— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/05
Menning eða snobb

Þessar hugleiðingar komu upp við lestur á hámenningarþræði Blástakks, en eru ekki skot á neitt sem sagt hefur verið á honum.

Hvað er menning og hvað er snobb?
Ég hef stundum velt þessari spurningu fyrir mér þegar ég hef hitt fólk er mér þykir fram úr hófi snobbað. Fólk sem heldur að það að svansa um í Burberry kápunni sinni, á Manolo Blahnik skónum og þykjast hafa áhuga á óperum geri það menningarlegt.

Auðvitað eru ekki allir sem eiga Armani jakkaföt snobbhænsn sem halda að það haldist í hendur að hlusta á Bach og vera menningarlega þenkjandi, en mér virðist sem oft telji snobbað fólk það mikilvægara að bera með sér ímynd menningar en að meta menninguna sem slíka.

Er munurinn á snobbi og hámenningu kannski sá að þessi snobbaði á fín vín sem eru til sýnis upp í hillu, vínum sem aldrei eru snert því að eiga þau er mikilvægara en að njóta þeirra?
En sá menningarlegi kaupir sín vín til að dreypa á, aðeins vegna áhrifana sem það hefur á bragðlaukana?

Er munurinn sá að menningarlegasinnuð vera hleypir tilfinningunni af tónlist Rachmaninoff inn í huga sinn og metur hana sem slíka, en snobbarinn á heildarsafn klassískra verka en finnst þau innst inni leiðinleg?

Sá menningarlegi las Dostoevsky og fann til með persónunum, sá snobbaði á heildarritsafnið upp í hillu en gafst upp á að lesa 'Karamazov bræður' á blaðsíðu 7?

Hvað er snobb og hvað er menning?
Ég get ekki svarað þessu svo vel sé, en mér finnst sem snobb sé hula, sýndarmennska, þar sem nautnin af að eiga hluti sem taldir eru tilheyra hámenningu er notuð sem staðgengill þess að skilja og njóta þeirra.
Menning er tilfinningalegri. Nautnin af góðum hlutum er það sem úr sker um gildi þeirra, ekki verðið eða hversu vinsælir þeir eru.

   (3 af 13)  
1/11/05 08:01

Offari

Konan er að sauma handa mér nýtt dress fyrir árshátíðina sem er sko miklu flottara en einhverjir Armani leppar

1/11/05 08:01

Ívar Sívertsen

Skemmtileg hugleiðing. Ég kaupi til að njóta... ekki til að sýnast...

1/11/05 08:01

feministi

Ég er snobbuð og mótmæli þessu nornabulli. Bækur fara vel í hillu og tónlist er ekki alvöru tónlist nema hún sé spiluð í fínum sal af fínu fólki með fína áhorfendur. Listaverk eru ekki falleg nema þau séu eftir fræga dauða og allt á þetta að kosta morðfjár. Ódýr list er ekki fyrir alvöru fólk.

1/11/05 08:01

Finngálkn

Nei enda ertu ekki það sem flokkast undir manneskju feministi - þú ert drasl!

1/11/05 08:01

Regína

Einhvers staðar las ég að það mætti þekkja fólk á því fyrir hverju það snobbar.
Ég hef oft velt þessu fyrir mér síðan. Ég held að fólk snobbi meira en það geri sér grein fyrir, upp fyrir sig eða niður fyrir sig. Það sýnir hverju fólk hefur áhuga á og hvar það vill bæta sig.

1/11/05 08:01

Þarfagreinir

Ég er snobbaður fyrir lágmenningu.

1/11/05 08:01

Húmbaba

Það þyrfti að gera ýtarlega grein um hvað snobb þýðir eiginlega í nútíma tali. Með uppgangi borgasastéttarinnar var mikið til af ríku fólki sem var 'nýríkt' og var ekki með neina tign eða titil. Það var kallað 'sine nobilitate' (without a title to nobility) en í daglegu tali stytt í 'snob'.
Nú er það aldrei notað í merkingunni 'nýríkur' heldur eitthvað allt annað og ég er ekki frá því að snobb sé ansi niðrandi.

1/11/05 08:01

Þarfagreinir

Áhugavert. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Mér finnst líklegt að hugtakið 'sine nobilitate' hafi verið notað til að benda á að hinir nýríku væru ekki alvöru aðall, en reyndu engu að síður oftar en ekki að herma eftir aðlinum. Hin stytta merking, snobb, viðheldur síðan þeirri hugsun að hinir snobbuðu séu tilgerðarlegir. Því held ég að Nornin hafi nú bara hitt naglann rækilega á höfuðið. Snobbið felst í tilgerðinni, frekar en einhverjum tilteknum smekk eða áhugamálum.

1/11/05 08:01

Húmbaba

Einmitt

1/11/05 08:01

Heiðglyrnir

Jamm..þetta er athyglisverð pæling..skilgreiningin á snobbi, þ.e. tilgerð að gera sér e-ð upp sem er ekki endilega í eðli viðkomandi heldur til að ná ákveðnum staðli (aðli) eða fylgja öðrum tískustraumum.
.
Held að Regína hafi hitt naglan á höfuðið með að flestir ef ekki allir eru að snobba fyrir einhverju upp eða niður fyrir sig og í allar þær áttir sem umhverfi og tíðarandi gefur tilefni til.
.
Hver er mesti snobbarinn.
Sá sem keypti tískubókmenntina og las hana. Sá sem þykist hafa gert annaðhvort eða bæði; eða sá sem vill ekkert með málið hafa því að það er í tísku hverju sinni. Allt þetta er burtséð frá gæðum bókarinnar.
.
Góð spurning er svo aftur hver þeirra er menningalegastur.

1/11/05 08:01

Vladimir Fuckov

Ætli það geti flokkast sem snobb að þola ekki snobb ?

Svo má e.t.v. minna á Keeping Up Appearances.

1/11/05 08:01

Regína

Ég hlusta stundum á nútímatónlist mér til ánægju, en er ekkert að flíka því, því flestir sem ég þekkja eru ekkert fyrir svona gaul. En ef ég hitti nú einhvern sem ég lít upp til sem hefur gaman af nútímatónlist og ég færi að monta mig af að hlusta á Tavener eða Pärt, er ég þá menningarleg eða snobbuð?

1/11/05 08:01

Skabbi skrumari

Ég snobba fyrir bragfræði... og er aðeins byrjaður að snobba fyrir ljóð... góðar pælingar...

1/11/05 08:01

Blástakkur

Mér finnst gaman að setja nefið upp í loftið stundum.

1/11/05 08:01

Tigra

Þetta er soldði svona eins og að tolla í tískunni.
Sumir passa sig á að klæða sig nú bókað alveg eins og er í tísku... aðrir passa sig hinsvegar á því að vera alls ekki trendí... vera alls ekki í tísku... en það er í raun orðin tískustefna út af fyrir sig.
Svo að þeir eru í raun í tísku.
[Klórar sér í höfðinu]

1/11/05 08:01

B. Ewing

Ég á ítalskan leðurjakka og burberry bol, bæði voru keypt í útlandinu. Ég fíla Levi's og Jack and Jones gallabuxur, samt kaupi ég bara föt sem passa, ekki hvaða merki er á þeim. Ég geng í þessu öllu saman og bora samt í nefið. Þá hlýt ég að vera meðatal. [Ljómar upp]

1/11/05 08:01

Nermal

Snobb er svona kvikindi sem fer í Óperna og á sýningar hjá Íslenska dansflokknum til þess eins að hinir snobbvinirnir sjái hann alveg pottþétt. Fer sumsé til þess að fara. Hin menningarlegi fer vegna þess að viðkomnadi hefur áhuga á þessari tónlist eða téðum dansi. Annars eru fáir eins menningarsnauðir eins og ég. Ég er allaveganna ekkert að "feikaða"

1/11/05 08:01

Lopi

Ég er léttsnobbaður og létt menningasinnaður. Ég set mig stundum í stellingar og segi að ég hlusti á þetta eða lesi eitthvað merkilegt sem ég geri svosem ekkert mikið af en þá er það eiginlega í háflgerðu gríni frekar en alvöru.

1/11/05 08:01

Upprifinn

ég er ekki snobbaður. ég les ég hlusta og klæði mig eins og mig langar til.

og ég þoli ekki fólk sem segir á mánudegi. ég fór í leikhús og sá þennan og þennan, en gleymir að segja mér hvernig honum/henni líkaði sýninginn.

1/11/05 08:02

Blástakkur

Ég hef verið kallaður snobbaður fyrir það eitt að tala góða íslensku. Það þykir mér leitt.

1/11/05 08:02

Blástakkur

Ég tala ekki einu sinni svo góða íslensku þegar ég fer að pæla í því. [Pælir fullt í þessu]

1/11/05 08:02

Jóakim Aðalönd

Ég vil ekki segja að ég sé snobbaður. Ég kannske snobba í tónlist, þ.e. hlusta einna helzt á klassíska tónlist, en fer örsjaldan á sinfóníuna, hvað þá óperuna. Ég tími því ekki.

Svo hefur Finngálkn rétt fyrir sér hér ofar. Seiseijá.

1/11/05 09:00

Kargur

Auðvitað verða menn að vera snobbaðir; það gengur ekki að láta sjá sig í kuffjelaginu á einhverjum víking-stígvélum- Nokia skal það vera.

1/11/05 09:01

Hakuchi

Ég er ekki alveg sannfærður um að snobb sé einungis sýndarmennska eða hégómi. Hvað þá að menning og snobb séu andstæður. Þvert á móti hef ég oft einmitt hitt einlægt menningarlegt fólk sem eru örgustu snobbhænsn. Mig grunar að sýndarmennskan, hégóminn og yfirborðsmennskan sé afleiðing snobbs, ekki orsök.

Ég skil snobb sem þá þörf til að setja sig á stall. Snobbaður maður tilheyrir gjarnan þröngum hópi fólks með svipað viðhorf. Hópurinn sameinast um ýmis viðhorf (ást á víni, fagurbókmenntir, hámenning hvers konar eða menningarleg fágun) og tileinkar sér lífsstíl sem er öðruvísi en jafnframt (að þeirra mati) æðri en annarra og það lítur niður á þá sem ekki eru eins og þau sjálf. Til þess að geta sett sig á stall og litið niður á aðra þarf að öðlast eitthvað sem aðrir hafa almennt séð ekki, t.d. klæðaburð, ríkidæmi, þekkingu á því sem talið er hámenningarlegt o.s.frv. Í því birtist sýndarmennskan. Í þessum snobbhópi geta leynst einlægir menningarunnendur en einnig tilgerðarlegir hégómadurtar, það sem sameinar þá er hins vegar þörfin til að líta niður á aðra (og upphefja sjálft sig um leið á annarra kostnað). Daðrið við hámenningu (eða aðra hluti) er einungis tól til að ná þeirri sérstöðu. Í tilfelli menningarsinnans vill svo til að hann hefur einmitt líka áhuga á menningu, í tilfelli hins yfirborðskennda hefur hann þarna fundið þægilegt tól sem hann getur notað til að líta niður á aðra svo honum líði betur með sjálfan sig.

Í gamla daga var snobb áhugamál efri stéttanna en nú á dögum félagslegs hreyfanleika er snobbið komið lengra á veg. Það er hægt að snobba upp, niður til hægri og vinstri

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.