— GESTAPÓ —
Von Strandir
Fastagestur.
Pistlingur - 2/11/03
Mislæg gatnamót

Mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut

Ég er einn af þeim sem í minni blindu hagsmunagæslu vill sjá Sundabraut á undan breytingum á þessum gatnamótum. Þetta er einungis vegna þess að það kemur mér betur og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það.

Ég sá hinsvegar í gær frétt þar sem verið var að fjalla um útgjöld tryggingafélaganna vegna slysa á þessum gatnamótum. Þetta voru sláandi tölur sem settar voru fram og ekki var ég meira hissa þegar sagt var hvað áætlað væri að mislæg gatnamót myndu fækka slysum mikið. Minnir þó að ég hafi séð áður svona frétt, þegar ég hugsa um það. Tryggingafélögin eru eins og aðrir dugleg að ota sínum tota.

Nú hefur það komið fram að einungis er til fé til þess að ráðast í eina framkvæmd í einu og framlenging Sundabrautar sett á oddinn. Væri ekki ráð fyrir tryggingarfélögin, fyrst þetta myndi spara þeim mikla peninga og fólki talsverðar þjáningar, að fjármagna framkvæmd mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sundabrautar? Hverjir koma til með að græða mest á þeim fyrir utan vegfarendur? tryggingafélögin ekki satt, þau munu allavega ekki lækka hjá okkur iðgjöldin.

Bótasjóðir tryggingafélaganna bólgna út, þau ættu að sjá sóma sinn í að nota þá í eitthvað þarft, annað en að fjármagna bílalán landsmanna.

   (5 af 10)  
2/11/03 06:01

Heiðglyrnir

Heyr heyr og síðan ættu þessir andsk... að setja hita í allar götur og gangstéttar, opna bifreiðaverkstæði sem sinnir öllum öryggisþáttum bifreiða, og ..og..og...
jíbbí ég hlakka til

2/11/03 06:01

Hakuchi

Jájá, þá munu tryggingagjöldin nú fyrst fara að hækka ef þau eiga að fara að borga fyrir það sem borgin hefur ekki rænu eða vilja til að borga. Kaldlyndi borgarstjórnvar varðandi gatnamótum kringlumýrar/miklubrautar er ótrúlegt. Sérstaklega miðað við þann mikla fjölda sem slasast og þjáist út af þessum helmótum dauðans. Sundabrautin er verðugt verkefni fyrir framtíðina en gatnamótin eru langtum brýnni.

Von Strandir:
  • Fæðing hér: 20/10/04 14:19
  • Síðast á ferli: 18/2/20 16:56
  • Innlegg: 430