— GESTAPÓ —
Z. Natan Ó. Jónatanz
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur.
Sálmur - 6/12/07
TIL HÁLFS

- í tilefni af öllum ţeim hálfköruđu ritsmíđum sem fara efalítiđ í súginn hjá fleirum en sjálfum mér - ennfremur innblásiđ af smásögu eftir Ţ. Eldjárn -

Skáld eitt ég ţekki – hvers skrif eru merk,
er skrimtir í dálitlum kofa á ströndinni,
& iđkar ađ hćtta viđ hálfkláruđ verk,
svo heimurinn standi á gati
& öndinni.

Hálfkveđnum vísum hann kemur á kné
& klárar til hálfs öll sín ljóđ, á ţeim forsendum.
Leikrit hans stađnćmast strax eftir hlé –
– stílbragđ, svo ţaulhugsađ gagnvart
áhorfendum.

Alltaf er gaman ađ heimsćkja hann.
Í hálfkáki sínu hann stöđugt er sýslandi,
& hiklaust ég tel ţennan margfróđa mann
mikilfenglegasta skáld hér
á Íslandi.

Brosandi góđan hann býđur mér dag.
Á borđin´ er hálfkláruđ ritgerđ í deiglunni.
Ég spyr hverj´ann ţakki sinn háfleyga hag;
hćfninni, innblćstrinum
eđa seiglunni?

Ţá horfir hann á mig & hugsar – um skeiđ.
Í hálfkćrings svar´ans er vottur af kaldhćđni:
ađ hugurinn beri sig helming af leiđ.
“Ţar hćtti ég síđan – & eyk ţannig
margrćđni...

... ađferđin mín er međ eindćmum sterk,
svo örugg í notkun, & sérlega ţćgileg;
ađ lát´ ekki gagnrýni gleypa sín verk
& gera ţau ónýt & hálfpartinn
hlćgileg".

Vitaskuld gefur hann aldrei neitt út
úr sínu hálfgerđa meistarasafni.
Mannanna skrum ţannig kveđur í kút,
svo kveđskapurinn bćđi vaxi
& dafni.

   (17 af 18)  
1/12/04 04:02

Heiđglyrnir

Heyr heyr, gargandi öskrandi snild, ţetta var ekki leiđilegt ađ lesa.

1/12/04 04:02

Wonko the Sane

Ţetta minnir bara á mig ég get aldrei klárađ neitt og svo er ...

1/12/04 04:02

Nafni

Glćsilegt!

1/12/04 04:02

Skabbi skrumari

Frábćrt... hreint út sagt frábćrt... salút

1/12/04 04:02

Hildisţorsti

Nýr Steinn Steinarr. Bravó!

1/12/04 04:02

Ívar Sívertsen

Skemmtilega ort og áhugaverđur bođskapur.

1/12/04 05:00

Nornin

Mjög gaman ađ lesa ţetta.
*klappar*

1/12/04 05:00

Barbapabbi

HibbHibbHúrra!

1/12/04 05:00

Lopi

Ekki slćmt!

1/12/04 05:00

Golíat

Bravó, til hamingju Natan.

1/12/04 05:00

Gvendur Skrítni

Glćsilegt!![klappar svo mikiđ ađ kviknar í lófunum]

1/12/04 05:00

Haraldur Austmann

Bravó!

1/12/04 05:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

[sćkir slökkvitćki & slekkur í logandi lófum Gvendar Skrítna] Svona, svona, kallinn minn...
[verđur svo djúpt snortinn & hneigir sig auđmjúklega]
Ţakka kćrlega góđar undirtektir & gott hljóđ.

1/12/04 05:01

Vladimir Fuckov

Frábćrt ! Vér skemmtum oss mikiđ viđ ađ lesa ţetta.

1/12/04 05:01

Vímus

Sannkallađur glađningur.

1/12/04 08:00

Smali

Ekki minnist ég öllu betri kveđskapar hér á lútnum enda margir góđir bćst viđ upp á síđkastiđ. Nú myndi Ţórarinn setjast upp í gröfinni og klappa saman lófunum, ţ.e. ef hann vćri dauđur og međ nettengingu.

1/12/04 13:01

Sundlaugur Vatne

Góđur, ég meina: Góđur!

1/12/04 13:01

litlanorn

til hamingju. vćri ekki góđra gjalda vert ađ semja lagstúf viđ braginn?

3/12/08 21:01

Meistaralegt - svona kveđa bara snillingar. Takk fyrir mig!

Z. Natan Ó. Jónatanz:
  • Fćđing hér: 15/10/04 11:00
  • Síđast á ferli: 24/4/20 22:37
  • Innlegg: 2304
Eđli:
Gerir margt betur en ađ gera margt.
Gerir fátt betur en ađ gera fátt.
(Betra ađ gera fátt vel en margt illa)
Frćđasviđ:
Kvćđafúsk & frćđagrúsk
Ćviágrip:
Fćddist & frćddist.
Fćđir & frćđir.