— GESTAPÓ —
Ljón Vitringanna
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/12/04
2004

Gagngrýnin mín fyrir árið sem runnið hefur hjá eins og fugl á ís

Það byrjaði snemma á 21.öldinni, ég man að þá átti ég helling eftir af flugeldum mínum og á enn. Síðan þegar febrúar gekk í garð þá....þá....hmm snúum okkur að mars.....eða apríl. Ég man í apríl þegar ég fékk mér mitt árlega páskaegg, þó eigi muni ég hversu stórt það var. Þegar það var klárað nálgaðist júni óðum ég man nú voða lítið eftir júni..Ætli ég hafi ekki skroppið í bæinn og eitthvert álíka. Svo þegar nóvember var runninn í garð þá var nú gaman þá voru jólin að nálgast og ég nýbúinn með afmælið mitt og allt. Svo í desember byrjaði allt fjörið þá var bakað smákökur keypt nammi,gos og pakka. Síðan á áramótunum var kolruglað veður, engin brenna og lítt mátti glitta í flugelda.

Fínasta ár.

   (3 af 8)  
1/12/04 01:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Já, magnað ár, ekki satt?
Við þetta má bæta að það var ansi heitt í veðri yfir sumartímann, júlí & kannski sérstaklega ágúst.
Fyrir mína parta segi ég að árið 2004 var að líkindum hið stysta sem ég hef lifað, búið rétt í þann mund sem mér fannst það vera rétt að byrja.

1/12/04 02:01

Ljón Vitringanna

Mikið rétt svo fannst mér desembermánuðurinn fljúga hjá eins og inniskór.

1/12/04 02:01

Heiðglyrnir

Er ekki bara eitthvað samræri í gangi, og þeir farnir að falsa dagatalið, þessi hraði er kominn langt fram úr því sem eðlilegt getur talist.

1/12/04 02:02

Ljón Vitringanna

Gjetur vel verið.

1/12/04 02:02

Skabbi skrumari

2005 er byrjað en eitthvað finnst mér það líða hægt... hvenær byrja þessi þorrablót eiginlega... jú 2004 leið hratt, allavega eftir árshátíð... leið lygilega hægt þar á undan...

Ljón Vitringanna:
  • Fæðing hér: 18/10/04 13:50
  • Síðast á ferli: 25/4/06 17:37
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ljónið er dyravörður á Veitingastaðnum Núðluni og gengur bara nokkuð vel þar þótt ég segji sjálfur frá. Ég á það til að vera grimmur við þá sem eru ekki vinir mínir, en þeir verða ekki nefndir á nafn hér.
Fræðasvið:
Sérhæfi mig í piparkökubakstri og dyravörðslu...
Æviágrip:
Mínum yngri árum varði ég á Íslandi en fluttist svo stuttu seinna til Baggalútíu. Dvaldi ég þar í Undirheimum og varði þar mínum tíma í að vinna mér sess sem lærlingur Vitringanna, en þeir sérhæfa sig í að leysa vandamál. Síðan þá hef ég tekið það að mér að leysa vandamál fyrir þá þar sem þeir eru í fríi "uppi".