— GESTAPÓ —
Illi Apinn
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/03
Kassettutæki

Hver man ekki eftir gömlu góðu kassettutækjunum sem fylltu eldhús og bíla landans af tónlist með extra suði.

Já svoleiðist var það 82 rétt áður en nokkur stórfyrirtæki fóru að gefa út geislaspilara í auknu mæli. En nú er öldin önnur og þess vegna er ég í smá vandræðum.
Ég er að fara til Akureyrar um helgina og bíllinn sem ég mun ferðast með er ekki með geislaspilara. Þetta er að sjálfsögðu mikið vandamál, sérstaklega í ljósi þess að fyrir 2 mánuðum síðan henti ég öllum kassettum mínum.
En ég man eftir einum hlut sem gæti bjargað mér núna: kassetta sem tengist í geislaspilara og spilar svo af honum í kassettutækinu.
Þessi hlutur kæmi sér mjög vel því ég á ferðageislaspilara og það er kassettutæki í bílnum.
Nú spyr ég þig, ágæti lesandi, veist þú hvar, eða hvort, þetta er selt nú til dags???
Allar ábendingar eru vel þegnar, þá helst fyrir 16:00 föstudaginn 29 október

   (4 af 6)  
1/11/03 04:02

Limbri

Fyrsta sem mér dettur í hug er Skífan. En þar sem Skífan er skíta fyrirtæki í liði með SMÁÍS þá ættir þú að leita annað fyrst.

-

1/11/03 04:02

Illi Apinn

jaa ég efast um að þeir eigi þetta en ég skal athuga það

1/11/03 04:02

Órækja

Síðast þegar ég gáði seldi umrædd Skífa svona víraflækju.

1/11/03 05:01

Ívar Sívertsen

Svo er ansi líklegt að búðir sem selja bíltæki lumi á svona dóti.

1/11/03 05:01

Finngálkn

Þú færð þetta hjá Radíóbæ apaheili!

1/11/03 05:02

Illi Apinn

ég fann þetta í skífunni, en þetta kostaði heilar 2000kr, þannig að ég gaf bara skít íða

Illi Apinn:
  • Fæðing hér: 11/10/04 20:47
  • Síðast á ferli: 26/1/11 12:56
  • Innlegg: 1
Eðli:
Frekar pirraður að eðlisfari nema ég sé nýbúinn að japla á nýlagaðri karteflumús eða stutt síðan ég varð fyrir bíl. Hef sérstakan áhuga á kóbalti og öllu því tengt.
Fræðasvið:
Tréspíri og Monosodium glutamate
Æviágrip:
Var að vakna úr 5 ára löngu dái og hef verið að leita að mínu sanna sjálfi síðan.Hef verið að komast að því uppá síðkastið að ég hef ýmsa dulda hæfileika, eins og að breyta mér í leðurblöku, svo finnst mér matseðillinn á kátu kanínunni henta mér einkar vél.