— GESTAPÓ —
Von Strandir
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/03
Pólitísk baunasöfnun

Nú keppast aðilar Reykjavíkurlistans við að safna baunum.

Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur hér á Baggalút varðandi félagsrit, misnotkun þeirra og baunir og baunasöfnun finnst mér rétt að benda á að slík baunasöfnun á sér nú stað innan Reykjavíkurlistans.

Þórólfur borgarstjóri (hann er það enn út nóvember) er í hlutverki félagsrita sem pólitíkusar reyna að misnota í baunasöfnun meðal kjósenda. Vinstri-grænir slá sig til riddara með því að afneita honum vegna spillingar og hóta að bera fram vantraust. Samfylking reynir að nota hann til þess að tryggja það að annað hvort Stefán Jón eða Dagur B. verði eftirmaður hans. Framsóknarmenn fara þá upp á afturlappirnar og heimta einhvern utanaðkomandi, enda vita þeir að enginn framsóknarmaður innan R-listans er hæfur sem borgarstjóri. Þeirra séns liggur í því að fá utanaðkomandi manneskju í djobbið.

Næstu daga og vikur munum við sjá enn meiri baunasöfnun og valdabaráttu en hingað til.

Og takið eftir ég hef ekki minnst á baunasöfnun frjálslyndra og sjálfstæðismanna.

   (7 af 10)  
1/11/03 10:01

bauv

x-f

1/11/03 10:01

Limbri

Já, þetta er það allra gáfulegasta sem bauv hefur látið út úr sér. Enda kaus ég F-listann í síðustu borgarstjórnarkosningum.

-

Von Strandir:
  • Fæðing hér: 20/10/04 14:19
  • Síðast á ferli: 18/2/20 16:56
  • Innlegg: 430