— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/10
Klón, niðurhölun og hráskinka

,,Hvað gera Lúsífer, loðfíllinn Klakkur og Mikki frosni? Dollý hvílist sem betur fer í þurri gröf" Segir formaður áhugafélags um ekki alvöru verur.

Hársrót af auðþekkjanlegu hári Jesúss fannst á Suðurskautinu. Talið er að hárið hafi losnað við uppstigningu hans til himna fyrir all nokkrum árum og degi eða tveimur betur. Það hafi síðan borist með sterkum háloftavindum suður um höf og endað sem partur af óvenjulegri slyddu við Dal hinna dauðu skammt frá sjálfu skautinu. Vísindamenn við Cornell háskólann vilja klóna þetta hár og endurbera Jesús Krist. Telja þeir að með þessu verði skuldin goldin fyrir allar syndir mannkyns síðan 33 að meðtalinni krossfestingunni. Stjórnmálaskýrendur eru þó uggandi yfir endurkomunni en þeir telja að sá flokkur sem Jesús muni kjósa verði lengst til vinstri. ,,Þetta gæti þýtt róttæka öldu af kommúnisma og þrátt fyrir að í fljótu bragði líti hann út sem góður maður með leiðtogahæfni er það algilt að vald spillir“. Sópari í Bangladesh bendir aftur á móti á það að hægt verði að vista hann í flóttamannabúðum er hann verði kjörgengur. Sálfræðingar höfðu svipaðar áhyggjur af kindinni Dolly á sínum tíma sem og óskilgetnum afkomendum markgreifans Sade í blómlegu Frakklandi Skaftárelda. ,,Svona öfgakennd hugmyndafræði, er það ekki bara eitthvað á brauð?“ sögðu þeir er leitað var eftir útskýringum.

   (3 af 25)  
1/12/10 20:01

hlewagastiR

Jesús er þegar endurfæddur. Síðast var hann brendur inni ásamt 74 helgum mönnum í Waco í Texas 19. apríl 1993. Hann var líka 33 ára þá eins og síðast þegar þeir drápu hann. Þeir drepa hann alltaf enda er hann alltaf með eintómt vesen.

1/12/10 20:01

Sannleikurinn

Já , ei mun jeg því trúa að Jesú sje einhver eða eitthvað ´annað´en sjálf vor sólin , og blessuð blíðan sem fylgir henni þegar hún er ekki að æða um allt himinhvolfið , gleypandi allt sem fyrir verður á sínum hinsta degi.......

2/12/10 02:01

Huxi

Áhugavert. Sérstaklega þetta með algjört vald og hvernig það fer með fólk og guði. Guð er almáttugur segja þeir. Við sjáum það á því hvernig fíflið stjórnar...

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.