— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Sálmur - 31/10/08
Smásálin

Einsömul sál í Eyðimörk
eigrar um og kallar.
Af lífsins tré hún bítur börk
en bráðum höfði hallar.

Börkur tungu beiskur reynist
beysin reynist gangan.
Í koti sálar klafi leynist
kaldur daginn langan.

Dettur niður, dofnar kliður,
draumalandið órafjarri,
svartnættisins er það siður,
sólartýra hvergi nærri.

Salti storkna, seigla vekur
smásál, og hún öskrar.
Tekur á rás, eitt tárið lekur,
tamin til göngu röskrar.

Í heimi sem að hallar flatt
huggun ertu harmi gegn.
Soltna get þig sál nú kvatt,
sjálft mitt líf er gleðifregn.

   (13 af 25)  
31/10/08 21:02

Kífinn

Ég sendi þér hóflegar kveðjurnar til baka, enda má varla gerast stóryrtur þegar málfrelsið er dautt. Annars var þetta þokkalegt innlegg hjá þér.

1/11/08 00:00

B. Ewing

Er einhver umferðarstífla í gangi ? [Klórar sér á bakinu] Þetta þykir mér vera ljómandi vel unninn ljóð. Til hamingju og gott að sjá þig.

1/11/08 00:00

Rattati

Ljómandi geðugt alveg hreint. Ég hygg að hvaðannafturheitir sem kom með fyrsta kommentið (sem hvarf) hafi verið með brundstíflu. Stíflan sú á til samkvæmt almannarómi að valda geðstirðu og almennri fýlu.

1/11/08 00:01

Jóakim Aðalönd

Ágætt...

1/11/08 00:02

Kífinn

Ég þakka hlýrri kveðjur, þó vísan sé vissulega ekki laus við bragfræðileg lýti...þá uni ég sáttur.

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.