— GESTAPÓ —
Wonko the Sane
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/12/04
Neysla eða ofneysla

Var að prófa að gera greiðslumat á netinu og og tók eftir einu nokkuð merkilegu

Já, ég er að hugsa um að kaupa mér íbúð. Það er er kannski ekki stórmerkilegt en eins og flestir þá þarf ég að taka lán til að geta gert það.
Ég fór því á stórslkemmtilegan vef sem heitir ibudarlan.is þar skráði ég inn ýmsar upplýsingar og valdi fjölskyldustærð mína, einstætt foreldri með eitt barn.
Þá komu upplýsingar frá hagstófu um meðal framfærlu kostnað þessarar fjölskyldustærðar. 132.329 Eitthundraðþrjátíuogtvöþúsundþrjúhyndruðtuttuguogníu!

Þessi upphæð á að vera fyrir:
[listi]
[atriði]Matur og hreinlætisvörur [/atriði]
[atriði]Heimilisbúnaður [/atriði]
[atriði]Fatakaup [/atriði]
[atriði]Áfengi og tóbak [/atriði]
[atriði]Sími [/atriði]
[atriði]Ýmislegt [/atriði]
[atriði]Tómstundir [/atriði]
[atriði]Menntun [/atriði]
[atriði]Heilsugæsla [/atriði]
[atriði]Veitingar og gisting [/atriði]
[/listi]

Takið eftir að inni í þessu er ekki rekstur bíls og húsnæðis, tryggingar, orka eða neitt þvílíkt.

Ég fór því að velta fyrir mér, er þetta virklilega meðalneysla í þjóðfélaginu. Ég veit að ég er ekki að eyða nema kannski ríflega helming þessarar upphæðar í þessa þætti. Ég get líka skilið núna að fólk sem hefur nettótekjur upp á 160 þúsund skuli fara og væla í blöðin, þ.e. ef fólki finnst að það eigi að eiga 130þús í afgang þegar búið er að borga rekstur húsnæðis og bíls.
Ekki misskilja mig ég held að ég hafi bara verið eitthvað veruleikafyrrtur gagnvart því hvað það kostar að lifa.

Ég er allavega búinn að sjá það að ég er láglaunamaður og jaðra líklega við að vera fátæklingur fyrst ég get ekki eytt nema mest 80þús í að lifa á mánuði (eftir að hafa greitt helsta kostnað).

Plís vorkennið mér, er ekki hægt að hafa landsöfnun eða eitthvað.

Lifið heil

   (17 af 29)  
1/12/04 16:02

Nornin

Já veistu.. ég er alveg sammála þér í þessu.

Ég prufaði þetta líka og meðalframfærsla mín (einstaklingur) er reiknuð 100.000 á mánuði!
HUNDRAÐ ÞÚSUND!!! Hvað er verið að spá??
Ég eyði í mesta lagi 20.000 í þessa þætti á mánuði... er ég bara svona rosalega ódýr í rekstri eða hvað er málið???

Við erum að tala um að eyða rúmri milljón á ári í rekstur á sjálfum sér... ég bara skil ekki hvernig þetta á að vera hægt... ég er ekki með nema tæpar 2 millur á ári í laun og megnið fer í fastar afborganir eins og leigu, bílinn, tryggingar og þannig rusl...

Ég er líka greinilega undir meðalmennsku markmiðum hagstofunnar...

1/12/04 16:02

Wonko the Sane

Gleymdi kannski að taka það fram að þegar ég setti allt inn þá hafði ég greiðslugetu upp á 10.000 og gat því keypt mér íbúð fyrir 4millj. Samt er ég að borga um 50 Þús af lánum í núverandi húsnæði.

1/12/04 17:00

litlanorn

þetta er ótrúlega merkilegt. það er líka mjög athyglivert að greiðslumatið sem maður fær svo hjá bönkunum er oft miklu hærra en það sem maður hefur í raun efni á. ég fékk td. greiðslumat á sínum tíma upp á 13 milljónir, sem ég hefði kannski getað greitt af ef ég hefði sleppt mat og öðrum óþurftum...fáránlegt alveg.

1/12/04 17:00

Steinríkur

Það sem mér fannst verst við þetta að þeir mæla
greiðslugeta=laun-neysla (og ekki króna í annað)
Ég sá engan reit t.d. fyrir námslán þ.a. vitleysingur eins og ég sem er frekar nýkominn úr námi hefði auðveldlega getað gleymt því og tekið fullt lán.
Síðan kemur einhver "óvæntur" kostnaður - hvort sem það eru blessuð námslánin, þarf að skipta um þak á húsinu sem var verið að kaupa, bíllinn tjónast eða hvað sem er - það er ekki eftir króna í svoleiðis...

Það er bara gert ráð fyrir því að menn hætti að borða þann mánuðinn.

1/12/04 17:00

Steinríkur

Það sem mér fannst verst við þetta að þeir mæla
greiðslugeta=laun-neysla (og ekki króna í annað)
Ég sá engan reit t.d. fyrir námslán þ.a. vitleysingur eins og ég sem er frekar nýkominn úr námi hefði auðveldlega getað gleymt því og tekið fullt lán.
Síðan kemur einhver "óvæntur" kostnaður - hvort sem það eru blessuð námslánin, þarf að skipta um þak á húsinu sem var verið að kaupa, bíllinn tjónast eða hvað sem er - það er ekki eftir króna í svoleiðis...

Það er bara gert ráð fyrir því að menn hætti að borða þann mánuðinn.

1/12/04 17:00

Ívar Sívertsen

Steinríkur minn... þú ert farinn að endurtaka þig... hihi... annars þá fór ég inn á sama vef og lét hann meta mig. Hann lét mig sko vita það að ég væri með minni ráðstöfunartekjur heldur en viðmiðunarvísitölutalan væri og væri ég því óhæfur um að fá íbúðarlán. Þá fór ég að athuga hver talan væri og fyrir 4 manna fjölskyldu þá á framfærslutalan að vera tæplega 240.000. Við hvað er eiginlega verið að miða? Björgúlfsfeðga eða Bónusfeðga? Eða er verið að slumpa bara á þetta svona út í loftið? Ég er að borga heilsdagsskóla, leikskóla, greiðsludreifingar á visakorti og annað og ég og fjölskylda mín höfum kannski rétt tæplega 80.000 til að lifa af mánuðinn. Mér finnst það ekkert erfitt. Maður á ekkert að vera sífellt að kaupa sér föt! Maður er ekkert sífellt á fylleríum þar sem maður splæsir vindla á línuna. Maður er ekki gistandi á hótelum eða farandi út að borða í hverjum mánuði! Ég er ekki að kaupa mér heimilisbúnað í hverjum mánuði! Þessi viðmiðunartala er eins skökk og hægt er! Rísum upp gegn ósanngjörnu framferði lánastofnana!

1/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Bankinn verður að fara eins hátt með þessar tölur og getur talist skynsamlegt, án þess að reka af höndum sér viðskipti, tel að þeir geti hreinlega verið skaðabótaskyldir ef ekki er rétt að staðið, reyndar spáir Riddarinn því að á þessu ári munu falla dómar sem koma til með að breyta viðmiðum, starfsreglum og lögum um lánastofnanir á Íslandi.

1/12/04 18:01

Fíflagangur

Þið eruð óttalegir kjánar. Skemmtilegast fannst mér að lesa um greiðsludreifinguna hans Ívars. Hún skyldi þó ekki vera vegna þess að framfærslan er í raun hærri en hann heldur. Vera má að herða megi sultarólina í einhvern tíma og eyða engu, en þessar tölur byggja á RAUNVERULEIKANUM, ekki Bagglútungum á sjálfsblekkingartrippi.

1/12/04 19:01

Steinríkur

Fíflagangur - skv. framfærslutölunum er kostnaður einstæðs foreldris við krakka u.þ.b. svona:
1. barn: 32 þús
2.-4. barn: 44 þús stykkið
hvert barn eftir það: ókeypis...

Er þetta ekki full mikil einföldun?

Wonko the Sane:
  • Fæðing hér: 8/11/04 08:05
  • Síðast á ferli: 5/11/13 08:42
  • Innlegg: 64
Eðli:
Alveg þrjár og hálf stjarna
Fræðasvið:
Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
Æviágrip:
Fæddur og að mestu uppalinn.