— GESTAPÓ —
Ljón Vitringanna
Nýgræðingur.
Dagbók - 31/10/03
Dagdraumar..

Já ég dreymdi furðulegan draum núna í dag...lesið áfram og sjáið í framtíðina

Í dag er alls ekkert búið að gerast hjá mér ég er ekki búinn að stíga út fyrir hússins dyr. En ég horfði nú á neighbours hérna fyrir syuttri stundu og ég verð að segja að þættir þeirra þóttu góðir hér áður fyrr en núna er þetta endemis væmnisrugl! Kíkti ég svo líka inní barnatímann en þar var sagt meira af viti en í neighbours. Þar kíki ég reyndar sjaldan. Svo fórum vér að velta fyrir mér framtíðina er ég lá upp í rúmi mínu horfði upp í loftið reyndi að fanga smá svefnskottu. En þá fór ég að hugsa um framtíðina og ég sofnaði og vitringarnir sýndu mér inn í framtíðina....Vér erum stödd í Reykjarvík, Smábæ á íslandi með aðeins 50,000 íbúum. Árið er 4003 [sem þýðir auðvitað að ég er 2000 árum fram í tímann]. Þessa setningu sagði við mig tölva sem talar við mann, (þannig er einnig að finna í nútíma okkar). en þessi talva gat reiknað út dagsetningu og sem vekjaraklukku sagði hún dagsetningu og stað,vér vaknaði glaður í bragði og klæddi mig í föt og settist á rúmið . Svo kom til mín þerna með mat á silfurfati og sagði "Gjörið svo vel Hr.Jónatan" Ég var inn í líkama "Jónatans Stochenholmen" í Reykjavík sem er þarna bara smá sveitabær. Þernan var að labba út þegar hún sneri sér við og sagði: "Mundu að þú ert á leið til höfuðborgarinnar "Enafúlgenbruss". Þar sem ég hafði fulla stjórn á líkama Jónatans þá fletti ég strax upp í tölvuni hvað Enafúlgenbruss væri og þá kom í ljós að það var höfuðborg Íslands árið 4003, Þar bjuggu 1,500.000 manns og það var með smæstu höfuðborgum heimsins. En á þessum tíma voru bara 18 lönd eftir í heiminum! Ég át mat og síðan kom einstaklega vöðvamikill lífvörður minn og fylgdi mér að bílnum þarna var ég fyrst að gera mér gren fyrir að ég var ríkasti maður í heiminum! Við ókum af stað til Enafúlgenbruss á ríkisstjórnarfund og þá bara vaknaði maður..en þetta er nú vart það eina sem gerðist í dag já það er alltaf mikið að gerast í lífi mínu kannski þið fáið að heyra meira á morgun...Hver veit!

   (5 af 8)  
31/10/03 21:00

B. Ewing

Góður draumur maður..

31/10/03 21:00

Órækja

Ef það kæmu nú einhverstaðar greinaskil þá væri þetta læsilegra.

31/10/03 21:00

Ljón Vitringanna

Ég gat alveg lesið þetta..Kannski rækjuaugu þín vanti gleraugu?

31/10/03 21:00

bauv

Eru Rækjur með augu.

31/10/03 21:01

Ljón Vitringanna

Veit ekki..

31/10/03 21:01

Sprellikarlinn

Er Ísland þá eitt af þessum 18 löndum?

31/10/03 21:01

Leibbi Djass

Þetta óþarfa sprell er alveg að fara með mig.

31/10/03 21:01

Sprellikarlinn

Þessi óþarfa gagnrýni er alveg að fara með mig

31/10/03 21:01

Finngálkn

Kæri Kisi! - Ert þú og Bauv skildir?

31/10/03 22:01

Ljón Vitringanna

já ísland er eitt af þesusm löndum og..þetta er ekkert sprell mig dreymdi þetta í alvöru. sem betur fer held ég að við bauv séum eigi skildir

Ljón Vitringanna:
  • Fæðing hér: 18/10/04 13:50
  • Síðast á ferli: 25/4/06 17:37
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ljónið er dyravörður á Veitingastaðnum Núðluni og gengur bara nokkuð vel þar þótt ég segji sjálfur frá. Ég á það til að vera grimmur við þá sem eru ekki vinir mínir, en þeir verða ekki nefndir á nafn hér.
Fræðasvið:
Sérhæfi mig í piparkökubakstri og dyravörðslu...
Æviágrip:
Mínum yngri árum varði ég á Íslandi en fluttist svo stuttu seinna til Baggalútíu. Dvaldi ég þar í Undirheimum og varði þar mínum tíma í að vinna mér sess sem lærlingur Vitringanna, en þeir sérhæfa sig í að leysa vandamál. Síðan þá hef ég tekið það að mér að leysa vandamál fyrir þá þar sem þeir eru í fríi "uppi".