— GESTAPÓ —
Íslendingur
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Pistlingur - 31/10/03
Tóbakið - ljúfsár viðbjóður

Að hætta á réttum forsendum

Þegar ég var í barnaskóla vorum við frædd um skaðsemi reykinga. Meðal annars var okkur sýnt myndband með teiknimynd sem sýndi langa röð fólks sem var hlekkjað og við enda raðarinnar stóð þrælapískarinn sem neyddi fólk til að reykja hverja sígarettuna á eftir annarri. Ekki datt mér í hug þá að ég myndi verða einn þeirra sem hlekkjaðir væru.

En síðan fyrir tíu dögum ákvað ég að ég nennti þessu ekki lengur og hætti. Hef sem sagt verið reyklaus í tíu daga og gengur vel. Skrifa þessar línur í tilefni þess.

Fyrir þá reykingarmenn sem vilja hætta hef ég þetta að segja. Ekki hætta bara til að hætta með því að segja t.d. "Æ, maður ætti nú að fara að hætta þessu...". Ef þið eruð í þannig stuði skuluð þið bara halda áfram að reykja þangað til að þið finnið hjá ykkur virkilegann vilja og þörf fyrir því að hætta.

Þrátt fyrir allt þetta finn ég ennþá þörf fyrir sígarettur og því kalla ég þetta ljúfsáran viðbjóð. En það tekur tíma að losna úr hlekkjum þrælapískarans.

   (1 af 2)  
31/10/03 21:01

Leibbi Djass

Ég reyki og ég er bjúró. Éttu bara blöðrur.

31/10/03 21:01

Íslendingur

Get það ekki. Á nóg með að éta tyggjó eins og er.

31/10/03 21:01

B. Ewing

Fyrst skal nefna hamingjuóskir með 10 daga ómengaða sjónlínu og skýrari litaflóru til augnanna.

Síðan býð ég þig velkominn í meirihlutahópinn óreykingamenn.

31/10/03 21:01

Íslendingur

Ég þakka

31/10/03 21:01

Skabbi skrumari

Til hamingju með tíu dagana, þú ert búinn að finna þér betri fíkn sýnist mér... hún heitir Baggalútur...

31/10/03 21:01

Íslendingur

Vel mælt og orð að sönnu Skabbi.

31/10/03 21:01

Leibbi Djass

Blöðrur segi ´´eg nú bara.

31/10/03 21:01

Vímus

Ég sem kalla mig fjölfíkil vegna þess hvað ég verð fljótlega háður öllum fjandanum, get fullyrt að ég og þú og allir aðrir geta auðveldlega hætt hverju sem er. Eiturlyf, áfengi, tóbak og hvað sem er. Það er sára einfalt að hætta þessu öllu.
Það er öllu erfiðara að byrja ekki aftur.
Nú ertu hættur að reykja. Gott mál, en nú reynir á það sem ég er að segja. Ekki byrja aftur. Gangi þér vel !

31/10/03 21:01

Íslendingur

Takk fyrir það. Ætla nú að reyna að rembast við að byrja aftur þannig að það hafi öfug áhrif og ég byrji ekki aftur.

31/10/03 22:01

Vamban

Ég er búin að berjast við hungrað nikótínskrímslið lengi. Ég hef náð að hætta í allt frá hálfu ári niður í einn eða tvo daga. Þetta er allt spurning um hugarfarsbreytingu, þ.e. að láta ekki líðanina stjórna hegðuninni. Því jafnvel þó maður sé sáttur við að hætta þá reynir maður samt enn að sannfæra sjálfan sig að það maður geti samt haldið áfram að reykja.

Íslendingur:
  • Fæðing hér: 6/10/04 17:36
  • Síðast á ferli: 3/3/11 22:56
  • Innlegg: 1
Eðli:
Íslendingur er þjóðlegur í umræðu og ver ávallt málstað Jóns Forseta, sverðs vors, skjaldar og sóma auk þess sem hann er talsmaður íslensku sauðkindarinnar.
Fræðasvið:
Íslensk þjóðmál og landbúnaður
Æviágrip:
Íslendingur ólst upp sem þurfalingur í eystri-syðri sveit. Á unglingsaldri og fram á fullorðinsár var hann vinnumaður hjá Jóni Sigurðssyni á Ytri-Dalsá og komst þar í álnir og vegsemd meðal sveitunga þar jafnt sem annarsstaðar. Meðal annarra verka er Íslendingur málsvari hins óbreytta sveitunga Baggalútíu.