— GESTAPÓ —
Z. Natan Ó. Jónatanz
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 6/12/07
TIL SÖLU

Seldu mér hugmynd um hagnað & auð,
svo hamingju- verð´ ekki ævi mín snauð,
svo alltaf í kredit ég keypt fái brauð
& kavíar, lúxus & eðal.
Tilgangur helgi hvert trúgirnivekjandi meðal.

Seldu mér loforð um viðskiptavild.
Verzla má ókeypis! Þetta er snilld!
Punkta, sem ávaxta pundin mín gild,
svo pæla ég þurf´ ekk´í neinu.
Frábært – að lifa með allt (en þó ekkert) á hreinu.

Seldu mér innantómt, gullhúðað grín.
Glópskunnar ljómi úr augum mér skín,
ég þrái að teyga þitt tilboðavín,
& treyst´ að ég verð´ aldrei þunnur.
Samþykki hikstalaust allt, það sem mælir þinn munnur.

Seldu mér ekta & seldu mér feik.
Seldu mér tilbúinn raunveruleik.
Seldu mér útrás & alþjóðlegt meik
í eilífðarmarkaðshagkerfi.
Seldu mér fölsun á sannleikans alvörugervi.

Seldu mér skrum, tilað skreyta mitt hús,
ég skrif´ undir hvað sem er, samvinnufús.
Fagnandi býður mér djöfullinn dús,
ég dýrka hans loforðagjálfur.
Seldu mér einhverja hugmynd! Ég hef enga sjálfur.

   (15 af 18)  
1/11/04 18:01

Heiðglyrnir

Æpandi gargandi snilld...Bravó...Húrra..húrra..húrra..Skál kæri Z. Natan minn Ó. Jónatanz. [Gefið manninum vindil]

1/11/04 18:01

Órækja

Ég er yfir mig hrifinn!

1/11/04 18:01

Haraldur Austmann

Með því besta sem hér hefur sést.

1/11/04 18:01

Limbri

[Urrar og froðufellir af hrifningu]

Er ekki hægt að fá nokkra "nóbela" handa manninum !

-

1/11/04 18:01

Vladimir Fuckov

Frábært - skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk í tilefni af að komin er helgi]

1/11/04 18:02

Hvæsi

[Tekur ofan skítugu húfuna fyrir Z.Natan og gefur honum nokkrar eddur sem fundust á víðavangi.]
Já og skál fyrir helginni.

1/11/04 18:02

Ugla

Svakalega er þetta vel gert hjá þér!
Ég á ekki orð...

1/11/04 18:02

blóðugt

Orðlaus. Algjörlega... Vá.

1/11/04 18:02

Günther Zimmermann

Stórkostlega stórkostlegt!

1/11/04 18:02

Kargur

Hrein snilld.

1/11/04 18:02

Furðuvera

Jedúddamía... þetta er ótrúlegt. Vá. Snilld!

1/11/04 18:02

Lopi

Fínt hjá þér!!!!!

1/11/04 18:02

Hakuchi

Æðisgengið. Ég skála fyrir þér.

Skál!

1/11/04 18:02

Ívar Sívertsen

Þetta kalla ég sko félagsrit! Þvílíkur snilldar kveðskapur Z! Þetta fer beint í úrvalsrit!

1/11/04 19:00

Litli Múi

Algjör snilld!

1/11/04 19:00

Ísdrottningin

Nú fyrirgef ég þér að hafa verið svo lítið á ferðinni undanfarið... En þú verður þá að lofa að sjást oftar framvegis!!!
Riddarinn og Z.Natan eru báðir þvílíkir andans snillingar að við hin getum ekki annað en lotið höfði í virðingarskini.

1/11/04 19:00

Hildisþorsti

Ég tárast alltaf þegar ég sé svona vel kveðið. Það er eins og þetta hafi allt verið til, bara þurft að sækja það.
Þetta er náðargáfa.

1/11/04 19:00

Mjási

Ég tek ofan fyrir slíkum gull mola.

Í lotnigu halla ég höfði til hans
heill þér Natn Ó. Jónatanz.
Þú sagðir það ALLT svo ljómandi létt
og líka svo rétt.

1/11/04 19:01

Nornin

Þér tekst alltaf að fylla mig andagift og eldmóði, held að þú hljótir að vera skáldskaparguðinn sjálfur.

1/11/04 19:01

gregory maggots

Glæsilegt! Mér er orða vant.

1/11/04 19:01

Isak Dinesen

Félagsrit þetta er höfundi sínum til sóma - en auðvitað var aldrei við öðru að búast. Glæsilegt.

1/11/04 19:02

Jóakim Aðalönd

Alger snilld! Thad vaeri ekki vanthorf á skáldathingi.

1/11/04 19:02

Litla Laufblaðið

Jiminn einasti hvað þetta er magnað flott. Má ekki bjóða þér nudd? Drykk? Nú eða bara bæði?

1/11/04 19:02

Sundlaugur Vatne

Það er ekki oft sem hann Z. Natan tjáir sig í félagsriti, en þegar það gerist þá stendur gjörvöll heimsbyggðin kyrr í lamandi hrifningu.
Komdu fagnadi, kæri skálbróðir, þú átt engan þinn líka.

1/11/04 20:01

Barbapabbi

Þetta er alveg magnað. Til hamingju með verkið Znatan.

1/11/04 21:01

Sæmi Fróði

Þetta er algjör snilld, lítið annað hægt að segja.

1/11/04 21:01

Nafni

Meiriháttar!!!

2/11/04 02:00

Glúmur

Skáldjöfur ertu, með meiru. Þetta er svo ljóslifandi lýsing á öllu góðærða liðinu sem er búið að kríta útlínur sínar á götuna.

2/11/04 04:00

kolfinnur Kvaran

Þessi piltur hefur sopið hann vænan af skáldskaparmiðinum. Þína skál Z. Natan

2/11/04 06:01

Rasspabbi

Þetta... þetta er ólýsanleg snilld.

2/11/04 08:00

Tina St.Sebastian

Ég elska þig.

3/12/06 14:01

Carrie

Vá hvað er þetta flott. [Skálar]

10/12/07 01:01

Wayne Gretzky

Maðurinn er snillingur!

4/12/08 06:00

Ég á engin orð til að lýsa hrifningu minni - tek því undir orð allra hinna orðlausu hér að framan.

Z. Natan Ó. Jónatanz:
  • Fæðing hér: 15/10/04 11:00
  • Síðast á ferli: 18/2/24 17:31
  • Innlegg: 2312
Eðli:
Gerir margt betur en að gera margt.
Gerir fátt betur en að gera fátt.
(Betra að gera fátt vel en margt illa)
Fræðasvið:
Kvæðafúsk & fræðagrúsk
Æviágrip:
Fæddist & fræddist.
Fæðir & fræðir.