— GESTAPÓ —
Luis Miguel Coruedo
Nýgræðingur.
Dagbók - 3/12/04
Morð og lík

Ég verða að segja að ég er allveg búinn að gefast upp á sjónvarpsglápi og er að hugsa um að gefa sjónvarpið mitt, líf án sjónvarps er himnaríki, ástæðan er sú að þættir á stöð 2 og sjónvarpinu eru allir orðnir Drama, morð og lík kenndir. Dauðin flæðir yfir okkur beint úr landi hinna feitu í Ameríku. Það virðist vera að krufningar og líkskoðun sé voða vinsælt í sjónvarpi í dag, tala nú ekki um skurðaðgerðir, fólk er drepið, fólk hverfur. Ég verð bara svo rosalega niðurdreginn af öllum þessum morðum.
Núna er ég að fara að henda sjónvarpinu mínu og ætla að lifa góðu lífi án sjónvarps, enda næstum allveg hættur að horfa á það hvort sem er.

   (1 af 3)  
3/12/04 06:00

Jóakim Aðalönd

Gott hjá þér. Ég er sammála þessu.

3/12/04 06:01

Finngálkn

Henntu sjónvarpinu í gegnum rúðu, þá verður það miklu áhrifameira.

Luis Miguel Coruedo:
  • Fæðing hér: 15/10/04 00:25
  • Síðast á ferli: 23/10/05 02:04
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ég er hinn raunverulegi Zorro. En er örvhend afbrigði sem kallast Zurdo
Fræðasvið:
Hnefaleikar, Zurdo (Zorro).
Æviágrip:
Fæddur í Torreón, Mexíkó. Lærði hnefaleika af föður mínum og barði bróður minn til bana. Fór í mexikósku rebel klíkuna og lærði skylmingar og ballett. lifði af stríðið við Cobra e klíkuna og breyttist í Zurdo ( sem var svo breytt af rithöfundi í Zorro) barðist fyrir þá ríku og rændi þá fátæku. Reyndi að komast í Russneskan Ballett skóla (51) en fékk þá í bakið í flugvélinn á leiðinni og þurfti að lenda á Íslandi. Fór svo að vinna sem flamengo-dans kennari en varð skyndilega blindur. Býr nú á elliheimili, en fer oft í Zurdo búninginn og stelur frá öðrum gamlingjum.