— GESTAPÓ —
Von Strandir
Fastagestur.
Gagnrýni - 9/12/04
Leiðindaorð

-Lífskúnstner-

Á leiðinni í búðina í gær hafði ég óvart kveikt á bylgjunni. Það er ekki í frásögur færandi svo sem, nema að þetta var á þeim tíma er Íslandi í dag á Stöð 2 er útvarpað líka. Þar átti semsagt að fara ræða við einhvern lífskúnstner. Að heyra þetta orð var nóg til þess að ég skipti yfir á sveitta rokkstöð.

Lífskúnstner er ömurlegt orð sem yfirleitt er notað um drepleiðinlega einstaklinga. Mín tilfinning gagnvart þessu lýsingarorði er að þegar það er notað um einhvern sé um að ræða einhvern montinn uppskafning sem hefur í raun enga hæfileika til annars en að spila sig sem sérfræðing um listir, vín og ferðalög eða eitthvað. Hann/hún telur sig hins vegar vera þess umkomin að gefa okkur hinum sem ekki höfum stöðu lífskúnstnera ráð um listir, vín og ferðalög o.s.frv.

Það versta í þessu er að það er stór hópur fólks sem er tilbúinn til þess að taka undir með þessum vanvitum og hleypa þeim í sjónvarp og útvarp. Og finnst þetta allt svo sniðugt og lekkert.

Til þess eins að pirra mig.

-Góðar stundir-

   (1 af 10)  
9/12/04 15:01

Nafni

Það segiru satt Krilli þetta er allt saman óþolandi helvítis fíbbl og asnar og hálvita og leiðindapúkar og vanvitar og öngvitar og fílustampar og nöldurskjóður og montrassgöt og flautaþyrlar og slordónar og amlóðar og aumingjar og þverhausar og væluskjóður og kúkalabbar og hrokagikkir og ælubelgir og augnþjónar og drusilmenni og þrjótar og náriðlar og kleppsmatur og dónar og vesalingar og fjörulallar og tilberar og ærumorðingjar og ribbaldar og ...

9/12/04 15:01

Sæmi Fróði

Er þetta ekki hálfgert tökuorð og þýðir sá sem kann listina að lifa? Ef svo er, þá er ég lífskúnstner.

9/12/04 15:01

B. Ewing

Mikið er ég feginn að hafa misst af þessu enda reyni ég að missa af sem allra mestu á Bygjuútvarpinu. Reyni að horfa á Fréttir Stöðvar 2 eins og þær séu ennþá rétt sagðar og hlutlausar en í dag hfur trúverðuleiki þeirra fallið um fjöldamarga punkta og skástrik. Ísland í dag er ömurlega óheillandi og líkist ekki í einu né neinu Íslandi í dag fortíðarinnar.

9/12/04 15:01

Lopi

Ég hafði annann skilning á þessu orði. Fannst það meira fjalla um einstaklinga sem bregða út af vananum, prófa eitthvað nýtt, taka um leið áhættu en tekst vel til við það. Þeir þurfa ekki endilega að vera montnir en að sjálfsögðu eru þeir drepleiðinleger ef þeir eru að grobba sig af sínum uppátækjum.

9/12/04 15:01

Von Strandir

Kannski eru þeir lífskúnstnerar sem ég hef hlustað á verið því marki brendir sem ég lýsi að ofan. Getur verið að það sé ofnotkun og nauðgun á orðinu sem fer mest í taugarnar á mér. Að sjálfsögðu er fólk sem hnýtir bagga sína ekki sömu hnútum og samferðarfólkið nauðsynlegt og margt mjög skemmtilegt. Gvendur dúllari og Óli blaðasali voru lífskúnstnerar, eða hvað?

9/12/04 15:01

Lopi

Erum við bara ekki öll lífskúnstnerar hehe

9/12/04 15:02

hundinginn

Já. Lífið er kúnst. Annars er jeg hjartanlega sammála þessu ágæta fjelagsriti. Þú ert ekki svo galinn Von Strandir.

Von Strandir:
  • Fæðing hér: 20/10/04 14:19
  • Síðast á ferli: 18/2/20 16:56
  • Innlegg: 430