— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Þarfagreinir
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 3/12/10
Hækusafn um allt og ekkert

Hvað er uppljómun?
Allt sem orð fá ekki sagt
og gleði barnsins.

Hvað um hamingju?
Hún er með þér alls staðar,
jafnvel í harmi.

Hvað um þjáningu?
Hún er þér til eflingar
- erfið sem hún er.

Tilgangur lífsins?
Þú gætir eins spurt eldinn
hví hann yljar þér.

Og hin hinstu rök?
Ef þú gætir vitað þau
tækju önnur við.

   (1 af 49)  
3/12/10 12:01

Fergesji

Stórgott kvæði um lífið og tilveruna.

3/12/10 12:01

Regína

Mjög gott.

3/12/10 12:02

tveir vinir

glæsilegt

3/12/10 12:02

Grágrímur

Flott. Alger úrvals.

3/12/10 12:02

Kondensatorinn

Harla gott.

3/12/10 13:00

Garbo

Jamm úrvalsrit.

3/12/10 13:00

Huxi

Þetta er afbragð.

3/12/10 13:00

Skabbi skrumari

Djúpt og snyrtilegt... skál

3/12/10 13:01

Kífinn

Heyr heyr, vel var þörfin greind hér. Skál.

3/12/10 13:01

Ívar Sívertsen

Úrvalsrit án vafa!

3/12/10 13:01

Billi bilaði

Ansi hreint nett.

3/12/10 15:01

krossgata

Alveg ljómandi. Skál!

3/12/10 16:01

Kiddi Finni

Uppljómandi!

4/12/10 04:01

Anna Panna

Jamm, þetta er voða fínt. Hækur rúla!

2/11/11 20:00

hvurslags

Feiknagott, hérna er fallega farið með orð!

9/12/12 06:00

Frábær lesning. Spekingur.

Þarfagreinir:
  • Fæðing hér: 5/10/04 00:11
  • Síðast á ferli: 13/12/20 16:11
  • Innlegg: 13121
Eðli:
Ég er Þarfagreinir. Ég hef mikið yndi af því að þarfagreina. Ef ykkur vantar mann til að sjá um þarfagreiningarþarfir ykkar, þá er ég sá maður.
Fræðasvið:
Þarfagreining fyrst og fremst. Einnig etanólrannsóknir, orðkynngi, algrím, og listfræði.
Æviágrip:
Ég var eitt sinn týndur og sótti Menntaskólann í Reykjavík. Síðan gerðist ég tossi og fór í Fjölbraut í Breiðholti og hóf etanólneyslu. En það var ekki fyrr en í Háskóla Íslands að ég fann mína sönnu hillu í lífinu, en það er auðvitað hið merka fræðasvið er þarfagreining nefnist. Fyrir áhugasama um þarfagreiningu þá er það fyrst að nefna hún kennd innan tölvunarfræðinnar. Reyndar er ýmislegt fleira gagnslaust rusl kennt þar; mín skoðun er sú að fella mætti allt slíkt niður og kenna þarfagreiningu eingöngu, enda er það göfugasta fræðasvið þessa heims, sem og allra annarra.

Nú í dag stunda ég fræði mín við virðulega stofnun í höfuðstað Íslands. Samhliða því eyði ég óhemju miklum tíma í rannsóknarvinnu ýmis konar á Alnetunum. Miðar þetta allt að því að ég uppfylli mitt æðsta markmið, sem er að verða Yfirþarfagreinir alheimsins.