróður um bleyjuskipti þar sem að hann þarf að skipta á móður sinni þegar hann hittir hana.
Æviágrip:
Fæddur fyrir ekkert allt of löngu síðan af móður sinni sem reyndar er Órangúti en faðirinn kemur frá Stokkseyri.
Braust út af óþrifnu heimili foreldra sinna til þess eins að setjast að í litlu hreysi sem engin hefur séð og eru getgátur uppi um að ekki sé til. Stofnaði lítið Eyríki í höfninni í Þorlákshöfn en þurfti að flytjast burt þegar hann kom heim úr vinnunni því að þá var flóð.
Allt fram til nú hefur Van Hoiberg ekkert gert af sér og mun sennilegast ekkert gera í nánustu framtíð nema vera til vandræða á næstu börum.