— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/04
Án titils

Skruddurnar fæstar fanga mig núna
ferlega strembnar og gera mig lúna.
Ég glósa og skrifa um skarfana alla
skrattann og ömm'ans og myglaða karla.
Upphátt svo hugsa "Nei hætt er ég þessu",
heilinn og vitið er komið í klessu.
Hell'uppá kaffi og kanelsnúð maula
kolsvart námsefnið ég kann nú í þaula.
Í tíma ég mæti og tel mig allt kunna
Mills og DeCartes ég þarf víst að unna.
Heimsvaldastefna og hamingjuljómi
hugarins styrkur er prýð mín og sómi.
Get víst allt skilið og lært eins og hundur
en ekki er lífið einn hamingjufundur.
Ástina hafði en tapaði henni
-Heimsk þú ert stelpa- mun skrifað á enni.
Finnst lífið all tilgangslaust, tyrfið og sóun
tæplegast finn ég í bókunum fróun.
Langar að elska og unna og njóta
engann nú hef ég að ylja til fóta.
En bækurna les ég og læt mér það nægja
lífið þarf stundum að pússa og fægja.
Ég held áfram að lifa og leika og starfa
loka á væntingar vona og þarfa.
Hjarta mitt opna svo aftur um síð
því alltaf skal birtast mér mun betri tíð.

   (9 af 13)  
9/12/04 11:02

Prins Arutha

Ég er búinn að lesa þetta þrisvar sinnum og það bara batnar.

9/12/04 11:02

Mjási

Afbragð!

9/12/04 11:02

Litla Laufblaðið

Þú ert svo æðisleg dúllan mín [Knús]

9/12/04 11:02

Galdrameistarinn

Þó eymd þína alla á torgið þú berir
þá farnast þér vel allt sem þú gerir
þú grætur og jafnvel tönnunum gnýstir
en umhverfið alltaf upp þú lýstir
Því þegar þú finnur og gefur þig alla
þá ærir þú léttlynda og óstöðuga kalla
Þú æsir jafnan þínar tilfininga öldur
en er sjáfrar þíns sómi, sverð þitt og skjöldur
Vertu því áfram eins og þú ert
þannig ertu best en sjálfri þér verst.
Það þykir öllum svo vænt um þig vina
og því er það best að hunsa bara hina.

9/12/04 11:02

Hildisþorsti

Snilld Nonna mín. Haltu þínu striki vinan.

9/12/04 11:02

Nornin

Ætlarðu að koma mér til að gráta kæri Meistari?
Það lá við að ég felldi tár, þú ert of yndislegur.
[Knúsar Meistarann]

9/12/04 11:02

Skabbi skrumari

Glæsilegt... Salút...

9/12/04 11:02

Galdrameistarinn

Við skulum nú ekki fara að vola út af leirhnoðinu mínu Norna mín, en í þynnkunni þá kom þetta bara af sjálfu sér í beinu framhaldi af ljóðinu þínu.
[Knúsar Nornina ]

9/12/04 11:02

Limbri

13 stig í danska kerfinu. Þarna tóxt þér að toppa sjálfa þig og vel flesta aðra.

-

9/12/04 12:00

Ívar Sívertsen

[verður orðlaus]

9/12/04 12:01

Sjöleitið

Það var laglegt.

9/12/04 12:01

Sundlaugur Vatne

Þetta var yndislegt, elsku Norn. Svo eitthvað nýrómatízkt og dapurt, en þó án uppgjafar. Ég held að nábýlið við skáldið frá Fagraskógi, Ólöfu frá Hlöðum, Skáld-Rósu og Jónas blessaðan sé aldeilis magnað.
Kveðjur utan úr Ýsufirði.
Sundkennarinn

9/12/04 12:01

Nafni

Hrynjandi vísna þinna er ávalt til fyrirmyndar, þú ert án efa eitt höfuðskálda Lútsins. Takk fyrir kæra Norn...takk fyrir.

9/12/04 12:01

Tigra

Ég sakna þín
[Strýkur tár af einu veiðihárinu]

9/12/04 12:01

hundinginn

Smábærinn fyrir norðan heiðar versnar ekki við þína nærveru mín kæra. Þetta var skemmtileg lesning.

9/12/04 12:01

Þarfagreinir

Fjárinn sjálfur. Ég vissi að þú værir góð, ekki ekki svona góð. Ég myndi taka ofan ef ég væri með höfuðfat. Læt mér bara nægja að stara á þetta orðlaus.

9/12/04 12:01

Furðuvera

Vá, magnað! Yndislegt, yndislegt. Já bara... ótrúlega flott.

9/12/04 12:02

Barbapabbi

Farin norður er þó ekki niður, - þetta var fínt

9/12/04 12:02

Nornin

Ég veit bara varla hvernig ég á að vera... of mikið hrós fer alveg með mig!
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir að lýsa upp tilveru mína og létta lund.

9/12/04 12:02

Lopi

Glæsilegt!!

9/12/04 13:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú átt eftir að finna ástina leitaðu vel. Fáir eru karlarnir sem eru þér jafnlíkir.hamingjan finst á næsta horni, eða næsta

9/12/04 13:01

Sæmi Fróði

Mikið er þetta þítt og skemmtilegt ljóð.

9/12/04 14:00

Prins Arutha

Þetta er svo gott að maður kemur hingað aftur og aftur.

31/10/04 11:01

Nornin

Mikið er gott að hafa svona stuðning frá ykkur elskurnar mínar.
Bagglýtingar eru besta fólk.

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.