— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
Gyðjur nútímans

Ég fór að hugsa um hvort það væri hægt að gera samanburð á hvernig forfeður okkar komu fram við gyðjur sínar og því hvernig nútímakonur vilja láta ástmenn sína koma fram við sig.

Til að halda gyðjunum góðum voru þeim færðar fórnargjafir í formi blóma, steina, matar, drykkjar og í sumum tilfellum, mannslífa.
Þessar gjafir áttu að sjá til þess að ættinni vegnaði vel í nánustu framtíð, að uppskeran yrði góð, að mörg börn myndu fæðast, að veður yrði hagstætt og umfram allt, til að gyðjurnar væru sáttar við ættina og létu enga ógæfu dynja yfir meðlimi hennar.

Í fjölgyðistrú voru yfirleitt margar gyðjur (og guðir), en hver einstaklingur eða ætt/fjölskylda, einskorðaði sig oftast við tilbeiðslu á einhverri ákveðinni gyðju, svo úr varð hálfgildings eingyðistrú (sbr. átrúnað á Nefertiti, Artemis eða Freyju).

Rétt eins og nútímakonan sættir sig ekki við fjöllyndi maka síns, sættu gyðjurnar sig ekki alltaf við að fleiri en þær væru tilbeðnar og innbyrðis rígur var vel þekktur á milli þeirra í goðsögnum.

Þrátt fyrir jafnrétti, vinnu, starfsframa og sjálfstæði, vill nútímakonan engu að síður að gjöfum til hennar sé fórnað á altari ástarinnar.
Hún vill fá blóm, skartgripi og mat á sérstökum hátíðarstundum í sambandinu og eru þessar gjafir jafngildi þeirra fórna sem færðar voru til gyðjana áður (mannsfórnir má ef til vill bera saman við að makinn verji þær í ákveðnum aðstæðum).

Hún vill, eins og guðlegar stallsystur hennar, að engin önnur sé jafn mikilvæg og hún, að engin önnur sé þess verð að fá þessar gjafir, að engin önnur eigi þessa "tilbeiðslu" skilið.

Nútímakarlmenn kvarta oft yfir því að þeir skilji ekki konur, viti ekki hvernig þeir eigi að koma fram við þær og að þær séu oft svo þversagnakenndar, vilji vera sjálfstæðar en á sama tíma vilji þær láta hugsa um sig og vernda sig.
Rótin liggur ef til vill hér, í sameiginlegu minni allra kvenna.

Þær vilja láta dýrka sig sem gyðjur, en á sama tíma vilja þær að sjálfstæði þeirra sé virt.
Gyðjur fortíðar voru jú (út frá goðsögnum séð) aflið sem skapaði líf en gat einnig eytt því í einu hendingskasti.
Hegðun nútímakvenna er ekkert ófrábrugðin dutlungum gyðjanna, þær voru ástríkar og gjafmildar svo framarlega sem tilbiðjendurnir voru ljúfir og fórnfúsir, en um leið og út af bar, var reiði þeirra og hefnigirni augljós.

Við erum víst eftir allt gyðjur innst inni.

   (2 af 13)  
1/12/06 10:01

Anna Panna

Amen systir, auðvitað á að koma fram við okkur eins og gyðjurnar sem við erum!

1/12/06 10:01

Tigra

Hell yeah.
Og þá, að sjálfsögðu, förum við eins að með ástkæra menn okkar.

1/12/06 10:01

Jarmi

Þú ert algjör gyðja Norn. Já og Tigra og Anna Panna auðvitað líka.

1/12/06 10:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við] Ef skilja ber orð Tigru þannig að koma beri fram við karlmenn eins og gyðjur erum vjer eigi á sama máli.

1/12/06 10:01

B. Ewing

Ég er að koma! [Þeysist um eftir gjafabúðunum og finnur ekkert]

1/12/06 10:01

krossgata

Já kona! Við erum Gyðjur með stóru G. Ég persónulega vil ekkki kalla þetta duttlunga í okkur, sem um er rætt, heldur goðlega hegðun.

1/12/06 10:01

Helena

Það sér það hver maður að ég er Gyðja.

[Glottir yfirlætislega og fær sér hjartalaga konfektmola]

1/12/06 10:01

Ívar Sívertsen

Vilji konur láta koma fram við sig sem gyðjur þá ber þeim að koma fram við karla sem guði.

1/12/06 10:01

Amma-Kúreki

Þvílíkt og annað eins kjaftæði í þér Norn
það þýðir ekkert að kalla konur Gyðjur á þessum árstíma. Enn ef þú réttir henni veskið og vísa kortið máttu gjarnan hvísla í eyrað á henni
( Útsala elskan ) og sjáðu til hún bráðnar og brosir hringinn

1/12/06 10:01

Dula

Ég er Gyðja og heiti það meira segja þannig að þið karlmenn skuluð bara gjöra svo vel.

1/12/06 10:01

Hexia de Trix

Frábær pistill hjá þér - þetta eru sko orð að sönnu! [Ljómar upp]

1/12/06 10:01

Galdrameistarinn

Fuss og sveiattan barasta.
Alltaf eru þessar kellingar eins.

1/12/06 10:01

Nermal

Svona eruð þið þá. Sumsé ef maður fórnar nógu mikklu þá verðið þið góðar....... Þetta snýst sumsé allt um peninga....... Ekki að undra að maður sé single. Of blankur til að ganga út.

1/12/06 10:02

Tigra

Það sagði enginn Nermal minn að þetta væri allt um peninga.
Þetta gæti líka þýtt að fórna tíma og athygli í okkur og margt fleira í þeim dúr.
Ég met það allavega mun meira en peningableðlana.
Money can't buy you love.

1/12/06 10:02

Hakuchi

Peningar, athygli, tími...hljómar eins og gömul Lada.

1/12/06 10:02

Kondensatorinn

Athyglisvert. Gyðjudýrkun og fórnir.
Tengist þetta kannski Gyðingum ?

1/12/06 11:00

Blástakkur

Ahhh... Ég held ég hangi bara á Baggalút frekar. Þetta hljómar eins og vinna og vinna er leiðinleg.

1/12/06 11:01

Vladimir Fuckov

Nú er allt í einu allt augljóst [Ljómar upp]. Gyðjurnar í fjölgyðistrú er minnst er á ofarlega í fjelagsritinu voru þá eftir allt saman ekki til. Þær voru einungis venjulegar konur sem einhverjir af forfeðrum vorum voru hrifnir af.

1/12/06 11:02

feministi

Ja tali nú hver fyrir sig, mér finnst eiginlega sælla að gefa en þiggja.

1/12/06 16:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég held að ég gerist bara lespía. Þá verður þessi misskilningur aldrei.

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.