— GESTAPÓ —
Illi Apinn
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 31/10/03
Á beinustu leið til helvítis

Í gærkvöldi var arkústík kvöld á Gauknum í tónlekaröðinni Rokktóbeerfezt á vegum X-ið 9.77 og spiluðu þar The giant viking show, frisko, hot damn, tenderfoot og lights on the highway

Ég vil byrja á því að hrósa X-inu fyrir frábært framtak, því það besta við þetta er að núna síðustu daga hefir verið hægt að fá öl á 250 kall á gauknum. Hef ég nýtt mér það vel, kannski of vel því fólk virðist vera farin að hafa áhyggjur af mér.
En snúum okkur að gagnrýninni:
Fyrstur á svið var Giant Viking Show, sem inniheldur Heiðar úr Leðjunni. Spilaði hann rólega og kæruleysisilega, flest frumsamin lög, á gítarinn og söng með. Þótti mér hann kannski of rólegur og kærulaus og jafnvel leiðinlegur þar til hann tók síðasta lagið sitt. Það lag var Bein leið til helvítis sem hann stelur frá ástralska strákabandinu AC/DC, gerði hann það einstaklega vel og fær hrós fyrir. ***
Næst voru þeir Frans ( Ensími, Búðarbandið, Moody Company og fleiri) og Kristó (Lights on the highway) sem skipa dúettinn Friskó. Tóku þeir aðeins lög eftir aðra og er ég hræddur um að þeir borgi ekki stefgjöld fyrir það. En Kristó söng lögin mjög vel og ekki var hægt að kvarta yfir gítarspili Frans. Vonandi fara þeir að semja sín eigin lög bráðum þó ég hafi heirt að það sé ólíklegt vegna anna hjá Frans. ***
Nú var röðin komin af Hot Damn sem eru þeir Jenni Brainari og Smári Tarfur (Quarasí). Þarna var komið band að mínu skapi, frábær gítarleikari (Smári) og einn besti söngvari landsins (Jenni). Þeir tóku aðeins 4 lög (þeir hafa víst ekki samið fleiri) en voru þau öll frábær. Þessir drengir meiga nú alveg fara að drífa sig í að semja fleiri lög og skella því svo á geisladisk. *****
Svo stigu á svið tríóið Tenderfoot. Söngvarinn í því bandi hefir meðal annars sungið lagið Somwhere Over The Rainbow inná auglýsingu fyrir ónefnt tryggingarfélag og gerir það frábærlega. En ekki vildi hann syngja það á þessum tónleikum. Nei, í staðin fékk ég að heyra einver ógéðslegt kántrí/western drasl sem skemmdi eyrun svo mig verkjaði. Verkurinn var svo slæmur að ég varð að hlaupa út og þegar ég var kominn í hæfilega fjarlægð þá var orðið of seint að snúa við til að hlusta á Lights On The Highway.

Niðustaða: 3+3+5+0=11/4=2,75 =>***

   (5 af 6)  
31/10/03 20:01

Limbri

Nenni ekki að lesa, afsakaðu það.

-

31/10/03 20:01

Illi Apinn

þú ert afsakaður

31/10/03 20:01

Skabbi skrumari

Þrjár stjörnur, varstu semsagt sáttur við tónlistina, hvað gefurðu bjórnum margar stjörnur?

31/10/03 20:02

Illi Apinn

Össs, að ég skuli gleyma bjórnum í stjörnugjöfinni.
Bjórinn var af Egils Pilsner (4,5%) gerð og bragðaðist nokkuð vel, en enn betur sökum þess hve ódýr hann var. ****1/2

31/10/03 21:01

krumpa

Öhö -var á Gauknum í gær og er allt annað en hrifin af þessu bjórtilboðsframtaki þeirra - er með svæsnasta höfuðverk sem sögur fara af og ef bjórinn væri ekki svona ódýr hefði ég nú kannski látið einn eða tvo nægja...

Illi Apinn:
  • Fæðing hér: 11/10/04 20:47
  • Síðast á ferli: 26/1/11 12:56
  • Innlegg: 1
Eðli:
Frekar pirraður að eðlisfari nema ég sé nýbúinn að japla á nýlagaðri karteflumús eða stutt síðan ég varð fyrir bíl. Hef sérstakan áhuga á kóbalti og öllu því tengt.
Fræðasvið:
Tréspíri og Monosodium glutamate
Æviágrip:
Var að vakna úr 5 ára löngu dái og hef verið að leita að mínu sanna sjálfi síðan.Hef verið að komast að því uppá síðkastið að ég hef ýmsa dulda hæfileika, eins og að breyta mér í leðurblöku, svo finnst mér matseðillinn á kátu kanínunni henta mér einkar vél.