— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Meira um íslenska hermenn.

Eins og gerist þá verða andsvör stundum að heilum félagsritum. Hér er eitt þeirra sem er áframhaldandi hugleiðingar varðandi íslenska hermenn.

Í framhaldi af riti Offara þá varð til þessi hugleiðing.


Það yrði að setja reglur um útflutning á íslenskum hermönnum enda er hvergi í heiminum hægt að finna jafn ómengaðan stofn stríðsmanna og hér. Hér á landi hafa fáir farið í "alvöru" bardaga síðan á Sturlungaöld, þeir bardagar sem haldnir hafa verið eftir þann tíma eru ýmist við plágur, nornir, galdra, eða landhelgisbrjóta. Íslenski hermannastofninn hefur þessvegna ekki kynnst neinu af nútíma stríðsbrölti s.s. fallbyssum, valslöngvum, skriðdrekum og vélbyssum.

Vegna þess hve ómengaður kynstofn hermanna hér á landi er, þá verður að koma alfarið í veg fyrir að þeir hermenn sem hafa verið sendir af landi brott snúi aftur til Íslands. Þetta yrði gert í varúðarskyni svo að smitsjúkdómar berist eigi til landsins og valdi ómældum skaða á flóru íslenskra hermanna en þeir hafa verið lausir við hermannaveiki í 1000 ár hið minnsta.

Sem fyrirmynd að lagasetningum þessum skulu gilda svipaðar reglur og gilda um íslenska hestinn.

Það er alveg ferlegt ef hér myndu spretta upp samfélög gamalla stríðhetja. Enda mikil hætta á að stríð geri menn klikkaða og kolruglaða. Þeir ættu í mestu erfiðleikum með að snúa aftur til þess samfélagsmynsturs sem hér hefur tíðkast.
Þessir menn myndu heimta fría hamborgara, ókeypis pulsur með öllu og frítt í strætó bara því þeir voru í "nam", eða tóku þátt í "desert storm" og Afganistan (er desert storm ekki hluti af þjónakeppni matreiðsluskólans?)

Stríðshetjur eru og hafa alltaf verið óalandi og óferjandi maníusjúklingar sem myndu setja heilbrigðiskerfið á hausinn, myndu teppa allar almenningssamgöngur með þolsetum í strætisvögnum. Það er vitað mál að um miðjan febrúar mun einn þeirra standa á lendarskýlunni einni saman klukkan 5:30 á Miklubrautinni plaffandi á "óvinina úr austri" sem kæmu akandi "yfir "landamærin"(Kringluna).

Er þetta sú framtíðarsýn sem fólk vill sjá? Gamlir kallar öskrandi á Laugaveginum "GEMMÉR PÉNÍNG ÞVÍ ÉG ER HETJAN ÞÍN..."

Ég segi nei. Við verðum að koma í veg fyrir innflutning á hermönnum áður en við hefjum stófelldan útflutning á þeim.

   (15 af 36)  
31/10/05 03:01

Offari

Það er gott að hafa spámenn til að vara okkur við framtíðinni, en ég held að aldrei hafi staðið til að taka aftur við ónýtum hermönnum

31/10/05 03:01

Siggi

Þetta er frábær hugmynd þá þurfum við ekki að borga þessum mönnum laun og losnum við að borga bætur og so on.

Enginn vill hafa síðhærða gráhærða skeggjaða hippa á götunum vælandi yfir því hvað þeir hafa þurft að upplifa.

Ef að þessi her verður löglegur verðum við þá ekki að sprengja upp bækistöðvar Samtakanna og spútnikbúðirnar

31/10/05 03:02

Þarfagreinir

Er ekki hægt að hola gömlum stríðshetjum niður á Vestmannaeyjum? Þá geta þær leikið sér í byssó án þess að stefna öðrum í voða.

31/10/05 03:02

Vladimir Fuckov

Það er því miður ekki hægt, vjer sprengdum Vestmannaeyjar 'óvart' í loft upp haustið 2003 ef vjer munum rjett. Athuga mætti Grímsey í staðinn, sjer í lagi í ljósi ástandsins þar þessa dagana.

Vjer verðum hinsvegar að láta í ljós þá skoðun að hugmynd sú er fram kemur í fjelagsritinu er sjerlega athyglisverð og synd að hún skuli eigi hafa fengið meiri athygli.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.